Baka fólkið og tónlistin þeirra

Baka börnÁ regnskógasvæðinu í suðaustur Kamerún býr ættbálkur sem heitir Baka. Baka fólkið sem ekki telur fleiri en 28.000 manns, er enn á safnara og veiðimannastiginu, talar sitt eigið tungumál (Baka) , hefur sérstakan átrúnað og með honum hefur þróast frá fráær tónlist sem ég var svo heppinn að fá að hlusta á í gærkvöldi þegar ég fór á tónleika með hljómsveitinni Baka Beyond.

Meðal Baka fólksins gegnir tónlistin þýðingarmiklu hlutverki. Allt frá bernsku þróar hver einstaklingur með sér hrynjandi og þegar komið er saman til að syngja má sjá ungabörn klappa saman höndum í takt við tónlistina. Tónlist er notuð í trúarlegum athöfnum, einnig til að skila þekkingu ættbálksins, frásögnum hans og sögu til næstu kynslóðar og síðast en ekki síst til skemmtunar. Á meðal þeirra er ekki hægt að skynja að einhver einn flytji tónlistina frekar en annar, allir taka þátt. Þegar sögur eru sungnar leiðir einn sönginn en allir taka undir í viðkvæðunum sem eru ávalt rödduð og spila að auki á ásláttarhljóðfærin. 

Baka drengurTil að komast af í regnskóginum er nauðsynlegt að kunna að hlusta. Þar er sjaldgæft að hægt sé að sjá lengra en 50 metra fram fyrir sig og þess vegna reiðir Baka fólkið sig frekar á heyrn en sjón þegar það ferðast umskóginn. Hver á hefur sín sérstöku hljóð, hvert svæði í skóginum sína sérstöku ábúendur sem gefa frá sérstök hljóð , jafnvel einstaka tré er þekkt meðal fólksins og er lýst í samræmi við hljóðin sem koma frá því.

Baka fólkið hefur því afskaplega næma heyrn. Við sem búum í borgum og bæjum reynum að sigta út og heyra ekki hljóð sem eru okkur til þæginda, Baka fólkið reynir að heyra og taka eftir öllum umhverfishljóðum enda eru þau öll mikilvæg afkomu þess. Þegar kemur að tónlist er það undarvert hversu auðveldlega og fljótt það lærir nýjar laglínur.

1248606600_a5cc167aa5Baka-menn trúa því að þeir séu börn regnskógarins og að skógurinn láti sér annt um þá og sjái þeim fyrir öllu. Ef eitthvað slæmt gerist á meðal þeirra, segja þeir að frumskógurinn hafi sofnað. Til þess að vekja hann aftur nota þeir tónlist og jafnframt tak þeir gleði sína á ný. Þegar að vel gengur nota þeir einnig tónlist til að deila gleði sinni með skóginum.

Baka fólk reiðir sig á það sem finna má til átu í skóginum og það sem veiða í honum og ám hans. Þeir notað eitraðar örvar og spjót með góðum árangri á ýmsa bráð en fisk veiðir það með að blanda efni í vatnið sem eyðir úr því súrefninu þannig að fiskarnir fljóta dauðir upp á yfirborðið. Ávextir, hnetur og hunang eru einnig hluti af fæðu þeirra.

baka3Baka fólkið flytur sig reglulega um set og forðast að misbjóða náttúrunni með ofveiði eða á annan hátt. Ákvörðunin um að flytja og aðrar mikilvægar ákvarðanir sem varða allan hópinn, tekur fólkið sameiginlega.

Hljómsveitinni Baka Beyond sem ég fór að hlusta á í gærkveldi er skipuð átta meðlimum, þremur söngvurum, gítarleikara, trymbli, fiðluleikara og ásláttarhljóðfæraleikara.

Sveitin var stofnuð 1992 eftir að frum-meðlimir hennar höfðu heimsótt Baka fólkið og hrifist mjög a tónlist þeirra og menningu. Hljómsveitin flytur sambræðing af Baka tónlist og keltneskri þjóðlagatónlist sem einhvern veginn krefst þess að líkaminn hreyfi sig eftir henni á meðan hún hljómar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband