Íslendingar "ótrúlega ruddalegir"

ÞorskhausarSkýrsla Sameinuðu Þjóðanna um í hvaða löndum sé best að búa í heiminum, hefur laðað að sér ótrúlegan fjölda athugasemda á vef BBC (have your say) þar sem fólk hvaðanæva úr heiminum lætur í ljós skoðanir sínar á málinu.

Fróðlegt er að lesa hvað fólk hefur að segja um Ísland sem var í fjórða sæti á listanum, en þess ber að gæta að stuðst var við hvernig ástandið var í löndunum 2007.

Í athugasemdum sínum byrjar fólk oft á að útnefna það land sem það vildi helst búa í og af þeim löndum sem eru í efstu sætunum hefur Kanada án efa vinninginn.

Hér koma nokkrar athugasemdir sem lúta að Íslandi úr hinum heljarlanga athugasemdahala á BBC .

Ísland.....Vegna þess að mér finnst það einangrað og að því er virðist ríkja sterk samfélagskennd.  Owen, London

Noregur eða Ísland? Vitið þið hvað bjórinn kostar þarna?  Will Story

Ég bjó á Íslandi í níu ár og ég skil ekki hvers vegna Ísland þykir góður staður til að búa á. Landslagið er auðn, veðrið er stormasamt, grátt  og regnið fellur lárétt, (hljómar ótrúlega en það er satt.) Fólkið er ótrúlega ruddalegt og kann ekki lágmarks kurteisi. Heilbrigðiskerfið þar fær þig til að skilja hversvegna Ameríkanar eru svona hræddir við það sem Obama er að reyna að koma á í Bandaríkjunum. Eiginmaður minn og barn eru í heimsókn á Íslandi þessa dagana en ég vildi ekki fara. Jennie, Hampstead, QC, CANADA

Noregur? Ástralía? Ísland?  Á þetta að vera brandari. Noregur er leiðinlegur, Ástralía of heit og af langt í burtu frá öllu öðru og Ísland er blankt. - Ég mundi ekki vilja búa utan Evrópu. Mér líkar ágætlega við Bretland en hefði ekki á móti því að búa dálítið sunnar. Katherine, Cheshire

Ísland? Land hvers efnahagur hefur algerlega hrunið á síðastliðnu ári finnst mér ekki vera eftirsóknaverður staður að búa á. Walter, Buckinghamshire

Ég hélt að Ísland væri gjaldþrota. Paul M, Staffs, UK


Aðeins efnahagslega, ólíkt Bretlandi sem er siðferðislega, pólitískt séð, samfélagslega og efnahagslega gjaldþrota.  Steve HadenoughSouth Shields, United Kingdom


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta er allt satt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.10.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...samt vil ég búa hér! Það er svo margt sem ekki er hægt að nefna!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.10.2009 kl. 01:19

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætli við gætum ekki líka fundið eina kellingu hér, sem finnst það sama um breta? Jafnvel eina á hverja þjóð. Finnst þetta tæpast efni í fyrirsögn. Hálfgerður sensationalismi hjá þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2009 kl. 03:35

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Svanur sæll,

Veit að þú hefur búið í Kanada og hefur þess vegna upplifað þá þjóð í návígi.  Nú býrð þú í Bretlandi og getur líklega sagt sitt á hvað um þá upplifun.

Bæði þekkjum við Ísland í nábúð og fjarbúð.

Ég á, eftir 11 ára búsetu hér í Kanada á erfitt með að lýsa þeirri upplifun öðru vísi en að hér býr einstaklega hlýlegt fólk, kurteist af eindæmum, stolt af uppruna sínum sem iðulega er frá Evrópu og ófáir tengdir Íslandi, skemmtilegt, fjölskylduvænt og áhugasamt í einlægni af högum og hagsæld vina og vandamanna.  Svo er veðrið og náttúran hér í skjóli Klettafjalla ólýsanleg með afbrigðum.

.....  Er það fjöllin eða hafið sem að laðar mig þar að, eða er það kannski fólkið á þessum stað .....    Allt þetta, og þrátt fyrir "koppaþefi" landans sem þú lýstir skemmtilega fyrr í dag, þá er þetta svoldið eins og að glíma við óþekka krakkann sem manni þykir vænst um, þegar Ísland ber á góma.

Fæ samt alltaf nettan hroll þegar afgreiðslukonan leggur frá sér farsímann og skundar að afgreiðsluborðinu og spyr með þjótti: "hvavarða?"  Þetta gerist bara á Íslandi og umferðarmenningin er ennþá ekki hægt að kenna við "menningu".

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.10.2009 kl. 04:53

5 identicon

Jón Steinar Ragnarsson skrifar:

"Ætli við gætum ekki líka fundið eina kellingu hér, sem finnst það sama um breta? Jafnvel eina á hverja þjóð. Finnst þetta tæpast efni í fyrirsögn. Hálfgerður sensationalismi hjá þér."

Halló!!  Thetta er blogg...eins og höfundurinn viti ekki af thví ad ekki sé haegt ad segja thetta um adrar thjódir.

Vidkvaemni thín má ekki snúast í árásargirni, Jón

Jenný..ég tel framkomu thjónustufólks á Íslandi mjög góda í lang flestum tilfellum.  Sérstaklega er thjónustulund bankafólks til fyrirmyndar á Íslandi.  Einstaka undantekningar frá thessu en thaer eru mjög óvenjulegar.  Almennt séd eru íslendingar mjög hjálpsamir gagnvart útlendingum...nokkud sem útlendingar kunna ad meta og tala um.

Annars er ég mjög hrifinn af Kanada og tel thad vera fyrirmyndar thjódfélag og miklu ákjósanlegra land ad búa í en t.d. USA.

Umbertó Pjé (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 09:06

6 identicon

Átti ad vera:

Halló!!  Thetta er blogg...eins og höfundurinn viti ekki af thví haegt sé ad segja thetta um adrar thjódir.

Umbertó Pjé (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 09:09

7 identicon

Átti ad vera:

Halló!!  Thetta er blogg...eins og höfundurinn viti ekki af thví AD haegt sé ad segja thetta um adrar thjódir.

Umbertó Pjé (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 09:10

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég fékk nokkrar athugasemdir frá Norðmönnum í gær, en þeim þótti þetta ótrúlegt. Ég sagði þeim að enn væri ástandið svipað á Íslandi og það var árið 2007, en hins vegar er árið sem AGS gaf okkur liðið, og spurning hvort að okkur takist að halda vel í taumana á næstu mánuðum.

Hrannar Baldursson, 7.10.2009 kl. 10:14

9 Smámynd: Óli Garðars

Ég skakklappaðist líka í gegnum þennan ógnarlanga athugasemdalista á BBC í gærkveldi, með öðru auganu.

Rauði þráðurinn í svörunum var "Heima er best", hvort sem "heima" var í Yola í Nigeríu eða Vancuver í Kanada.

Óli Garðars, 7.10.2009 kl. 15:25

10 Smámynd: Rebekka

Þetta er samt satt með kurteisina...  Mín tilgáta er sú að það er vegna þess að við erum svo fá og komum þess vegna fram hvert við annað eins og fjarskylda fjölskyldumeðlimi, haha.

Rebekka, 7.10.2009 kl. 15:42

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Umberto: Er eitthvað bergmál hérna...erna....erna...erna....

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2009 kl. 17:11

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ruddaskapur íslenskra stafar að hluta til af því að tillitssemi og agi er ekki partur af uppeldinu. Að hluta til vegna skorts á kurteisisávörpum í tungumálinu. Mörgum þykir "Viltu gjöra svo vel" of gamaldags og hallærislegt til hvunndagsbrúks.

Víða flækist frómur, bablandi á skólatungumálaþekkingunni, en kemst býsna langt á því að kunna "S´il vous plaît", "Bitte", "Please", "Por favor", og svo framvegis.

Kolbrún Hilmars, 7.10.2009 kl. 18:14

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kolbrún; Ég er nú nokkuð sammála þessari greiningu :)

Jón Steinar; Jamm kannski var þetta dáldið senseisjónalt, en eins og Umberto bergmálar ;) er þetta nú einu sinni blogg :) - En ég er mjög hrifinn af Kanada líka. Ég bjó þar í fjögur ár og líkaði vel.

Þakka athugasemdirnar frá Rebekku, Óla Garðars, Hrannari, Jenný og Önnu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.10.2009 kl. 20:05

14 Smámynd: Hörður Þórðarson

Glöggt er gests augað. Þegar íslendingar fara að skilja að það eru til mikilvægari hlutir en að dansa í kringum gullkálfinn, til dæmis að ala upp börn og kenna þeim góða siði, þá býst ég við að þessi ruddaskapur hverfi.

Hver getur búist við að börn sem alast upp við það að vita ekki hvenær foreldrarnir koma heim og hvort einhver gefur þeim að borða eða ekki verði góðir og kurteisir þjóðfélagsþegnar? Þegar fólk fer að skilja að börn og uppeldi þeirra er mikilvægara en nýr bíll, flatskjár og rándýrar innréttingar, þá batnar þetta.

Synd að það skyldi þurfa að verða efnahagslegt hrun á Íslandi til að opna augu fólks fyrir sjálfsögðum gildum.

Hörður Þórðarson, 7.10.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband