Það sem ég held um hamingjuna; heimatilbúin heimspeki.

Hver sem við erum, hvað sem við gerum , eigum við eitt sameiginlegt; við erum öll að eltast við hamingjuna. Ég geng að því sem gefnu að mismunandi skilningur sé lagður í hugtakið "hamingja" en ég geng líka að því sem gefnu að við þráum öll hugaró, velværð og góða heilsu. Það er vissulega hluti af hamingjunni.  

Japönsk stelpaÉg held að hamingja allra standi á þremur stöplum. Þeir eru þessir; sköpun, þjónusta og þekking. Með þessu er ég ekki að meina bara eitthvað, heldur nákvæmlega það sem orðin þýða.

Ég held að enginn geti verið hamingjusamur án þess að skapa eitthvað. Flestir eru sí skapandi, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Auðvitað er listræn sköpun hluti af jöfnunni en ég á fyrst og fremst við hversdagslega hluti eins og matseld, sem er afar skapandi og getur verið afar listræn. Að þvo og strauja þvotta er líka list og mikil sköpun æi því ferli fólgið. Jafnvel að þrífa sjálfan sig og umhverfi sitt heyrir undir sköpun.

Ég held lík að enginn geti orðið hamingjusamur án þess að þjóna einhverju eða einhverjum. (Ég gæti alveg eins notað orðið að elska í staðinn fyrir að þjóna) Margir finna hamingju í að þjóna ástvinum sínum, fjölskyldu sinni eða jafn vel samfélaginu. Sumir setja markið enn hærra og þjóna heiminum. Ef þeim tekst það verða þeir hamingjusamastir allra. Svo eru aðrir sem þjóna bara sjálfum sér og eignum sínum. Þeir eru óhamingjusamastir allar.

Ég held að engin geti verið hamingjusamur án þess að þekkja, sig, umhverfi sitt, fjölskyldu sína og umheiminn. Þekkingarþörfin gerir okkar að mönnum og virkar eins og óseðjandi fíkn. Við þurfum stöðugt að vita, jafnvel það sem ekki er hægt að vita. En þekkingaröflunin gerir okkur samt hæfari, betri og hamingjusamari persónur. Þetta er það sem ég held um hamingjuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Blessaður Svanur,

Mér finnst þetta afar áhugaverð hugtakanotkun: sköpun, þjónusta og þekking. Þú kannt vonandi að meta það að kennslufræðin sem ég lærði í USA byggir á þessum undirstöðuhugtökum, en hefur bara verið kölluð öðrum nöfnum.

  • Sköpun = Skapandi hugsun = Creative Thinking
  • Þjónusta = Umhyggja = Caring Thinking
  • Þekking = Gagnrýnin hugsun = Critical Thinking

Þetta er nákvæmlega það sem barnaheimspekingar vilja kenna í grunnskólum og framhaldsskólum, en virðist því miður afar erfitt að koma inn í kerfið, enda töluverð list að kenna heimspeki svo að vel takist til.

Ég er innilega sammála þér, og það er greinilegt að þú hefur kafað djúpt í leit að svörum, og komist töluvert áleiðis. 

Með góðri kveðju,

Hrannar

Hrannar Baldursson, 9.8.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fallega hugsuð grein. Mín heimatilbúna heimspeki er sú að hamingjan sé ekki maarkmið eða áfangastaður heldur felist hún í ferðalaginu.  Allt sem þú nefnir er hluti ferðarinnar og auðgar hana. Hvort það hefur tilgang utan manns sjálfs er tilviljunum háð.

Ætli hamingjan sé ekki bara akkúrat hér og nú. Hér og nú skortir mig ekkert og ég þarf hvergi annarstaðar að vera.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.8.2008 kl. 04:58

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er með fallegustu færslum sem ég hef séð lengi á bloggi, Svanur Gísli! bara svo þú vitir það! Blessaður farðu ekki að spyrja hvers vegna, það endar bara með langlokusvari sem hvorki þú nennir að lesa eða ég að skrifa....

Ég skal útskýra það nánar. Fegurðinn stendur í að yfirleitt hugleiða þetta svona til að byrja með..

Skritið að þú skyldir setja næstum mynd af konunni minni þarna. Næstum. Konan mín er fallegri og er þessi á myndinni samt mjög falleg. 

Fallegt líf er oftast "heimatilbúið". Hvernig ætti það annars að vera? Hamingja er upplifun sem hverki er hægt að búa til nema heima hjá sér. Hamingja fer mikið eftir því sem maður gerir, segir og áorkar. Svoleiðis skil ég alla vega hamingju.

Þarfur pistill og mætti vera meira í þessum dúr á blogginu.

Svo þetta:

  • Sköpun = Skapandi hugsun = Creative Thinking
  • Þjónusta = Umhyggja = Caring Thinking
  • Þekking = Gagnrýnin hugsun = Critical Thinking
  • Ást = Geðveik hugsun = Engin lógik = No Thinking
  • Hamingja = ???? bara vera?

Óskar Arnórsson, 9.8.2008 kl. 10:23

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Óskar, taktu eftir því sem Svanur segir: "Ég gæti alveg eins notað orðið að elska í staðinn fyrir að þjóna."

Svo er orðið 'hugsun' ekkert heilagt, og spurning hvað það þýðir í raun og veru.  Þið eruð frábærir. 

Hrannar Baldursson, 9.8.2008 kl. 10:51

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Svei mér þá, Svanur, þú ert æði.... frábærar pælingar.

Marta Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Gulli litli

Djúpur að venju..

Gulli litli, 9.8.2008 kl. 11:29

7 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Alltaf gaman að svona pælingum.

"Sköpun, þjónusta og þekking". Þetta eru asskoti víðtæk hugtök. Er hægt að finna einhvern einstakling, sem ekki stundar þetta þrennt að einhverju leyti? M.ö.o. er ég að segja, að skv. þessari skilgreingu séu i reynd alllir hamingjusamir.

Ketill Sigurjónsson, 9.8.2008 kl. 12:32

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er eitt að skapa, þjóna og þekkja, annað að gera það vel.

Hrannar Baldursson, 9.8.2008 kl. 12:42

9 Smámynd: Brattur

Góður pistill... veit ekki alveg hvort við erum alltaf að eltast við hamingjuna... en einhvers staðar stendur eitthvað á þessa leið; ef hamingjan staldrar við á leiðinni til þín, gakktu þá á móti henni... þetta þýðir að mínu vita að hver og einn verðu að hafa fyrir því að vera hamingjusamur. Hamingjan dettur ekki bara upp í fangið á manni... 

... hvenær er maður hamingjusamastur... jú, er það ekki þegar maður hefur glatt einhvern annan?

Brattur, 9.8.2008 kl. 17:36

10 identicon

Fín færsla Svanur..

Svanur: Ég held lík að enginn geti orðið hamingjusamur án þess að þjóna einhverju eða einhverjum.

Svo fremi að ekki sé um ímyndaðan vin að ræða

Tinni (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 20:51

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er vel upplagt og líklega hárrétt hjá þér.  Það yrði óttalega leiðinlegt að eyða ævinni í það að einungis gera sjálfum sér til hæfis! 

Rúna Guðfinnsdóttir, 9.8.2008 kl. 21:22

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hrannar er einn af bestu "pælurum" á jörðinni! Og ég meina það..

Óskar Arnórsson, 9.8.2008 kl. 22:23

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar. Nú roðna ég niður í tær.

Hrannar Baldursson, 9.8.2008 kl. 22:29

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svanur Gísli er bara venjulegur heimspekingur...

Óskar Arnórsson, 9.8.2008 kl. 23:13

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sagði ekki slogan Hard Rock Café...Love all, serve all?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 03:33

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að elska er að hafa í huga. Það á líka við andstæðuna, en hún er miklu sársaukafyllri, auk þess ún dregur úr mönnum mátt á meðan Ástin nærir og eykur mönnum móð.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 03:36

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka öllum fínar athugasemdir.

Ég held :) að það væri ekkert vitlaus hugmynd Hrannarað kenna þessa afstöðu til lífsins (og dauðans) í skólum. Ef það er byrjað á því í USA þá more power to them.

Bæði Brattur og Jón Steinarkoma inn á þá staðreynd að " lífið er það sem gerist á meðan vð erum að bíða eftir að eitthvað gerist " og/eða að förin/leitin/augnablikið sé viðfangsefnið sem gefur af sér, frekar en verðlaunafhendingin að loknu hlaupinu. (you get pie in the sky when you die)

Ketillkemur inn á afar mikilvægan punkt, eða hversu nothæf eru altæk hugtök? Í stuttri grein eins og þessari hjá mér, þar sem stórum órökstuddum fullyrðingum er hent fram, verður maður að sætta sig við að vera yfirborðskenndur. Það þýðir ekki endilega að fullyrðingarnar séu rangar eða ónothæfar vegna þess hversu altækar þær eru, en það þýðir að þær þurfa frekari skilgreiningu. Hrannar bendir strax á eina, muninn á að gera eitthvað vel og bara...sem hefur með viðhorf okkar að gera. Ég ýja að þessu í tenglum við þjónustuna, að það skipti máli hverju þú þjónar og Tinni síðan segir sína meiningu á því. -

Ég setti þessa mynd þarna Óskaraf því mér fannst þessi stúlka líta út fyrir að vera hamingjusöm, hafa þannig geislun eins og stundum er sagt. Fegurð og hamingja fylgjast alltaf að.

Marta, Gulli og Rúna, takk.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.8.2008 kl. 07:41

18 Smámynd: Hrannar Baldursson

Svanur: Þeir sem fylgja því að kenna börnum heimspeki til að þroska skapandi, gagnrýna og umhyggjusama hugsun eru því miður í afar miklum minnihluta, bæð í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum.

Það er ágætur slíkur hópur til hérna á Íslandi, en þar sem það eru varla til öfgar í okkar hóp, og það eina sem við viljum í raun og veru er að koma heimspekifræðslu inn í skólakerfið, tekur nánast enginn eftir okkur. 

Hrannar Baldursson, 10.8.2008 kl. 10:02

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sammála Hrannar! Þú kannt að koma orðum að, seigi ég nú bara..

Óskar Arnórsson, 10.8.2008 kl. 10:50

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Hrannar. Hver er þessi hópur?

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.8.2008 kl. 11:55

21 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Svanur, þessi hópur er um 10 manna stór. Eru þetta heimspekingar og kennarar sem hafa áhuga á að kenna heimspeki á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Í hópnum, sem reyndar hefur ekki verið að hittast nógu reglulega hér á Íslandi eru, til að nefna einhverja sem hafa menntað sig á þessu sviði: María de los Angeles Alvarez Laso, Hreinn Pálsson, Brynhildur Sigurðardóttir, Sigurður Björnsson, Skúli Pálsson, Jóhann Björnsson, Róbert Jack og fleiri. Guðrún Eva Mínvervudóttir hefur einnig tekið þátt með að skrifa heimspekilegar smásögur fyrir börn sem síðan má nota í kennslustundum.

Hrannar Baldursson, 10.8.2008 kl. 17:44

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

...mættir bæta við Alexander Markus Phd. við...hann er heimspekingur, prófessor og geimvera! Eg hlustaði á hann á fyrirlestri og eftir korter trúði ég hverju orði sem hann sagði...merkileg fígúra og góður maður. Ég talaði við hann eftir fyrirlesturinn og spurði hann aftur hvort hann trúi því sjálfur að hann væri geimvera! Hann spurði tilbaka hvort ég þekkti nokkurn sem ekki væri það!..Sniðugt svar alla vega þó ég skilji bara helminginn af því...

Óskar Arnórsson, 10.8.2008 kl. 19:10

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka þér þetta Hrannar. Afar áhugavert. Hefur þessi hópur nafn, stjórn o.s.f.r. ?

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.8.2008 kl. 19:24

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óskar; Hver er Alexander Markús?

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.8.2008 kl. 19:25

25 Smámynd: Hrannar Baldursson

Svanur: ekkert nafn, engin stjórn.

Hrannar Baldursson, 10.8.2008 kl. 21:39

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svanur! Hann er sænskur prófessor og Phd. sem er búin að fá mörg verðlaun fyrir bækur og friåarverlaun äut um allt.

Bækurnar "Satan är dagens man" og "Kvantmänniskan" eru þess virði að einhver þýddi þær yfir á íslensku.  Hann er m.a. "Kvantfyseolog" Skammtafræðingur eða Segulaflsfræðingur.

Hann segir að framtíða læknisfræði muni byggjast á segulaflsfræði og nútíma læknisfræði sé eiginlega fornleifafræði...

..Googlaðu honum bara upp Svanur og það finnst heilmikið um þennan merkilega mann á netinu.. 

Óskar Arnórsson, 11.8.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband