Dauðir menn blogga ekki

Eftir því sem örvæntingin eykst í samfélaginu og ráða og dugleysi pólitíkusa verður augljósara, grípa skríbentar bloggsins til æ grófari orða til að lýsa því sem þeir skynja sem atferli og innræti þeirra. Það þykir ekki lengur tiltökumál að kalla fólk landráðamenn og föðurlandssvikara.

Búið er að gengisfella merkingu þeirra orða svo að þau eru gjörsamlega búin að missa merkingu sína sem alvarleg ásökun.

Gömlu fúkyrðin; fáviti, vitleysingur og asni, nægja greinilega ekki lengur til að lýsa tilfinningunum sem sumir hafa í garð annars fólks.

NáhirðMeðal skammaryrðanna og uppnefnanna eru þó ákveðin orð sem komist hafa í tísku og eru notuð óspart vinstri, hægri, sem mér finnast ógeðfeldari en önnur.

Eitt þeirra er orðið "náhirð." sem er svo ofnotað að það kemur fyrir á 7.360 síðum á goggle.

Náhirð er væntanlega hirð þeirra sem dýrka dauðann eða fylkja sér um dauðan konung eða leiðtoga.

Náhirð getur einnig verið hirð dauðra, rétt eins og blóðsuguhirð lifandi dauðra sem Drakúla greifi hafði um sig.

Þá hafa einnig sést orðin násker og nábítur og náriðill. 

Násker getur auðvitað átt við sker hinna dauðu, þ.e. okkur Íslendinga sem búum "á skerinu" en ég sá það einnig notað fyrir skömmu sem uppnefni á nafninu Ásgeir.

Nábítur er líkæta eða gæti líka verið ein blóðsugan úr náhirð Drakúlu.

Náriðill er sjaldgæfara en bregður þó fyrir. Orðið er afar óviðfelldið þegar það er notað sem uppnefni og það er vafasamt hvort til eru öllu strekari orð til að lýsa andúð eða viðjóði.

Annað sem komið virðist í tísku er að hefja greinar með eins miklum fúkyrðum og hægt er að koma fyrir í einni setningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru þá líklega fúkyrði ef ég kalla þetta yfirlætisleg og hrokafull skrif?  Ég veit svei mér ekki hvenr fjandann þú heldur þig vera Svanur.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 01:10

2 identicon

Heill og sæll; Svanur Gísli - sem og, aðrir hér á síðu !

Svanur Gísli !

Burt séð; frá þessum ágætu meldingum þínum, hér að ofan, varð mér litið inn á Eyju síðuna; hvar margfeldi hroka þess, sem hin ágæta jafnaldra mín; Ólína Þorvarðardóttir, hafði áunnið sér, hér á Mbl. vefnum er, með þvílíkum endemum, gagnvart nokkrum; mjög kurteisum mönnum - í tilsvörum þeirra, vegna flandurs hennar, ásamt nokkrum öðrum þingmanna, á hið skrumskælda gerfi Norðurlandaráðsþing, að meira að segja þér blöskraði, læsir þú sjálfur.  

Ólína; hefir ríkulega, áunnið sér sess, meðal hinna drambsömu yfirstétta kerlinga, hverra við eigum stundum til að minnast, úr fyrri alda sögu Evrópu.

Hún fyrirlítur; einlæglega, allt það fólk, hvert sér við henni - sem öðru fjármuna sukk liði opinberra, fjármuna, hverjir kreistir eru, úr höndum ört niðurlægðrar - sem smáðrar íslenzkrar Alþýðu.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 02:00

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er aldeilis hjá Jóni Steinari, ætli hann sé dottinn í það?

Yngvi Högnason, 29.10.2009 kl. 08:09

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Svanur. Orðaskýringar geta verið með ýmsu móti. Orðið náhirð þarf alls ekki að tákna það sem þú segir. Vel getur einfaldlega verið átt við þá hirð sem stendur einhverjum næst. En satt er það. Fúkyrðaflaumurinn er oft með ólíkindum.

Sæmundur Bjarnason, 29.10.2009 kl. 09:50

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ingvi minn. Ég er búinn að vera sóber svo lengi að ég míg ryki. Mér finnst bara ástæða til að minna Svan minn á að missa sig ekki í yfirlætinu og sérmennskunni. Hann er gjarn á það að tala utan og ofan við fólk. Lærði það sennilega af Baháúllah.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 10:00

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Honum tókst að hrófla upp einhverju kontróversi um Loft með sóðalegri fyrirsögn og aðsóknartölurnar ruku upp úr öllu valdi. Við það kviknaði athyglisfíknin á ný og nú á að vinda hvern ddeigan dropa úr sensasjóninni.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 10:04

7 Smámynd: Yngvi Högnason

Einmitt það, Jón Steinar Ragnars Áka Jóns Grímssonar. Það má ekki verða svo "sóber" að minni á löggumanninn, sem var við að yfirheyra koppasalann um stuld á hjólkoppum. Og þegar koppasalinn fór að kjökra út af áreitinu þá segir félagi löggans: "Góði láttu hann vera,þetta er kjáni". Þá kjökraði koppasalinn: "Ert þú dómbær á það"?

Yngvi Högnason, 29.10.2009 kl. 11:30

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Jón Steinar

Ég þakka þér áminninguna og umhyggjuna. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur að einhver fari yfir strikið þegar þeir eiga að mann eins og þig , stöðugt á vaktinni og sjáandi greinilega lengra en nef þitt nær og inn í hugskot fólks sem þú þekkir ekki neitt. - Samt förlast þér í einu, þ.e. aðsóknartölunum, þær eru eins og þær hafa verið s.l. mánuði.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.10.2009 kl. 12:30

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Blessaður Sæmundur; Já satt segirðu með náhirðina. Nágrenni segjum við og nábúa. Er þá ætlunin að orðið sé tvírætt?

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.10.2009 kl. 12:37

10 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, einmitt. Oft eru orð líka notuð vegna tvíræðninnar. Einn kosturinn við það er að alltaf má skjóta sér bakvið saklausari skýringuna. Nákvæm merking orða á sér stað í huga lesandans og skrifarinn getur aldrei verið viss um að hafa skilning hans á hreinu.

Sæmundur Bjarnason, 29.10.2009 kl. 13:23

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minna má á sífellda notkun orðsins hryðjuverkafólk yfir þá sem andæfa æðibunuganginum í stóriðju- og virkjanamálum.

Ómar Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 14:13

12 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir þennan pistil, fúlt að gjaldfella svona merkingaþrungin orð, með taumlausri ofnotkun.  Gæti verið smellið í tvíræðnis og/eða myndlíkingatilgangi.

Held samt að mörgum líði svipað og mér, þegar maður fer að tjá sig um menn og málefni sem hæst bera á Íslandi þessi misserin.

Lýsingarorðaforðinn er uppurinn, þetta er gjörsamlega ólýsandi ástand.

Tek undir með Ómari um hryðjuverkatal í stóriðju, á sama hátt og mér fannst alltaf hin fallegu og kjarnyrtu orð "snillingur og snilld" gjörsamlega ofnotuð á árunum 2005-2008.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.10.2009 kl. 16:53

13 identicon

"Þetta fullyrðir Steingrímur J. og aðrir stjórnarliðar að hafi verið bindandi endanlegur samningur, og hafi bundið hendur þeirra við Icesave samningsgerðina.  Möo. hann fullyrðir að samningurinn hafi verið gerður, og með því er hann að ásaka þessa aðila um hreint og klárt landráð.  Þar sem þetta er hrein og klár lygi hjá Steingrími J. og stjórnarliðum, er samningsgerðin falin í lygavaðlinum sennilega landráð, ef lögin eru skoðuð."

Þetta er akkúrat eins og Guðmundur 2. lýsir.  Og þetta hefur verið skotið niður hvað eftir annað af ótrúlegum fjölda manna sem vilja klína Icesave-nauðunginni á fyrrverandi stjórnvöld.   Í gærkvöld var "hægri-öfgum" og ótrúlegum ljótyrðum og öllum heila Sjálfstæðisflokknum klínt á mig, endurtekið, þvert gegn mínum vilja í þessu bloggi, af ANDSPILLINGU, fyrir að lýsa minnismiðanum (MEMORANDUM OF UNDERSTANDING) sem Guðmundur 2 talar um.  Það er núverandi stjórn sem hefur gersamlega svikið okkur í Icesave sem við skuldum ekkert samkvæmt neinum lögum.  Og slík svik gegn landi og þjóð hljóta að varða við landslög og stjórnarskrá Íslands. 

Og misskiljið ekki, ég veit vel að 3 flokkar hafa valdið óendanlegum skemmdum.  Og einn þeirra er óskiljanlega enn við völd.  Það dregur þó ekki sektina og svikin burtu frá núverandi sjórnvöldum í Icesave og öðru.   Og því hlýtur fólk að mega nota orð úr sjtórnarskránni sem passa við verknaðinn.   Kannski er það ofnotað þó, veit ekkert um það.  

ElleE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:28

14 identicon

Svanur, ég var að vísa í comment Guðmundar sem var þarna og er farið víst.

ElleE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:31

15 identicon

Það er athyglivert að síðuhaldari hefur ekki andlegt þrek í sér að lesa landráðalög sem ég sendi honum, sem benda eindregið til að ýmislegt hefur verið í gangi hjá stjórnvöldum sem ekki þolir nána skoðun hvað varðar þeirra aðkomu að Icesave, né ávirðingum þeirra á fyrrverandi ráðherra og embættismenn þjóðarinnar varðandi málið.   Ef sannar reynast þá hafa þeir gerst brotlegir við stjórnarskrá og klárlega þá gerst landráðamenn miðað við alvarleika meints brots.  Steingrímur J. Sigfússon hefur gengið fram manna harðast af fjölmörgum stjórnarliðum við að klína áburðinum á þessa aðila, og lítil hætta á öðru en það komi til með að draga dilk á eftir sér, og að hann og fleiri þurfa að svara fyrir dómstólum ef þeir finna ekki orðum sínum stað og kæri viðkomandi aðila.

Hér er álit Sigurðar Líndal lagaprófessors og lagaspeking Samfylkingarinnar, einmitt um þetta mál, með leyfi síðuhaldara:

"Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi.

En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið."

Getur verið að Svanur er stjórnarsinni sem er afar upptekinn við að endurskrifa söguna, hugnast ekki sannleikurinn í því starfinu og hendir þess vegna "óæskilegum" athugasemdum út?

 Ps.  Ekki bera því við að innleggið hafi verið of langt, þas. lagabálkurinn.  Flestir kunna að skrolla niður vefsíður.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:48

16 Smámynd: Brattur

Svanur Gísli, mér verður orða vant þegar ég sé sum kommentin hjá þér... hvaða illska er hlaupinn í mannskapinn ??? Ég er bara alveg sammála þér að fólk er farið að nota grófari skammaryrði en áður og er það bara þeim sem þannig skrifa bara til minnkunar... haltu þín striki þú er flottur penni með heiðarlegar skoðanir.

Brattur, 29.10.2009 kl. 22:52

17 identicon

Svanur, ég er líka alveg sammála að ljót orð eru notuð alltof oft og lýsti þarna grófu dæmi að ofan.  Og öll orðin sem þú lýstir, nema 2, eru beinlínis að mínum dómi ætluð til að meiða þó fólk geti falið sig bak við aðrar meiningar eins og Sæmundur lýsti.  En veit þó ekki hvort orðin föðurlandssvik og landráð eru ofnotuð. 

ElleE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 23:20

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Guðmundur.

Þú hefðir vel getað sett link á á lögin í stað þess að birta þau á þessum athugasemdahala. Svona gera bara trallarar. Ef þú vilt skal ég endurbirta athugasemd þína án laganna en mér sýnist samt þú hafa komið ágætlega til skila í síðust athugasemd.

Hvort ég er stjórnarsinni eða ekki skiptir engu máli hvað varðar efni pistilsins. Þú ert greinilega vanur þessu venjulega pólitísku þrasi og veist ekki hvernig á að nálgast umræðu án þess.

Út um allt net má finna bloggara sem nota orðið landráð og landráðamenn um fólk sem samt hefur farið að lögum og alþingi hefur samþykkt þessi lög. Ofnotkun orðanna hefur gengisfellt þau þannig að engum finnst neitt óviðeigandi að nota þau um hverja þá sem hann er ekki sammála. Reyndar er ég viss um að ef ekki er látið kné fylgja kviði með lögsókn, eru slíkar ásakanir léttvægar fundnar í augum flestra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.10.2009 kl. 23:52

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er sammála Svani með það að eftir því sem örvænting og varnarleysi fólks eykst í þjóðfélaginu, þá aukast fúkyrði þess í réttu hlutfalli.

Enginn þarf þó að fá fyrir hjartað við verstu bloggskrifin; það sem fólk segir úti í þjóðfélaginu (án þess að rati í skriflega geymd) er miklu, miklu verra!

Bloggarar eru bara pempíur miðað við hina.

Kolbrún Hilmars, 30.10.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband