Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?

Sumir kristnir segja, vonandi í stundar hugsunarleysi, "Allah er ekki Guð." Fyrir utan að slíkt er álitið argasta guðlast af múslímum, er svolítið erfitt að átta sig á hvað kristnir eiga við. Allah er fyrst og fremst arabíska orðið fyrir Guð. Það þýðir "Guð". 

Þessar deilur minna óneitanlega á atburðina sem áttu sér stað í fyrstu krossferðinni sem náði að komast alla leið til landsins helga fyrir næstum 1000 árum. Þegar að kristnu krossfararnir riðu vestur af Tíberaís á leiðinni til Jerúsalem birtist nokkuð stór hópur reiðmanna sem hraðaði sér til þeirra. Þegar þeir komu nær, sáu krossfararnir á klæðum þeirra að þarna voru greinilega Arabar á ferð. Krossfararnir gerðu þegar gagnárás og brytjuðu þessa Araba niður í spað á stuttri stundu. Seinna kom í ljós að þetta voru í raun kristnir menn sem lengi höfðu búið í Palestínu og ætluðu sér að ganga í lið með krossförunum.

Í sumum íslömskum löndum þar sem Biblían hefur verið gefi út er notast við önnur orð fyrr guðdóminn t.d. á Farsi og Urdu. En löngu áður (allt að fimmhundruð árum) en Múhameð fæddist, var orðiðAllah notað, bæði af kristnum og gyðingum sem landið byggðu, yfir GUÐ.  Ef Allah er ekki GUÐ, til hvers hafa þá kristnir og gyðingar í Arabíu beðið í gegn um aldirnar? 

Í dag eru á milli 10 og 12 milljónir Araba kristnir. Þeir hafa ákallað Allah í biblíutilvitnunum sínum, sálmum og ljóðum í meira en 19 aldir. Hverskonar móðgun er það að segja þá tilbiðja falsguð? Í stað þess að byggja brýr á milli kristinna og múslíma, gröfum við gjár á milli fólks, með slíku tali. Þeir sem samt þrjóskast við og segja Múhameð boða trú á falsguð sem hann gaf nafnið Allah,ættu t.d. að hyggja að því að jafnvel faðir Múhameðs hét Abd Allah (Þjónn Guðs) og honum var gefið nafn löngu áður en sonur hans fæddist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott færsla en þetta er eitt af því sem mér finnst fyndnast og sorglegast við málflutning sumra kristna manna...

Bestu kveðjur,
Jakob

. (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka innlitið Jakop og Henry.

Gott að heyra það frá þér Henry að þú ert sammála. Væri betra ef fleiri tækju þig til fyrirmyndar :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.3.2008 kl. 00:50

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Athyglisverð færsla, hér er e-mailinn minn sem þú spurðir um; georgpetur@visir.is

Georg P Sveinbjörnsson, 18.3.2008 kl. 11:03

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Góður pistill og athyglisverður. Bara til gamans þá er langafi þinn Kristján Gíslason líka langafi konunnar minnar.

Gunnar Skúli Ármannsson, 19.3.2008 kl. 19:51

5 Smámynd: Halla Rut

Góður pistill og ræðandi sem fyrr. En segðu mér enn frekar hvar búa þeir Kristnu Arabar helst.

En þú sagðir: "Í dag eru á milli 10 og 12 milljónir Araba kristnir"

Halla Rut , 21.3.2008 kl. 18:14

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Halla Rut

Langflesta þeirra kristinna manna sem tala Arabísku að móðurmáli er að finna í Líbanon, Sýrlandi, Ísrael og Palestínu. Þá er einnig að finna kristna Araba (af arabískum ættum) í mörgum löndum suður Ameríku s.s. Argentínu, Brasilíu og Kólumbíu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2008 kl. 18:26

7 Smámynd: Halla Rut

Það vann eitt sinn hjá mér ungur maður (væntanlega Arabi) frá Líbanon sem var kristinn. Honum var nú ekki mikið gefið um samlanda sína sem voru Íslam hliðhollir. En hann sjálfur var fínn, lærði Íslensku vel og féll vel að samfélaginu. Hann bjó hér í fimm ár og fékk sinn Íslenska passa og flutti svo til London. Ég spurði hann af hverju hann vildi endilega fá Íslenskan passa og svaraði hann þá: I am tierd to go to the airport as an Arab and everyone thing that I have a bom in my bag. (þetta var áður enn hann lærði Íslensku, auðvitað).

Halla Rut , 21.3.2008 kl. 20:36

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er ekki hissa á þessum á þessum unga manni og finnst hann hafa verið afar skynsamur eins og staðan er orðin í heiminum í dag.

Hér í Bretlandi eru þeir nú að kynna til sögunnar löggjöf sem mun gera öllum Asíumiðaustur-landa búum skylt að fara í röð á flugvöllum sem fer í gegn um sérstakt öryggistékk. Aðrir fara í aðra röð sem hleypir þeim fljótar í gegn. Á meðan við leitum stöðugt að tæknilegum lausnum að andlegum og félagslegum vandmálum munum við aldrei komast fyrir vandann, hvorki hér né annarsstaðar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2008 kl. 23:38

9 Smámynd: Jens Guð

  Flott pæling.

Jens Guð, 22.3.2008 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband