Þá hlógu allir í helvíti

Arctic_trucks_High_Mobility_Multi_Purpose_G290_wheeled_vehicle_Eurosatory_2008_002Ísland og íslendingar er óðum að missa sakleysi sitt. Vígin falla eitt af öðru fyrir því sem hjörtun þrá, peningum.

Við höfum lengi óhreinkað sál og orðstý landsins með að nota hreina orku þess til að framleiða ál, m.a.  fyrir hergögn, orðið rík þegar ófriður geisar og verðið hækka og snúið okkur undan í ólund þegar friðsamt var, því þá lækkaði álverðið aftur.

Bein þátttaka landsins í styrjöldum þótti eitt sinn fjarlægur möguleiki. Svo gerðist Ísland aðili að árásarstyrjöld í von um að geta mjólkað Bandaríkjaher dálítið lengur, en það reyndist á endanum vafurloginn einn. Samt tókum við þátt í flytja hergögnin, sendum Herdísi hermann til að herja og leyfðum flugvélum á leið að sprengja Íraka að millilenda hér.

Nú höldum við áfram að kanna þennan dimma veg sem stríð og átök heimsins eru og spreytum okkur á hergagnagerð. Þetta eru sérstakir bílar fyrir norska herinn til að nota í austurlöndum. Loksins fannst iðnaður sem er landi og þjóð sæmandi, og arðvænlegur líka. Miklar vonir bundnar við að fleiri vopnaskakarar bíti á krókinn. Enn er það náttúra Íslands sem er dreginn upp úr svaðinu með að nota hana til að prófa stríðs-djásnin. Nei, þetta eru  ekki morðtól, kunna sumir að segja. Þá hlógu allir í helvíti. 

Auglýsing frá Arctic Trucs sem birtist m.a. á þessari hergagnasölusíðu.

Arctic Trucks offer a range of modifications for 4x4 light wheeled vehicles for special missions as Medevac, patrolling, MP, law enforcement, liaison, escort, EOD services, dog transport and so forth. Arctic Trucks modifications enhance extreme off-road mobility for military organizations, humanitarian aid, rescue organizations and companies who must be able to operate in complex environments under the most rigorous conditions. One of the 4x4 modification is the High Mobility Multi Purpose G290 light wheeled vehicle. The G290 is one of the world's most sold vehicle for military purposes in its class. The rigid chassis and drive line allows large wheels to be fitted, thus improving the mobility greatly. The basic construction of the G-class, combined with accessibility of spare parts world wide, makes the G-class superb as a platform for military purposes. The High Mobility editions are combat proven in many operations and over many years with excellent results.

 


mbl.is Íslendingar selja norska hernum sérútbúna jeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sakleysi er nú eitthvað orðum aukið. Ísland hefur um aldaraðir stundað hergagnaframleiðslu og blóðsúthellingar. Svo ekki sé minnst á hernaðartengda nýtingu á öðrum voruflokkum eins og t.d. ullarsokkum og vettlingum, sem reyndust hinum konunglega danska her einstaklega vel á sínum tíma.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 12:07

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ekki má gleyma framlagi Íslands til Gulagsins, Síld og ullarteppi. Eða hergagnaframleiðslu fyrir Norsku neðanjarðarhreyfinguna í seinna stríði.

Við erum náttúrulega ,,stórveldi" í hernaði og óhamingju heimsins !

Börkur Hrólfsson, 9.9.2009 kl. 12:22

3 Smámynd: Mofi

Einka aðilar hljóta nú að mega selja sína framleiðslu án þess að það varpi skugga á land og þjóð. Ekki sanngjarnt að bera þetta saman við árásina í Írak.

Mofi, 9.9.2009 kl. 13:01

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það verður nú að draga mörkin einhversstaðar. Ég dreg þau við vöru sem er beinlínis auglýst sem hergögn eða til hergagnaframleiðslu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2009 kl. 13:09

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi; Sanngjarn spyrð þú. Hergagnaiðnaðurinn er tvímælalaust skítugasti bisnisinn í heiminum. Hann fóðrar sjálfan sig á mannsali og eiturlyfjaneyslu. Hvar setur maður mörkin???

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband