11.2.2008 | 01:44
Tahirih
Vers Súru Kóransins hljómar svo:
"Ó þið sem trúið. Komið ekki í híbýli spámannsins til að matast fyrir utan viðeigandi tíma, nema að þið hafið fengið til þess leyfi. En ef ykkur hefur verið boðið, komið þá og þegar máltíðinni er lokið, hverfið þá á braut. Staldrið ekki við til samræðna, því það veldur spámanninum ama og að byðja ykkur um að fara er honum feimnismál; en Guð er ekki feiminn við sannleikann. Og þegar að þið byðjið konur spámannsins um eitthvað, gerið það handan tjalds. Þetta er hreinna fyrir ykkar hjörtu og þeirra."
Þessi einföldu tilmæli Múhameðs til fylgjenda sinna áttu eftir að hafa víðtæk áhrif. Um leið og hann dróg eðlileg efnisleg mörk milli fjölskyldu sinnar og átrúendanna lagði hann félagslegan grundvöll að aðgreiningu stétta og aðgreiningu kynjanna. Tjaldið sem að greina átti vistarverur kvenna spámannsins frá almúganum var fljótlega fært að andliti þeirra og blæjan sem var í fyrstu vernd þeirra og skjól, varð að tákni stöðu þeirra í samfélaginu. Í 33. Versi 35 súru er sú staða skírð. " Karlmenn eru verndarar og forsjáendur kvenna. Vegna þess að Guð hefur gefið öðru þeirra meira en hinu og vegna þess að þeir sjá fyrir fyrir þeim með getu sinni. Þess vegna eru réttsýnar konur innilega undirgefnar og gæta þess í fjarveru þess sem Guð ætlar þeim að gæta."
Æska
Árið 1814 fæddist í borginni Qazvin í Persíu, stúlkubarn sem gefið var nafnið Fatíma Zarrin Táj Baraghání (þ.e. af Baraghání ætt) Eftirnafn hennar var Umm Salma. Faðir hennar Mullá Muhammad Sálih og bræður hans tveir Muhammqad Taqí og Mullá ´Alí þeirra yngstur, voru af hinni voldugu klerkastétt Islam. (ulama) Þeir bræður höfðu fluttst einhverntíman á fyrsta áratug nítjándu aldarinnar frá Baraghání, litlu þorpi austur af Qazvin til borgarinnar til að freista þess að komast þar til auðs og áhrifa. Qazvin var um þessar mundir mikilvæg verslunarborg og bræðrunum frá Baraghání vegnaði þar vel. Þeir komust fljótt til metorða og hreiktu sér stundum af því að njóta til þess fulltingi sjálfrar konungshirðarinnar í Teheran höfuðborg Persíu.
Flest stúlkubörn sem fæddust í Persíu á þessum tíma gátu ekki vænst þess að líf þeirra yrði á nokkurn hátt viðburðaríkara en kynsystra þeirra á íslömskum menningarsvæðum í aldana rás. Stúlkur nutu svo til engrar menntunar og þurftu að beygja sig undir strangar reglur samfélagsins sem mótaðar voru af vilja og skoðunum karlmanna í einu og öllu. Í raun voru konur miklu nær því að vara ambáttir en frjálsar manneskjur. Bæði Fatíma og yngri systir hennar Marziya voru aldar upp af miklum trúaraga þó þær nytu um leið áhrifa og ríkidæmis fjölskyldu sinnar. Snemma fór að bera á eiginleikum í fari Fatímu sem urðu til þess að faðir hennar, sem virðist hafa haft óvenju frjálsleg viðhorf til menntamála, féllst á að setja stúlkuna til mennta. Undir umsjón hans sjálfs og bræðra hans nam Fatíma grundvallaratriðin í guðfræði og trú-réttarfræðum þeirra tíma en las auk þess sígildar bókmenntir. Hæfileikar hennar til náms þóttu bera vott svo mikillar skarpskyggni að faðir hennar lét hafa eftir sér að "ef hún væri karlmaður hefði hún lýst upp hús hans og orðið verðugur arftaki hans". Bróðir hennar Abdu´l-Vahhab segir svo frá gáfum hennar: "Enginn okkar, hvorki bræður hennar né frændur, voguðu sér að tala þegar hún var viðstödd, slík ógn stóð okkur af lærdómi hennar. Ef við áræddum að bera fram tilgátu varðandi umdeild atriði kenningarinnar, leiðrétti hún villu okkar með svo skýrum, greinilegum og sannfærandi rökum, að við gáfumst þegar upp ringlaðir og orðvana"
Gifting
Þrátt fyrir óvenjulegar gáfur og hæfileika varð Fatíma 14 ára gömul að beygja sig undir vilja fjölskyldu sinnar og giftast frænda sínum Mullá Muhammad Baraghání, sem var sonur Muhammads Taqí föðurbróður hennar. Muhammad Taqí var um þessar mundir orðinn einn af aðal trúarleiðtogum Islam í Qazvín og sóttist mjög eftir áhrifum og völdum. Faðir Fatímu, Muhammad Sálih hneigðist hinsvegar til fræðimennsku, einkum á seinni hluta ævi sinnar. Honum er lýst af samtímamanni sem "ósveigjanlegum og stöðugum á vegi hins góða og andstæðingi hins illa". Yngsti bróður þeirra Mullá ´Alí gerðist hinsvegar fylgismaður Ahsá´í hreyfingarinnar sem mjög lét að sér kveða í Persíu um þessar mundir. Ahsá´í hreyfinginn var kennd við Shaykh Ahmad-i-Ahsá´í (1756-1825) sem yfirgefið hafði fjölskyldu sína sem bjó á Bahrayn-eyjum í Persaflóa til að stofna hreyfingu þessa. Höfuðstöðvar hennar setti hann niður í Karbalá í Írak í grend við helgastu grafhýsi Islam, þar sem hann stofnaði fræðasetur (´Atabát) sem hafði að aðal-markmiði að kryfja til mergjar leyndardóma Islam um endurkomu Qá´im, hins lofaða allra tíma. Eftirmaður hans og samstarfsmaður Siyyid Kázim Rashtí, vann kenningum og fræðasetri Ahsá´í virðingu og mikið fylgi um gjörvalla Persíu.
Karbalá
Með manni sínum fluttist Fatíma til Karbalá í Írak (Þá hluti af Tyrkjaveldi) þar sem hann skyldi nema guðfræði við frægustu og bestu guðfræðiskóla Islam. Bæði faðir hans og frændur höfðu þegið menntun sína í þessum skólum. Í Karbalá bjuggu hjónin í nær 13 ár. Þrátt fyrir þrálátt ósætti milli þeirra, ól Fatíma manni sínum tvo syni, Ibráhim og Ismá´íl og eina dóttur en nanfns hennar er hvergi getið. Hugur Fatímu var þó stöðugt bundinn við andleg hugarefni og hún fann þeim farveg m.a. í skáldskap. Ljóð hennar eru flest hver dulúðug og magnþrungin lofgjörð til Guðs og bera vitni einstæðum gjörfuleika hennar í alla staði. Þeir sem hittu hana létu í ljós undrun sína yfir því " að svo fögur kona væri svo vel að sér í arabískum bókmenntum, gæti munað orðrétt trúarhefðirnar og túlkað leyndardóma versa Kóransins". Dag einn er hún var í heimsókn hjá móðurbróður sínum, Mullá Jawát Valíyání að nafni rakst hún á í bókasafni hans rit eftir Shaykh Ahmad-i-Ahsá´í. Meðal þeirra sem laðast hafði að kenningum hans var, eins og áður er getið, Mullá ´Alí yngsti föðurbróðir Fatímu. Fjölskyldu Fatímu var því fullkunnugt um hinar merkilegu guðfræði rannsóknir Shaykh Ahmad-i-Ahsá´í og Siyyid Kázim Rashtí en skiptist nánast í tvo hópa, með og á móti þeim. Fatíma bað Mullá Jawát Valíyání um að fá að taka með sér ritin heim til aflestrar en hann brást reiður við. Kvað hann föður hennar vera andstæðing þessara tveggja manna og ef hann fengi veður af því að hún sýndi kenningum þeirra áhuga, myndi hann örugglega láta reiði sína bitna á sér og baka henni sjálfri ómælda erfiðleika. Fatíma svaraði; " Í langann tíma hefur mig þyrst eftir þessu. Ég hefi þráð þessar skýringar, þennann innri sannleika. Látu mig hafa allar þær bækur sem þú átt um þetta efni. Láttu reiði föður míns þig engu skipta". Mullá Jawát Valíyání lét að lokum undan fortölum Fatímu og lánaði henni bækurnar sem hún bað um. Áhugi Fatímu á fræðum þessum mun enn hafa skerpt línurnar á milli þeirra hjóna því Mullá Muhammad Baraghání var ásamt föður sínum ákaflega andsnúin þeim.
Aftur heim
Þegar að þau hjónin snéru aftur til Qazvin árið 1841 mætti hún mikilli andúð nánustu fjölskyldu sinnar vegna þess hve mjög hún var höll undir Ahsá´í kenningarnar. Þar fór fremstur í flokki á móti þeim tengdafaðir hennar Muhammad Taqi. Bæði hann, eiginmaður hennar og faðir, atyrtu hana fyrir að sýna þessum nýju kenningum áhuga. Hún fékk þó nokkurn stuðning frá hluta ættmenna sinna einkum frá frænda sínum Mullá Álí og tilvonandi mági sínum Mullá Muhammad ´Alí Qazvíni. Með aðstoð þeirra tók Fatíma á laun að skifast á við Siyyid Kázim. Hann svaraði bréfum hennar meðal annars með því að gefa henni nýtt nafn; Qurrat al-´Ayn sem merkir "Huggun augna minna." Bréf Siyyid Kázim færðu henni heim sanninn um það að birting hins væntanlega boðbera Guðs væri í námd. Hún átti á þessum tíma margar lærðar samræður við föður sinn sem þó oftast enduðu með bræðiskasti hans vegna yfirburða þekkingar hennar. Þrátt fyrir að faðir hennar mislíkaði mjög afstaða hennar í trúmálum, þótti honum ákaflega vænt um þessa óstýrilátu dóttur sína. Hann gaf henni t.d. þorp eitt skammt frá Qazvín sem hún nefndi Bihjat Ábád eða Hamingjulundinn.
Aftur til Karbalá
Í enda ársins 1843 ákvað Qurrat al-´Ayn þá 26 ára að yfirgefa bónda sinn og börn og fara aftur til Karbalá til að hitta Siyyid Kázim og nema þar undir hans leiðsögn. Ásamt yngri systur sinni Mariziyu, sem nú var gift Mullá Muhammad ´Alí Qazvíní syni eins virtasta Shaykhi fræðimannsins í Qazvin, lagði hún af stað þrátt fyrir áköf mótmæli eiginmanns síns og tengdaföðurs. Sumir segja að hún hafi fengið leifi til fararinnar undir því yfirskini að hún ætlaði sér að heimsækja helgistaði trúarinnar í Karbalá og Najaf og að fjölskylda hennar hafi vonað að slík pílagrímsferð gæti komið vitinu fyrir hana. En Qurrat al-´Ayn var þá þegar sannfærð um að birting hins lofaða allra tíma væri í námd og taldi það sína æðstu skyldu að leita hans. Þegar að þær systur komu til Karbalá voru þeim færðar þær fréttir að Siyyid Kázim væri látinn. Hann hafði síðastra orða hvatt alla fylgjendur sína til að dreifa sér um landið til að leita uppi hinn lofaða "Qá´im" því sá tími er hann mundi birtast væri nú upprunninn.
Meðal þeirra mörgu sem lögðu upp í þá leit eftir stuttan undirbúning við föstu og bænahald, var mágur hennar Mullá Muhammad ´Alí Qazvíní. Hann varð einn þeirra 19 manna sem fyrstir urðu til að finna hinn fyrirheitna Qá´im og nefndir voru eftir það "bókstafir hinna lifandi". Samkvæmt arfsögninni urðu 19 hreinar sálir að finna hinn lofaða af eigin frumkvæði áður enn hann gæti gert kall sitt heyrum kunnugt, en 19 stafir eru í arabísku setningunni "Bismillah Ar-Rahman Ar-Rahim" sem er gerð úr upphafstöfum allra Súra Kóransis nema einni. Nótt eina hana dreymdi Qurrat al-´Ayn draum. Finnst henni í draumnum sem ungur Siyyid (afkomandi Muhameðs) íklæddur svörtum kirtli með grænan vefjarhött birtast á himni, standa í lausu loft og hafa yfir vers og bænir með uppreistar hendur. Í hendingu lagði hún eitt versana á minnið og reit það niður er hún vaknaði.
Í stað þess að fara sjálf strax af stað til að leita hins fyrirheitna ritaði Qurrat al-´Ayn bréf sem hún fól fremsta lærisveini Siyyid Kázims, Mullá Husayn, og bað hann að afhenda það hinum fyrirheitna er hann fyndi hann. Segðu honum frá mér, bæti hún við; " Ljómi ásjónu þinnar leiftraði og geislar andlits þín skinu á himninum. Segðu þá orðin, Er ég ekki drottinn þinn og vér munum svara, það eruð þér, það eruð þér."
Hliðið
Qurrat al-´Ayn ákvað síðan að þiggja boð ekkju Siyyid Kázims sem var mikill aðdáandi hennar um að dveljast í húsi hennar og bíða þess að henni bærust fregnir af því að hinn lofaði hefði birtst. Nokkrum dögum síðar var henni fært í hendur rit sem ungur Siyyid, kaupmannssonur frá borginni Shiraz hafði ritað og lesið upp jafnhraðan í áheyrn Mullá Husayn 23 mai, 1844, en Mullá Husayn varð fyrstur allra til að finna og viðurkenna hinn nýja boðbera. Rit þetta sem mágur hennar Mullá Muhammad ´Alí Qazvíní (kvæntur systur hennar Mariziyu ) færði henni, hét Ahsánu´l-Qisás (Sagan besta) og var útlegging á súru Jósefs úr Kóraninum. Ritið var skrifað óumbeðið á fáeinum klukkustundum af þessum unga manni til þess að sanna tilkall hans til að vera hinn fyrirheitni eins og arfsögnin kvað á um að verða mundi. Höfundurinn var Sayyid ´Alí Muhammad sem hafði tekið sér helgititilinn Bábinn (hliðið) og varð eftir það kunnur undir því nafni. Qurrat al-´Ayn þekkti þegar í stað úr ritinu, vers þau er hún hafði heyrt unga manninn fara með í draumi sínum og gat staðfest það með því sem hún hafði sjálf skrifað niður. Hún yfirlýsti sig samstundis sem fylgjanda Bábsins og hóf að boða málstað hans. Jafnframt tók hún að sér að þýða ritið sem opinberað hafði verið á Arabísku, yfir á Persnesku og varð sú þýðing þekkt um tíma sem "Kóran babíanna", en babíar voru þeir nefndir sem tóku trú á málstað hins unga Siyyid. Skömmu seinna fékk hún í hendur annað rit frá Bábnum sem að þessu sinni var stílað til hennar sjálfrar. Í því var hún útnefnd ein af hinum 19 bókstöfum hinna lifandi, sem eins og áður var getið titill þeirra sem fundið höfðu hinn fyrirheitna af eigin frumkvæði, því í raun hafði hún fundið hann og viðurkennt köllun hans án þess að komast nokkurn tíma í efnislega návist hans.
Bábíi
Allt frá bernsku hafði Qurrat al-´Ayn haft unun af því að yrkja ljóð. Nú helgaði hún ljóðagerð sína þessum nýja málstað og gerði það af slíkri fágun og dýpt að ljóð hennar urðu fleyg og fræg vítt og breitt um Persíu. Jafnvel þeir sem ofsóttu hana viðurkenndu að þar færi einstæð skáldkona. Qurrat al-´Ayn dvaldist um hríð í Karbilá við að kenna málstað Bábsins og laðaði til liðs við hann fjölda kvenna og karla. Hún héllt stórar samkomur í húskynnum ekkju Siyyid Kázims og talaði til viðstaddra, aðallega karlmanna, handan tjalds sem hengt var upp í enda salarins og var hún því fundarmönnum nánast ósýnileg. Að þessu leiti fylgdi hún ströngustu túlkun Islam um aðgreiningu kynjanna. Í innri sölum húsakynnanna hennar, skipulagði hún námshringi meðal kvenna og kenndi þeim sjálf. Áhrif hennar voru svo mikil að í kringum hana myndaðist stór hópur dyggra fylgjenda sem um tíma gengu undir nafninu Qurratíar. Varðveitst hefur eftirfarandi lýsing á Qurrat al-´Ayn frá þessum tíma: "Allir sem hittu hana, heilluðust af magnþrunginni mælsku hennar og fundu seið orða hennar. Enginn fékk staðist töfra hennar; fáir voru þeir sem ekki smituðust af trúarsannfæringu hennar. Allir báru vitni einstæðri skapgerð hennar, furðuðu sig á undraverðum persónuleika hennar og efuðust ekki um að sannfæring hennar var einlæg". Qurratíar með Qurrat al-´Ayn í fararbroddi þóttu mun róttækari í skoðunum sínum en aðrir fylgjendur Bábsins og þótti mörgum að hún færi offari í framsetningu sinni og túlkunum á boðskap hans. Afleiðingarnar urðu þær að slúðursögur fóru á kreik um Qurrat al-´Ayn. Það hafði vitaskuld einnig sín áhrif að hún hafði sagt skilið við mann sinn og að þessi fagra og gáfaða kona umgekst karlmenn sem jafningja. Samt þótti fram úr keyra þegar Qurrat al-´Ayn fyrirskipaði undirbúning mikillar gleðihátíðar sem haldin skildi í tilefni afmælisdags Bábsins sem bar upp á fyrsta dag tilskipaðas sorgarmánuðar (Muharram) meðal Shi´ite múslima. Qurrat al-´Ayn kom til veislunnar blæjulaus og íklædd litskrúðugum búningi í stað svartra klæða eins og hefð var fyrir að konur klæddust í sorgarmánuðinum. Þetta gerði hún til að undirstrika þá skoðun sína að málstað Babsins bæri að skoða sem ný og óháð trúarbrögð.
Kázimayn
Um mitt ár 1846 var henni ekki lengur vært í Karbalá vegna stöðugra ásakana fræðimanna sem ósammála voru túlkunum hennar, um að framferði hennar væri ósiðsamlegt. Hún flutti sig því til Kázimayn, nærliggjandi byggðar og dvaldist þar ásamt fylgendum sínum í 6 mánuði. Þar laðaði hún að sér hundruð nýrra fylgjenda og kenndi stundum fyrir opnum tjöldum stighækkandi opinberun, málefni sem var henni einkar hugleikið á þessum tíma. Að sama skapi fór andstaða klerkastéttarinnar og fræðimanna við boðskap Bábsins vaxandi og anddúð þeirra á samfélagi Bábíanna varð æ ljósari. Í febrúar mánuði 1847 snéri Qurrat al-´Ayn aftur til Karbalá eftir að öfundarmenn hennar, nú úr röðum Bábíanna sjálfra, höfðu eitrað hugi íbúa Kázimayn í hennar garð. Sögur af ósiðlegu framferði hennar gengu fjöllunum hærra og bárust loks til eyrna Bábsins sjálfs sem kom henni þegar til varnar með þessum orðum: "Hvað varðar spurningu yðar um spegilinn sem hefur hreinsað sálu sína til að endurspegla það orð sem öll mál eru leyst með; er hún rétttrúuð, lærð, athafnasöm og hreinlynd kona; rengið því ekki fyrirskipanir al-Táhirih (hinar hreinu) því henni eru kunnar aðstæður málstaðarins og ekkert er fyrir ykkur að gera annað enn að sýna henni undirgefni því ykkur er ekki gefið að skilja hina sönnu stöðu hennar."
Hún hélt því ótrauð fram að líta bæri á kenningar Bábsins sem sjálfstæða opinberun aðskilda frá Íslam og ávann sér fyrir það óvild á báða bóga. Í stað þess að lúta í gras þegar henni var mætt af fálæti, skoraði hún á klerkana að mæta sér í opnum kappræðum. Þegar að enginn þeirra svaraði áskorunum hennar manaði hún þá að mæta sér í "mubáhala", sem var forn siður á þá leið að andstæðingarnir leggjast á bæn hlið við hlið og biðja guð um að fjærlægja hvorn annann uns hann verður við bón annars hvors. Þessari áskorun var auðvitað ekki mætt. Loks ákváðu klerkarnir að láta til skarar skríða gegn Qurrat al-´Ayn og fóru fyrir æstum múg sem réðist inn á fyrrum heimili Siyyid Kázim ætluðu að handtaka hana. Kærur sínar höfðu þeir þegar sent til Bagdad og bjuggust við fyrirmælum þaðan um hvaða hegningu hún skyldi sæta. Í misgripum handtóku þeir Shamsu´d-Duhá eiginkonu Mullá Husayn sem ásamt móður hans og systur dvaldist með Qurrat al-´Ayn. Allar höfðu þær gerst ákafir stuðningsmenn hennar. Qurrat al-´Ayn gerði landstjóranum viðvart um þessi mistök og lét hann þegar sækja hana og hneppa í varðhald á heimili sínu. Óhikað krafðist hún þess að fræðimenn frá bæði Sunní og Shi´íta greinum Islam yrðu kallaðir saman til að ræða og sanna eða afsanna það sem hún héllt fram. Við þessum kröfum var ekki orðið. Eftir þriggja daga varðhald var henni sleppt gegn loforði um að hún yfirgæfi Karbalá.
Bagdad
Qurrat al-´Ayn hélt þegar í stað, ásamt fjölda fylgjenda sinna og Bábsins, til Bagdad og hóf að kenna málstaðinn í húsi eins af aðdáendum hennar, Shaykh Muhammad Shibl sem var einn kunnasti klerkur borgarinnar. Qurrat al-´Ayn vakti hvarvetna mikla athygli og opinberir fundir sem hún boðaði til voru mjög fjölmennir. Sat hún þá gjarnan sveipuð tjöldum undir berum himni og talaði til fundargesta. Meðal þeirra sem hrifust af málfluttningi Qurrat al-´Ayn var læknir einn af gyðingaættum Hakím Masih að nafni. Varð hann fyrstur manna af Gyðingatrú til að viðurkenna Bábinn. Yfirvöldum borgarinnar barst brátt til eyrna að hún væri kominn til Bagdad og hvaða boðskap hún var að útbreiða. Qurrat al-´Ayn var því boðuð á fund Najib Páshá borgarstjóra til yfirheyrslu. Hann fann í máli hennar ekkert sem benti til að hún boðaði trúvillu og í stað þess að kalla saman kviðdóm til að dæma í málum hennar gerði hann henni að dveljast í húsi Shaykh Mahmúd Álísí eins af heldri mönnum borgarinnar sem kunnur var fyrir andúð sína á hinum nýju kenningum. Shaykh Mahmúd Álísí hafði m.a. átt sæti í ransóknarréttinum sem skömmu áður hafði dæmt Mulla Ali Bastámí, sem reynt hafði að kenna trúna í Bagdad, til þrælkunarvinnu í Konstantínopel þar sem hann lést seint á árinu 1846 fyrstur allra til að líða píslarvættisdauða fyrir málstað Bábsins. Á meðan var máli hennar var skotið til yfirvalda í Konstantínopel (Instanbúl). Þrátt fyrir að Najib Páshá og Shaykh Mahmúd Álísí hafi í bréfum sínum til yfirvalda farið frekar lofsamlegum orðum um Qurrat al-´Ayn kom úrskurðurinn frá Konstantínopel eftir tveggja mánuða bið og kvað hann á um að Tahirhih og fylgdarlið hennar skyldi yfirgefa Bagdad. Á meðan að dvöl Qurrat al-´Ayn stóð í Bagdad ritaði hún föður sínum nokkur bréf þar sem hún hvatti hann ákaft til að viðurkenna boðskap Bábsins. Jafnframt mótmælti hún eindregið þeim ámælum og rógi sem út um hana hafði verið breiddur. Ef til vill urðu þessi bréf til þess meðal annars, að Baraghánis fjölskyldan ákvað að senda Mullá Muhammad Hammámi nokkurn til Iraks og freista þess að fá Qurrat al-´Ayn til að snúa með sér heim til Qazvin. Hann reyndi að fá Shaykh Mahmúd Álísí til þess að fá sér Qurrat al-´Ayn til umsjónar. Mullá Muhammad Hammámi var klárlega flugumaður bónda hennar og tengdaföðurs sem ekki vildu að um þá spurðist sú hneisa að þeir réðu ekki við eina konu og reyndu því að fá hana afhenta frá þeim sem höfðu hana í haldi og þeir álitu bandamenn sína. Það kom þeim því á óvart er Mullá Muhammad Hammámi snéri aftur tómhentur og kvað "allt höfðingjafólkið og klerkana í Bagdad bera mikla virðingu fyrir Qurrat al-´Ayn og lofa hana í hvívetna. Og hvaðeina annað sem þeir kunnu að hafa heyrt væru gróusögur og slúður"
Á leið til Qazvin
Í mars mánuði árið 1847 yfirgaf Qurrat al-´Ayn Bagdad ásamt 30 manna fylgdarliði og við tók þriggja mánuða ferðalag til heimaborgar hennar Qazvin. Henni var fylgt af liðsforningja úr her Ottoman veldisins til Khánaqin, persneskrar landamærabyggðar. Þaðan hélt hún áfram ferð sinni þorpsins Karand vestur af Kirmánsháh. Í Karand bjó fólk af ættum kúrda og tóku það á móti Qurrat al-´Ayn með kostum og kynjum. Er hún fór þaðan höfðu langflestir þorpsbúar tekið trú á Bábinn. Sagt er að 1200 manns hafi verið tilbúnir að fylgja henni er hún yfirgaf þorpið.
Kirmánsháh
Þaðan héllt Qurrat al-´Ayn áfram inn í Kirmánsháh hérað og setti þar upp búðir og hóf að kenna. Margir þar á meðal landsstjórinn og kona hans tóku henni vinsamlega. Hún davldi í Kirmánsháh í fjörutíu og einn dag og vann á þeim tíma fjölda fylgjenda til hinnar nýju trúar. M.a. átti hún viðræður við landstjóra héraðsins, konu hans og margt af aðalsfólki borgarinnar. Klerkastéttin brást hart við að venju og bað landstjórann um að henni yrði vísað úr héraðinu. Hann bauð þeim á móti að skipuleggja annað af tvennu sem Qurrat al-´Ayn hafði lagt til, opnar kappræður eða mubáhala. Yfirklerkurinn brást við þessu með því að skrifa tengdaföður hennar og byðja hann um að koma því til leiðar að hún færi burtu af yfirráðasvæði þeirra. Þegar var gerður út leiðangur frá Qazvin og með foringja varðstöðvar einnar í nágrenni borgarinnar í fararbroddi sem reyndar var mikill keppinautur klandstjórans, var ráðist með hörku á búðir Qurrat al-´Ayn að nóttu til og mörgum af fylgjendum hennar stökkt á flótta en aðrir voru handteknir. Sjálfa Qurrat al-´Ayn fluttu þeir ásamt lagskonum hennar á opnu eyki út fyrir borgina. Þar voru þær skildar eftir matar og farkostslausar. Starx og landstórinn í Kirmánsháh heyrði af árásinni skipaði hann svo fyrir að öllum föngum skildi sleppt þegar í stað og eigum þeirra skilað. Hann bauð svo Qurrat al-´Ayn að snúa aftur til borgarinnar en hún þáði ekki boðið og hélt ásamt fylgdarliði sínu áfram för sinni til Hamadán.
Hamadán
Þar tók á móti henni landstjóri þess héraðs sem var bróðir Persakeisara. Hróður Qurrat al-´Ayn fór fyrir henni og á móti henni var tekið með miklum virktum. Landstjórinn skipulagði sjálfur á heimili sínu mikla samkomu þar sem hann leiddi saman fræðimenn og klerka borgarinnar til að ræða til hlýtar sjónarmið hins nýja málstaðar. Fyrir fundinn setti Qurrat al-´Ayn þrjár ófrávíkjanlegar reglur. Umræðurnar skyldu grundvallast á spádómum, reykingar yrðu ekki leifðar í samræmi við kenningar Bábsins og allir skildu vanda málfar sitt svo komist yrði hjá blótsyrðum og óviðurkvæmilegu orðavali. Sjálf valdi hún að fjalla um grundvallaratriðin í kenningum Bábsins um ævarandi leiðbeinslu Guðs, stighækkandi opinberun, þörfina á nýjum trúarbrögðum til að mæta þörfum hins nýrra tíma og réttmæti tilkalls Bábsins um að hann væri farvegur guðlegar opinberunnar. Þrátt fyrir að allir viðstaddir hefðu fallist á reglur Qurrat al-´Ayn fyrir fundinn gat klerkur einn ekki á sér setið og hóf að svívirða hana á þann hátt að landstjórinn sem stýrði fundinum ákvað að leysa fundinn upp. Eins og annarsstaðar var það fyrst og fremst klerkastéttin sem mælti í mót hinum nýju trúarbrögðum. Þegar að klerkarnir urðu varir við að hin borgaralegu yfirvöld voru tvístígandi yfir hvaða stefnu skyldi taka gagnvart þeim óx þeim ásmegin og kjarkur til að framkvæma ofbeldisverkin. Að fundinum loknum sendi Qurrat al-´Ayn á fund helsta klerksins Mullá Ibráhim Mahallá´tí, einn af sínum dyggustu fylgjendum með greinargerð sem hún hafði sérstaklega samið til að árétta það sem ekki hafði gefist tími til að koma á framfæri á fundinum. þannig vildi til að klerkur þessi hafði einmitt boðað aðra klerka til fundar við sig til að ræða hvað væri hægt að taka til bragðs gegn þessari ósvífnu konu þegar sendimann Qurrat al-´Ayn bar að garði. Bréfberi Qurrat al-´Ayn var umsvifalaust tekinn og barinn í óvit og síðan fleygt út. Sjálf dvaldist hún í húsi gyðingaprests en sonur hans Il´azár að nafni hafði skömmu áður gerst fylgismaður Bábsins. Þaðan fór Qurrat al-´Ayn til þorpsins Shavarín þar sem til fundar við hana komu nokkur ættmenni hennar og þrábáðu hana að snúa aftur til Qazvin þar sem hún mundi verða óhult í húsi föður síns. Meðal þeirra voru tveir bræðra hennar. Hugur hennar stóð til að fara rakleiðis til Teheran og ganga þar á fund keisarans sjálfs til að færa honum gleðitíðindin. Eftir nokkrar fortölur féllst hún á að koma með þeim og hvatti því fylgendur sína til að yfirgefa sig sem þeir og gerðu, utan lagskvenna hennar og nokkurra karlmanna sem neituðu að yfirgefa hana. Úr stóru fylgdarliði hennar fyldu um 15 manns henni til Qazvin, að meðtöldum þeim ættmennum hennar sem fylgdu henni að málum og höfðu ferðast með henni, þ.e. Mírzá Muhammad ´Alí mágur hennar og Siyyid Ábdu´l-Hádí unnusti dóttur hennar. Þegar að hún eftir þriggja ára fjarveru snéri aftur til húss föður síns fór það ekki fram hjá neinum að afgerandi breytingar höfðu orðið á viðhorfum hennar. Hún hafði yfirgefið Qazvin sem einlægur Shaykhi fylgismaður en snéri aftur sem leiðtogi Babíanna.
Aftur í Qazvin
Strax sama kvöld og hún kom í hús föður síns, var skotið á fjölskylduráðstefnu þar sem faðir hennar reyndi að sefa reiði bróður síns og sonar hans. Múllá Muhammad og Mullá Taqi óðu um gólf og fomæltu hinni nýju trú og úthrópuðu hana sem villutrú. Á milli orðasenna gengu þeir að Qurrat al-´Ayn og börðu hana í andlitið. Hún héllt samt stillingu sinni en lét við eitt höggið eftirfarandi spádómsorð falla: "Ó föðurbróðir, ég sé munn þinn fyllast af blóði." Þrátt fyrir andúð sína á skoðunum Qurrat al-´Ayn leið ekki á löngu að fyrrum eiginmaður hennar Mullá Muhammad gerði tilraun til að fá hana til að snúa til sín aftur frá heimili bróður hennar þar sem hún nú dvaldist. Nokkrum dögum eftir heimkomu hennar sendi hann tvær af konum sínum eftir henni, en Qurrat al-´Ayn sagði þeim "að skila til hins stæriláta og hrokafulla ættmennis hennar, að ef hann hefði í raun og veru haft áhuga á að vera trúr félagi hennar hefði hann komið á móts við hana til Karbalá og farið fótgangandi fyrir tjaldeyki hennar og þá hefði hún vakið hann af beði hirðileysi hans og sýnt honum veg sannleikans. En það átti ekki að verða. Þrjú ár eru liðin frá skilnaði okkar. Því mun hún hvorki í þessu lífi né handan þess eiga samskipti við hann. Hún hefur varpað honum úr lífi sínu að eilífu" Viðbrögð feðgana Múllá Muhammad og Mullá Taqi voru þau að lýsa Qurrat al-´Ayn trúvilling þegar í stað og reyndu svo með öllum ráðum að saurga mannorð hennar. Faðir hennar reyndi að stilla til friðar en fékk í engu breytt hvorki viðhorfum hennar né fyrrverandi eiginmanns hennar. Þvert á móti varð hann að þola ýmsa niðurlægingu af hálfu kollegga sinna sem höfðu á orði að "í húsi hans göluðu hænurnar eins og hanar" Hvað hjónabandið snerti lét Qurrat al-´Ayn í ljós þá skoðun sína að þar sem kenningar spámannsins (Muhameðs) kvæðu svo á um að hjónaband þar sem annar aðilinn væri trúvillingur skildi það skoðað sjálfdautt, og að hún áliti Múllá Muhammad trúvilling, væri hjónaband þeirra ógilt.
Mullann veginn
Í septemer 1847 Var Mullá Taqi fyrrverandi tengdafaðir Qurrat al-´Ayn myrtur. Maður að nafni Mírzá ´Adbu´lláh Shirází (bakari frá Shiraz, seinna einnig kunnur undir nafninu Mírzá Sálih) dyggur fylgismaður Siyyid Kázim sem leið hafði átt um Qazvin sagði sjálfur svo frá atvikum við réttarhöld sem fóru fram yfir honum nokkru seinna. "Ég hef sjálfur aldrei verið sannfærður babíi. Þegar ég kom til Qazvin var ég á leið til Ma-Kú til að heimsækja Babinn og ransaka eðli málstaðar hans. Dag þann er ég kom til Qazvin varð ég þess var að borgin öll var í uppnámi. Þegar ég átti leið um markaðstorgið sá ég hvar hópur ofbeldisseggja hafði rifið af manni einum vefjarhött hans og skó, vafið hettinum um háls hans og drógu hann þannig um göturnar. Reiður múgurinn kvaldi hann með hótunum, höggum og ragni. Ófyrirgefanleg sök hans var mér sagt að væri sú, að hann hefði dirfðst að tíunda á almannafæri verðuleika Shaykh Ahmads og Siyyid Kázims. Samkvæmt því hefði Mullá Taqí réttarfræðingur Islam lýst hann trúvilling og gert hann burtrækan úr borginni. Ég varð afar undrandi á þessari skýringu. Hvernig gat shaykhí, hugsaði ég með mér, verið álitinn trúvillingur og verið látinn sætta svo grimmri meðferð? Ákveðinn í að láta Mullá Taqí sjálfan staðfesta réttmæti þessa héllt ég til skóla hans og spurði hvort hann hefði í raun og veru kveðið upp slíkan úrskurð. Já, sagði hann án þess að hika, sá Guð sem Shaykh Ahmad-i-Bahrayní tilbað er Guð sem ég mun aldrei trúa á. Ég álít hann og fylgjendur hans líkamninga villunnar. Mér lá við að slá hann í andlitið þegar í stað fyrir framan söfnuð sinn, en náði tökum á mér og sór þess að ef Guð lofaði mundi ég stinga varir hans með spjóti mínu svo hann gæti aldrei aftur talað slíkt guðlast. Þegar eftir að ég hafði yfirgefið hann fór ég á markaðstorgið þar sem ég keypti ríting og spjótsodd úr besta og hvassasta stáli sem ég fann. Ég faldi vopnin við brjóst mitt albúinn því að svala heiftinni sem svall innra með mér. Ég beið tækifæris og nótt eina fór ég í moskugarðinn þar sem hann var vanur að leiða söfnuðinn í bæn. Ég beið þangað til að dagaði og þá sá ég hvar gömul kona kom inn í forgarðinn með bænamottu sína sem hún lagði á gólfið. Skömmu seinna sá ég hvar Mullá Taqí kom einsamall inn í forgarðinn til bæna. Afar hljóðlega læddist ég aftan að honum og stóð fyrir aftan hann. Hann lagðist flatur fram og þá réðist ég á hann, dróg fram spjótsoddinn og rak hann aftan í háls hans. Hann rak upp mikið öskur. Ég velti honum við á bakið og dróg rítinginn úr slíðrum og rak hann síðan djúpt í munn hans. Með sama rítingi stakk ég hann í bróstið og síðuna og skildi hann svo eftir blæðandi á gólfinu. Ég fór upp á þak moskunnar og horfði á skelfingu og ringulreið fjöldans. Hópur manna þusti inn og flutti hann á börum til heimilis hans. Þegar að morðinginn fannst ekki notaði fólkið tækifærið til að fá lægstu hvötum sínum útrás. Það réðist á hvert annað og ásakaði hvert annað í viðurvist landstjórans. Þegar mér var ljóst að fjöldi manns hafði verið ranglega ásakað og fangelsað bauð samviska mín mér að gefa mig fram. Ég fór því á fund landstjórans og sagði við hann; Ef ég kem morðinganum undir þínar hendur muntu þá frýja alla þá sem nú þjást í hans stað? Um leið og hann hafði fullvissað mig um að svo skyldi verða, viðurkenndi ég verknaðinn. Hann trúði mér varla í fyrstu. Að beiðni minni var þá gamla konan sem lagt hafði teppi sitt á moskugólfið kölluð til en landstjórinn lét ekki sannfærast af vitnisburði hennar. Ég var loks tekinn að banabeði Mullá Taqí. Um leið og hann sá mig þekkti hann mig. Hann benti á mig með mikilli skelfingu og gaf þannig til kynnað að það hafði verið ég sem réðist á hann. Hann gaf merki um að ég yrði fjarlægður úr návist hans. Skömmu síðar lést hann. Ég var handtekinn þegar í stað, sakfeldur sem morðingi og varpað í fangelsi. Landstjórinn stóð hins vegar ekki við loforð sitt um að frýja fangana."
Þegar að Mírzá Abdulláh var látinn ganga fram fyrir Múllá Muhammad og Mullá Muhammad Sálih föður Qurrat al-´Ayn, gat Múllá Muhammad ómögulega sætt sig við að þessi maður hefði einn framið morðið. "Þessi maður er ekki verðugur þess að hafa myrt föður minn" er sagt að Múllá Muhammad hafi hrópað. "Færið mér föt úr úrvalsefnum svo að morðingi föður þíns megi sýnast verðugur" svaraði Mírzá Abdulláh. Þegar hann var spurður hvernig hann hefði getað fengið sig til að drepa svo lærðan mann, svaraði Siyyid Muhsin. Sá er ekki lærður maður sem stolið hefur fáeinum þrúgum úr menningargarðinum. Ef hann hefði verið vitur hefði hann ekki notað svona ill orð í predikunarstólnum um Shaykh Ahmad-i Ahsái og Siyyid Kázim-i Rashíti, og fyrir það hef ég drepið hann. Þegar að hann síðan var klifjaður hlekkjum settur á bak við lás og slá óskaði einn af þeim sem ákafast sóttist eftir að útrýma bábíunum Siyyid Muhsin að nafni eftir að fá að sjá fangann. Þegar hann var leiddur inn í fangelsið hóf hann að ragna og bölva Mírzá Abdulláh af miklum móði. Mírzá Abdulláh stökk þá skindilega upp og danglaði hlekkjum sínum að Siyyid Muhsin sem afar skelfdur hröklaðist til baka og flýtti sér síðan í burtu. Mírzá Abdulláh þessi átti eftir að koma nokkuð við sögu seinna meir. Hann var ásamt nokkrum öðrum babíum fluttur í hlekkjum til Teheran og varpað í fangelsi. Hann var kallaður fyrir fjármálaráðherrann Mírzá Shafi sem spurði hann: "Herra, fylgir þú reglu dervisa eða fylgir þú lögunum? Ef þú fylgir lögunum, hvers vegna veittir þú hinum lærða klerki svo grimmilega áverka á munni? Ef þú ert dervisi og fylgir veginum, eru ein af reglum vegarins að meiða engann mann. Hvernig gastu banað hinum mikla guðsmanni? Herra, svaraði Mírzá Abdulláh, fyrir utan lögin, og fyrir utan veginn er líka sannleikurinn. Það var í þjónustu sannleikans að galt honum fyrir gjörðir hans. Nótt eina tókst Mírzá Abdulláh að flýja (sumir segja að Bahá´u´lláh hafi sjálfur mútað fangavörðum hans). Hann dvaldist um hríð í húsi Rizá Khán og síðar í húsi Bahá´u´lláh. Hann komst burtu úr borginni ásamt Rizá Khán en var fylgt eftir af vörðum Muhammad Khán forsætisráðherra sem að lokum urðu frá að hverfa án þess að finna þá.
Í kjölfar morðsins á Mullá Taqí skall flóðalda ofsókna á hendur bábíunun. Þeir voru teknir höndum hvar sem til þeirra náðist og sakaðir um að eiga aðild að morðinu. Eignum þeirra var rænt og heimili þeirra lögð í rústir. Qurrat al-´Ayn var handtekin ásamt lagskonu sinni Káfiyu og annari konu og voru þær færðar til yfirheyrslu í ráðhús borgarinnar. Mullá Muhammad fyrrverandi eiginmaður hennar var þar viðstaddur og hvatti landstjóran sem fór með ransókn málsins til að hegna konunum á einhvern hátt. "Láttu þær fá að kenna á einhverju hörðu, einhverju hörðu," tautaði hann í sífellu fyrir munni sér. Landstjórinn reyndi að hræða konurnar með því að kalla til böðul sinn sem mundaði sig til við að brennimerkja Káfíyu með glóandi teini. Þeim tókst samt aldrei að knýja fram játningu. Eftir yfirheyrsluna þar sem greinilega kom fram að hvorug þeirra var nokkuð við morðið riðinn, var þeim sleppt en Qurrat al-´Ayn var sett í stofufangelsi á heimili Mullá Muhammads. Ætluninn var að halda henni þar í algerri einangrun frá öðrum Babíum og koma í veg fyrir að hún gæti haft nokkur samskipti við þá. Ofsóknunum var að sjálfsögðu stýrt af Mullá Muhammad sjálfum sem nú hafði tekið við tignarstöðu föður síns. Daglega þurfti Qurrat al-´Ayn að sýna fyllstu aðgætni því hún grunaði lagskonur Mullá Muhammad sem gættu hennar um að eitra matinn sem henni var ætlaður. Qurrat al-´Ayn tók nú á það ráð að senda fyrrverandi eiginmanni sínum bréf úr stofufangelsinu þar sem hún lýsti eftirfarandi yfir: "Ef málstaður minn er málstaður sannleikans og drottinn sá er ég tilbyð er hinn eini sanni Guð, muni hann innann níu daga, frelsa mig undan ánauð og níðingshætti þínum. Ef honum mistekst þetta er þér frjálst að gera við mig eins og þér sýnist. Þú munt þá hafa sýnt fram á falstrú mína með óyggjandi hætti."
Flóttinn
Ein fylgiskvenna Qurrat al-´Ayn hét Khátún Ján. Faðir hennar hafði verið dyggur fylgjandi Siyyid Kazim-i-Rashtí og hún sjálf gerst babíi ásamt eiginmanni sínum Muhammad-Hádí sem reyndar var bróðir Mullá Muhammad Álí manns Marziyu systur Qurrat al-´Ayn. Khátún Ján tók nú að sér það hlutverk að heimsækja og hafa samband við Qurrat al-´Ayn án þess að aðrir yrðu þess varir. Dulbjóst hún stundum sem beiningarkona eða þvottakerling og gat á þann hátt komið orðsendingum og jafnvel mat til Qurrat al-´Ayn fram hjá vökulum augum kvennanna sem settar höfðu verið til að gæta hennar. Muhammad-Hádí var einn þeirra sem flúið hafði ofsóknirnar í Qazvin og haldið til Tihrán þar sem hann var boðaður á fund Bahá´u´lláh sem þegar var orðinn þekktur sem einn af virtustu fylgjendum Babsins. Bahá´u´lláh bað Muhammad-Hádí um að snúa aftur til Qazvin og koma bréfi frá sér til Qurrat al-´Ayn auk þess sem hann kynnti fyrir honum hvernig hann hugðist frelsa hana. Muhammad-Hádí héllt þegar af stað til Qazvín og fylgdi í einu og öllu ráðagerð Bahá´u´lláh. Dulbúnum tókst honum að komast inn í borgina og hitta konu sína að máli. Khátún Ján lánaðist svo með klókindum að færa Qurrat al-´Ayn bréfið frá Bahá´u´lláh ásamt leiðbeiningum um að gefa sér merki ef hún sæi sér fært að koma út. Skömmu síðar birtist Qurrat al-´Ayn utandyra þar sem Khátún Ján tók á móti henni og saman héldu þær rakleiðis til heimilis trésmiðs eins Áqá Hasan-i-Najjár að nafni sem var góður og traustur vinur þeirra og bjó í grendinni. Engan grunaði að hann myndi blanda sér í slíkt mál. Fljótlega varð ljóst að Qurrat al-´Ayn var horfinn og var gerð að henni umfangsmikil leit. Þegar út spurðist um hvarf hennar brutust út óeirðir meðal guðfræðinema borgarinnar og óaldarlíðsins sem tekið hafði þátt í ofsóknunum á hendur Bábíunum. Þeir voru hvattir til að fara inn á hvert Babí heimili og láta greipar sópa um eigur babíanna. Þrátt fyrir ítarlega leit var Qurrat al-´Ayn hvergi að finna. Þegar náttaði fylgdi Muhammad-Hádí Qurrat al-´Ayn með aðstoð iðnaðarmanns eins sem ekki var babíi, Áqá Qulí að nafni, út um eitt af hliðum borgarinnar. Þar biðu þeirra hestar sem Bahá´u´lláh hafði látið vista í slátturhúsi skammt frá og síðan hröðuðu þau ferð sinni til Tihrán eftir fáfarinni leið. Þau áðu ekki fyrr en þau komu í lund einn í útjaðri borgarinnar. Muhammad-Hádí fór á undan þeim inn í borgina til að gera Bahá´u´lláh viðvart um komu þeirra. Á meðan biðu Qurrat al-´Ayn og Áqá Qulí í lundinum. Þá bar þar að kaupmann einn frá Qazvin sem heyrt hafði af ferðum þeirra og ætlaði sér að hita þau. Áqá Qulí hafði ekki hugmynd um að maður þessi væri þeim vinveittur og varaði kaupmanninn við að nálgast. Hann gerði það samt með bros á vör og vann sér inn fyrir það tvö högg í andlitið frá Áqá Qulí. Þegar Qurrat al-´Ayn gerði sér ljóst hverju fram fór, stöðvaði hún atganginn í Áqá Qulí og bauð þeim báðum að setjast og saman snæddu þau ljúfenga ávexti sem kaupmaðurinn hafði haft meðferðis. Þegar náttaði komu eftir þeim fjöldi manna á hestum sem fylgdu þeim með reisn inn í borgina og að húsi Bahá´u´lláh. Hús Bahá´u´lláh var ríkumannlega búið og þegar Áqá Qulí var vísað til rekkju fannst honum rúmið vera alltof fínt fyrir sig. Hann benti á að hann væri klæddur í hálfgerðar druslur og rúmið væri honum ekki samboðið. Qurrat al-´Ayn fullvissaði hann um að fljótlega mundi hann hafa efni á að sofa í enn ríkumannlegri rekkju en honum væri nú boðin. Daginn eftir fylgdi Muhammad-Hádí Qurrat al-´Ayn til nærliggjandi þorps í eigu Bahá´u´lláh þar sem margir babíanna dvöldu. Bahá´u´lláh fór einnig að heiman enn snéri fljótt aftur ásamt burðarmanni með sekk fullan af peningum sem hann lét tæma á gólfið. Kallaði hann nú á Áqá Qulí og fékk honum hnakktöskur og bað hann um að láta silfurpeningana í þær öðru meginn enn gullpeningana hinumeginn. Áqá Qulí ákvað hinsvegar að setja gullpeningana neðst í töskurnar báðumeginn og silfurpeningana ofaná. Þegar að Bahá´u´lláh spurði hann hversvegna hann hefði ekki gert eins og hann var beðinn um svaraði hann; "ég gerði þetta af þeirri einföldu ástæðu að ef eitthvað af peningunum skyldu falla úr töskunum verða það silfurpeningar ekki gull". Bahá´u´lláh lét þetta gott heita og lét Áqá Qulí hafa töskurar og lykilinn að þeim. Því næst lét hann leiða fram hesta sem þeir síðan riðu á til þorpsins þar sem Qurrat al-´Ayn og Muhammad-Hádí biðu. Þar dvöldust þau um nóttina. Morguninn eftir vakti Qurrat al-´Ayn Áqá Qulí til bæna og sagði honum að nú væri tími kominn fyrir hann að hverfa aftur til Qazvin ella mundu mikil vandræði hljótast af. Að bænunum loknum kom Áqá Qulí ásamt Muhammad-Hádí til fundar við Qurrat al-´Ayn sem á þeirri stundu var að ljúka við einhverjar skriftir. Á sama augnabliki bar Bahá´u´lláh þar einnig að og bað um að sér yrði færðar hnakktöskurnar með peningunum. Hann opnaði aðra töskuna og bað Áqá Qulí að stíga fram og taka sitt hvoru megin í fald skikkju sinnar og halda henni út því hann ætlaði að leggja í hana peninga. Áqá Qulí hikaði eins og í kurteisisskyni en vinur hans Muhammad-Hádí hvatti hann til að hlíða. Bahá´u´lláh jós nú með hendi sinni níu sinnum upp úr töskunni á klæði Áqá Qulí sem óskaði þess eitt augnablik að peningarnir væru úr gulli frekar en silfri. Bahá´u´lláh brást við með að segja: "Vér látum þig hafa nóg til að komast til baka til Qazvin, peningar fyrir brúðkaupi þínu munu koma seinna. Í öllu falli er þetta þér að kenna því þú kaust að setja gullið á botninn." Áqá Qulí héllt síðan til baka til Qazvin og hafði meðgerðis bréf frá Qurrat al-´Ayn til fjölskyldu hennar. Engu mátti muna um að hann kæmi of seint því Khátún Ján hafði verið tekin til yfirheyrslna og var m.a. spurð hvað hún vissi um fjarveru Áqá Qulí. Nokkru seinna fékk Áqá Qulí dágóða summu senda frá Bahá´u´lláh. Áqá Qulí fluttist seinna til Teheran og komst þar til nokkurra metorða og reyndist ávalt dyggur vinur trúarinnar. Qurrat al-´Ayn dvaldi undir vernd Bahá´u´lláh í nokkra mánuði bæði í húsum hans í Thiran og ásveitabýlum hans í grend við borgina. Hún hitti á þessum mánuðum fjölmarga fylgjendur Bábsins, sem sumir hverjir voru komnir langt að. Meðal þeirra sem heimsóttu hana á þessum tíma var einn af frægustu og virtustu fræðimönnm landsins sem gerst hafði fylgjandi Babsins. Nafn hans var Vahíd. Vahíd hafði á sínum tíma verið sérstakur erindreki persakeisara og var fyrirskipað að ransaka og komast að í eitt skipti fyrir öll á hvern hátt hin nýju trúarbrögð britu í bága við ríkjandi hefðir. Þegar að Vahíd bar að garði vildi þannig til að Qurrat al-´Ayn var að sinna syni Bahá´u´lláh Ábdu´l-Bahá sem hún var ákaflega hænd að. Vahíd beið þolinmóður eftir að hún kæmi að hitta sig en þegar að langur tími hafði liðið án þess að hún gerði sig líklega til að hitta hann, var hún spurð að því hvort tilhlíðilegt væri að láta Vahíd bíða lengur. Þá mælti hún til Ábdu´l-Bahá sem þá var aðeins fjögura ára. "Á ég að yfirgefa verndara málstaðarins til að fara og hitta einnn af fylgjendum hans?" Ábdu´l-Bahá segir svo sjálfur frá er Vahíd hitti Qurrat al-´Ayn. Hún "hlustaði að tjaldabaki á orðsnild Vahíds sem ræddi af eldmóði þau tákn og vers sem báru vitni um birtingu nýs opinberanda. Ég var þá barn að aldri og sat í kjöltu hennar þar sem hún fylgdist með frábærum vitnisburðinum sem flóði endalaust af vörum hins lærða manns. Ég man hvernig hún greip skyndilega fram í fyrir honum, háværri röddu í ávítunartón. Ó Yahyá! Láttu gjörðir ekki orð bera trú þinni vitni ef þú ert maður sannrar þekkingar. Hættu að hafa yfir hefðir liðinna tíma því að dagur þjónustu og staðfastra gjörða er upp runninn. Nú er tími til að sýna hinn sönnu tákn Guðs, til að rjúfa hulur gagnslausra langana og kynna orð Guðs og fórna sjálfum sér á vegi hans. Lát gjörðir ekki orð vera skart þitt."
Bagdast
Þar kom að að Qurrat al-´Ayn bárust þau tíðindi snemma sumars 1848 um að öllum babíum væri stefnt saman að boði Babsins sjálfs til Khurasan héraðs. Það verkefni að koma Qurrat al-´Ayn ásamt fylgdarmey hennar Qánitih burt úr borginni, fól Bahá´u´lláh tryggum þjóni sínum Áqáy-i-Kalím. Hann varð að gæta fyllstu varúðar því Qurrat al-´Ayn var nú hvarvetna leitað og hliðverðir borgarinnar höfðu fengið skýrr fyrirmæli um að hleypa engum konum inn eða út úr borginni án þess að bera á þær kennsl. Í dularklæðum var tókst Qurrat al-´Ayn samt að komast fram hjá vörðunum og eftir skamma viðdvöl í litlu húsi skammt utan við borgina þar sem hún beið eftir frekari fylgdarliði, héllt hún til Khurasan. Skömmu seinna héllt Baha´ú´lláh af stað til sama áfangastaðar. Þegar að til Khurasan kom voru kringumstæður slíkar að ekki reyndist mögulegt fyrir átrúendurnar að safnast saman innan mæra borgarinnar sjálfrar. Bahá´u´lláh leigði því þrjá samliggjandi garða á lendu einni í nágrenninu sem kölluð var Badasht. Fékk hann Qurrat al-´Ayn einn þeirra til umráða, Quddús einn af fremstu átrúendum Babsins fékk annann enn Bahá´u´lláh lét slá upp eigin tjöldum í þeim þriðja. Ráðstefnan sem haldin var Badasht í júní og júlí 1848 og stóð í þrjár vikur var sótt af 81 fylgenda Babsins og markaði tímamót í sögu þessara ungu trúarbragða. Til ráðstefnunar var upphaflega kallað svo að babíarnir gætu ráðið ráðum sínum um hvernig bæri að standa að frelsun Babsins sem þá var hafður í haldi í rammgerðasta fangelsi Persíu Ma-Kú í norðurhluta landsins. Þeir sem sóttu ráðstefnuna, flestir af fremstu fylgjendum Bábsins voru allir gestir Bahá´u´lláh og á hverjum morgni boðaði hann þá saman og lét lesa fyrir þá pistil sem hann hafði opinberað þar sem hann m.a. gaf hverjum og einum nýtt nafn. Qurrat al-´Ayn gaf hann nafnið Tahirih (hin hreina) Seinna, er ráðstefnunni var lokið, fékk hver og einn hinna nýju nafnþega bréf frá Babinum sjálfum stíluð á hin nýju nöfn þeirra. Á hverjum degi urðu ráðstefnugestir vitni að því að eitt eða fleiri af lögum og venjum Islam vék fyrir nýrri og ferskri opinberun Babsins. Fulltrúi hinna hógværu í hópnum sem ekki töldu að ganga skyldi svo langt að líta svo á að boðskapur Babsins kæmi í stað hinnar heilögu opinberunnar Muhameðs, var Quddús. Þegar á ráðstefnuna leið virtist sem ósættanlegur ágreiningur væri kominn upp milli hans og Tahirih sem alltaf þótti framsæknust og djörfust í skoðunum sínum. Af því hvernig þessi ágreiningur var til lykta leiddur er til frásögn frá hendi Shaykh Abú-Túráb: "Dag einn urðu veikindi til þess að Bahá´ú´lláh vék ekki úr tjaldii sínu. Þegar Quddus heyrði að um ástand hans hraðaði hann sér til hans og settist honum til hægri handar. Smá saman var öðrum gestum einnnig hleypt inn til Bahá´ú´lláh og settust þeir í hóp í kringum hann. Gestirnir voru ekki fyrr sestir en Muhammad Hasan-i-Qazvini, sendiboði Tahirih byrtist með áríðandi boð til Quddus um að koma þegar í stað til fundar við hana í garði hennar." Ég hef algerlega sagt skilið við hana svaraði Quddús, og neita að hitta hana" Sendimaðurinn hvarf þá á braut en birtist skjót aftur og bar upp sama erindið aftur. Hún krefst þess að þú komir til fundar við sig, sagði hann, Ef þú þrjóskast við mun hún sjálf koma að finna þig. (Ábdul-Bahá segir að Quddús hafi sagt;Ég kýs þennann garð frekar, lát hana koma hingað.) Þegar sendimanninum varð ljóst að Quddús varð ekki haggað, tók hann sverð sitt úr slíðrum og lagði það við fætur Quddús og sagði. Ég neita að fara án þín. Annaðhvort kemur þú með mér til Tahirih eða þú heggur af mér höfuðið með þessu sverði. Ég hef þegar gert þér það ljóst að ég mun ekki fara til fundar við Tahirih sagði Quddús og ég skal því gjarnan verða við þeim kosti sem þú býður mér í staðinn. Muhammad Hasan-i-Qazvini settist nú hjá Quddús og teigði fram höfuðið til að taka við banahögginu þegar að Tahirih byrtist skindilega í opi tjaldsins.(Ábdu´l-Bahá segir að Tahirih hafi komið út úr garði sínum hrópandi Ég er lúðraþyturinn, hinn mikli lúður hefur verið þeyttur" tilvitnun í Kóran 74.8 6.73,Jesaia 27:13 og Zakarías 9:14)) Mikill kliður fór um tjaldið og skelfing virtist grípa alla viðstadda því Tahirih hafði svipt af sér andlitsblæjunni þannig að allir gátu séð ásýnd hennar. Að kona skyldi bera andlit sitt var álitið jafn alvarlegt siðferðisbrot og vændi. Mikil angist greip þegar um sig meðal viðstaddra. Flestir stóðu upp og horfðu agndofa á þessa sýn. Að horfa á hana blæjulausa var óhugsandi því jafnvel að stara á skugga hennar var af þeim álitið ósiðsamlegt því í hugum þeirra var hún Fatíma endurborin og þar með tignasta tákn skýrlífis. Hljóðlega og með mikilli tign stég Tahirih inn í tjaldið og settist til hægri handar Quddús. Ábdu´l-Kháliq-i-Isfahání var gripinn svo mikilli örvæntingu að hann greip til rítings síns og brá honum að hálsi sér. Löðrandi í blóði og skrækjandi af æsingi flýði hann ásýnd Tahirih. Nokkrir fylgdu fordæmi hans og hröðuðu sér á braut og yfirgáfu trúna. Fjölmargir stóðu orðlausir og störðu á hana. Qúddús sat hins vegar hljóður og krepti hnefann um óslíðrað sverðið en sjá mátti á andliti hans að reiðin ólgaði í honum. Það var eins og hann biði þess augnabliks er hann mundi höggva til hennar. En ógnandi viðmót hans setti Tahirih ekki út af laginu. Ásjóna hennar geislaði af sama sjálfstrausti og tign og áður svo hún ljómaði öll af gleði og sigurhrósi. Hún reis á fætur og hóf að tala til þeirra sem eftir voru. Án minnsta hiks ávarpaði hún viðstadda á máli sem svipaði mjög til Kóransins. "Dagar okkar eru dagar valda-millibilsins. Í dag eru allar trúarlegar skyldur eins og bænir, föstur, og signingar numdar úr gildi. Þegar að Bábinn sigrar konungdæmin sjö og sameinar hin mismunandi trúarbrögð, mun hann færa okkur nýja trúarsiði og flytja Kórann sinn hinu nýja samfélagi. Hvaða nýjar skyldur sem hann boðar, munu þær verða öllu mannkyni kvöð að fylgja. Íþyngið ekki sjálfum ykkur með hinu tilgangslausa." Hún endaði ræðu sína með tilvitnun í Kóraninn. "Sannarlega á milli garðanna og fljótanna munu hinir göfugu dveljast í sæti sannleikans, í viðurvist öflugs konungs". Um leið og hún lét þessi orð falla, gaut hún augunum að bæði Bahá´u´lláh og Quddus þannig að þeir sem á horfðu gátu ekki séð til hvors þeirra hún skýrskotaði. Síðan lýsti hún yfir með snjöllum rómi. "Ég er það orð sem Qá´im (hinn lofaði) mælti, orðið sem mun stökkva á flótta höfðingjum og aðalsmönnum jarðarinnar." Síðan snéri hún sér að Quddús og skammaði hann fyrir að koma ekki í framkvæmd í Khurásán því sem nauðsynlegt hefði verið að gera þar fyrir trúna. "Ég er frjáls að fylgja eigin samvisku" svaraði Quddús, " Ég er ekki undir vilja og álit trúbræðra minna settur." Tahirih snéri sér þá frá honum og bauð viðstöddum að fagna á viðeigandi hátt hinum merku tímamótum. "Þetta er dagur hátíðahalda og fagnaðar" bætti hún við, dagurinn er hlekkir fortíðarinnar brustu. Látum þá sem stuðluðu að þessari merku stund standa á fætur og faðmast". Þessi stund markaði svo sannarlega tímót í sögu Babí trúarinnar og þar með heimsins. Upp frá henni breyttist á gagngeran hátt öll tilbeyðsla og trúariðkun babíanna og gamlar hefðir og helgigjörðir voru hafðar að engu. Qurrat al-´Ayn varð fyrsta persneska konan til þess að varpa opinberlega af sér andlitsblæjunni sem islamskar konur höfðu borið öld fram af öld sem tákn um undirgefni þeirra. Nokkrum fundust þessar breytingar vera í ætt við villutrú og neituðu að hafa að engu það sem þeir álitu varða grundvallarkenningar Islam trúar. Aðrir álitu Tahirih vera eina dómbæra á slíkt og fylktu sér um hana sem leiðtoga sinn. Hinir snéru sér að Quddús sem þeir sögðu vera eina martæka fulltrúa Bábsins og einann hæfann til að kveða á um svo miklivæg málefni. Sjálf lét Tahirih þau orð falla um Quddús að hún áliti hann "nemanda sem Bábinn hefði sent sér til að leiðrétta og leiðbeina. Í því ljósi einu skoðaði hún hann" Quddús lét sitt ekki eftir liggja með því að lýsa Tahirih sem "höfund villutrúar" og fylgjendur hennar "fórnarlömb villu". Deilurnar jukust dag frá degi. Eitt sinn er Quddús lá á bæn, steig Tahirih fram með sverð í hendi og truflaði bænagjörðina með eftirminnilegum hætti. " Hættið þessum látalátum, tími bæna og helgisiða er liðinn. Nú er tími til að búast til vígvalla fórnarinnar og helgunarinnar". Nokkru síðar veittust fylgjendur Quddúsar að henni með ásökunum um guðlast sem væri hegningarvert. Hún minnti þá æsta ofsóknarmenn sína á að sem fylgjendur Islamskra trúarhefða, yðru þeir að færa hana sem kvenn-trúvilling, aftur til sannleika rétttrúnaðar með orðinu einu saman, ekki sverði. Það væri því skylda þeirra að sanna villu hennar með rökum. Tahirih ögraði Quddús á allann hátt. Quddús hafði orðið nokkru fyrr að láta undan síga við að boða trúna í Barfurúsh þar sem klerkur einn að nafni með Sa´id al-Ulamá fór fyrir líðnum. Dag einn birtist Tahirih ríðandi á fráum hesti, klædd karlamnnsfötum blæjulaus með brugðið sverð á lofti. Hún reið inn í hóp babíanna og hrópaði. "Niður með Sa´id al-Ulamá og fylgjendur hans" Bábíarnir svörðuð "dauða fyrir þá alla" Hún endurtók "Niður með þennann skálk allra skálka" og var svarað.; "skyndilegan dauðdaga fyrir þá alla" Deilurnar héldu áfram uns Bahá´u´lláh skarst sjálfur í leikinn. Í afskiptum hans af málinu má greina afstöðu sem seinna varð einkennandi fyrir málstað hans, þ.e. ofbeldislausa og hógværa framsetningu. Áhrif orða Bahá´u´lláh voru þau að þegar að ráðstefnunni í Badasht lauk eftir 22 daga héldu allir babíarnir sem ekki höfðu flúið af hólmi, þaðan sameinaðir og sáttir.
Árás í Niyálá
Quddús og Tahirih ferðuðust frá Badasht í sama tjaldeyki sem Bahá´u´lláh lét hafa til handa þeim. Ferð þeirra var heitið til Mazindarán til að kenna í boginni Barfurúsh heimaborg Quddúsar. Á leiðinni orti Tahirih lofgjörðaróð á hverjum degi sem hún lét þá sem með eykinu gengu syngja hástöfum svo undirtók í fjöllunum. Þegar að hópurinn nálgaðist þorpið Niyálá gerðust óvæntir atburðir. Leið þeirra lá í gegnum þorpið en ákveðið var að á fyrir utan það og slá upp tjaldbúðum við rætur fjalls eins þar í grendinni. Líklega hefur klerki þorpsins ofboðið að sjá Tahirih blæjulausa í tjaldeykinu við hlið Quddúsar og þau syngjandi saman. Í öllu falli safnaði hann saman fjölmennu árásarliði og réðist að babíunum sem átu sér einskis ills von. Bábíunum var tvístrað og margir þeirra voru deiddir eða særðir. Eignum þeirra var stolið og tjöld þeirra brend. Í glundroðanum sem ríkti á meðan að á árásinni stóð, tókst Bahá´u´lláh að koma Quddúsi undan í öruggt skjól klæddan fötum af Bah u´lláh sjálfum en ætlun Bahá´u´lláh var að slást í för með Quddús seinna er hann hefði litið eftir með Tahirih. Bahá´u´lláh fann Tahirih nánast yfirgefna í þann mund að verða óvinum sínum að bráð. Aðeins einn ungur maður frá Shiraz, að nafni Mírzá Ábdu´lláh (líklega sá sami og drap tengdaföður hennar. Hann var síðar veginn í umsátrinu um Tabarsí.) hafði orðið eftir henni til varnar. Með sverð á lofti af undraverðu hugrekki.ógnaði hann þeim sem að sóttu. Þrátt fyrir að vera særður fjölda sára tókst honum að koma í veg fyrir að óvinirnir kæmu höndum yfir Tahirih. Þegar að Bahá´u´lláh bar að tókst honum að telja árásarmennina af frekari blóðsúthellingum og fékk þá einnig til að skila hluta þess er þeir höfðu rænt af babíunum. Ákvörðunarstaðnum var nú breytt og saman héldu þau Bahá u´lláh, Tahirih og hinn hugaði ungi maður til heimahéraðs Bahá ú´lláh Núr.
Fangelsuð í Teheran
Næstu tveim árum varði Tahirih til stöðugra ferðalaga um Mazandaran. Hún dvaldist skamma hríð í Bárfurúsh á heimili klerks eins sem vinveittur var bábíunum og predikaði m.a. frammi fyriri söfnði hans. Hún fór huldu höfði frá þorpi til þorps í Núr héraði því handtökuheimild hafði verið gefin út á hendur henni fyrir að eiga þátt í morði tengdaföðurs hennar. Í um það bil eitt ár hafðist hún við á sveitasetri í útjaðri þorpsins Váz suður af Ámul sem gestur Áqá Nasrulláh Gílárdí. Vonir hennar stóðu til að geta slegist í hóp hinna fræknu hetja sem höfðust við í virkinu Tabarsí. Þangað sendi hún hún konu eina með innsiglishring sinn sem afhenda átti Quddús en á honum stóð; "Drottinn Tahira, minnist hennar". Brátt komust leyniþjónustumenn stjórnarinnar á snoðir um íverustað hennar og handtóku hana eftir að hafa drepið gestgjafa hennar á staðnum. Í janúar mánuði árið 1850 var hún flutt til höfuðborgarinnar Teheran og yfirheyrð þar af stuttlega af embættismanni en síðan látin ganga fram fyrir einvaldinn unga, Nasir al-Dín sháh. Sagt er að keisaranum unga hafi litist vel á Tahirih og viljað láta hana lausa. Hann fékk þó greinilega engu ráðið um það því hún var sett í gæsluvarðhald á efri hæð bústaðar lögreglustjórans í borginni Muhmúd Khán Kalántár. Ýmislegt var reynt til að fá Tahirih til að afneita trú sinni m.a. skrifaði keisarinn henni bréf og bauð henni að gerast hirðmey sín og jafnvel eiginkona ef hún léti af skoðunum sínum. Öllum tilboðum í þá átt svaraði hún afdráttarlaust neitandi með þessu ljóði:
Konungsríki, auður, völd,
Séu þín
Ölmusulíf, útlegð, missir
Örlög mín
Sé hið fyrra gott
Er það þitt
Sé hið seinna þolraun
Er það mitt
Þó að svo ætti að heita að Tahirih væri strangri gæslu á heimili lögreglustjórans, kenndi hún málstað Bábsins sem aldrei fyrr. Konur sérstaklega komu í hópum til að finna hana og hún skrifaðist á við fjölmarga. Henni var meinaður aðgangur af skriffærum og pappír, en hún dó ekki ráðalaus, heldur gerði sér penna úr kúststrái, blek úr grænum jurtablöðum og síðan reit hún bréf sín á umbúðapappír. Dag einn héllt Muhmúd Khán Kalántár lögreglustjórinn brúðkaup sonar síns og efndi til mikillar veislu. Öllu fyrirfólki borgarinnar var boðið, þar á meðal konu aðalráðgjafa keisarans. Mikið var sungið og spilað í veislunni og dag og nótt var bjöllum klingt, lútur slegnar og söngvar sungnir. Tahirih hóf þá að tala og fyrr en varði safnaðist um hana mikill hópur brúðkausgesta sem létu sig gleðisköllinn engu varða lengur en hlustuðu með andagt á Tahirih.
Í September árið 1852 eftir misheppnað tilræði tveggja Babía við keisarann, var látið til skarar skríða af fullum þunga gegn Tahirih. Það sem fram að þessu hafði reynst ómögulegt að ákveða vegna þess að hún var kvennkyns trúvillingur og mátti því ekki dæma til dauða á trúarlegum forsendum eins og karlmenn, var nú ráðið með embættislegum dauðadómi sem undirritaður var af Mírza Aqá Khán Núrí aðalráðherra keisarans. Það var hann sem sjálfur stjórnaði fjöldamorðunum á bábíunum eftir árásina á keisarann. Tveir af fremstu klerkum borgarinnar voru fengnir til að yfirheyra hana í marga daga, og eftir að hafa verið rækilega skammaðir fyrir að sjá ekki ekki það sem augljóst var að mati Tahirih, lögðu þeir til að hún yrði tekin af lífi. Svo virðist sem frekar slæm staða Mírza Aqá Khán Núrí sjálfs gagnvart öðrum valdamönnum hafi ráðið úrslitum, því haft var fyrir satt að kona hans, systir og aðrar konur á heimili hans hafi verið orðnar áhangendur Tahirih. Honum var því í mun að hreinsa mannorð sitt með hörkulegum aðgerðum gegn babíunum og Tahirih.
Píslarvætti
Meðal þeirra sem sem dáðu Tahirih hvað mest í Teheran var eiginkona lögreglustjórans sjálfs, á hvers heimili Tahirih var í haldi. Þetta er frásögn hennar af síðustu klukkustundunum í lífi Tahirih. Nótt eina er Tahirih dvaldist í húskynnum okkar, var ég kölluð á fund hennar. Hún var klædd í hvítan silkikjól og herbergið angaði af úrvals ilmvatni. Ég tjáði henni undrun mína yfir þessari óvenjulegu sjón. "Ég er að undirbúa fund minn við ástvin minn" svaraði hún og óska þess að létta af þér þeirri byrði sem gæsluvarðhald mitt hefur valdið þér". Ég komst í mikið uppnám af tilhugsuninni við að þurfa að skilja við hana og fór að gráta. Tahirih reyndi að hugga mig. "Gráttu ekki því stund sorgar þinnar hefur ekki enn runnið upp" sagði hún. "Mig langar að tjá þér síðustu óskir mínar því þá stund að ég verð handtekin og dæmd til píslarvættisdauða ber skjótt að. Ég byð þess að sonur þinn fái að fylgja mér til aftökustaðarins til að tryggja það að böðlarnir og verðirnir krefjist þess ekki að ég afklæðist búningi mínum. Það er einnig ósk mín að líkama mínum verði varpað í pitt og pitturinn verði fylltur af steinum og mold. Þremur dögum eftir dauða minn mun kona koma að finna þig og henni skaltu fá þennann böggul sem ég nú afhendi þér. Síðasta bón mín er að þú hleypir engum inn í herbergi mitt frá og með þessari stundu þar til að kallið kemur og mér verður gert að yfirgefa þetta hús. Láttu engann trufla bænir mínar. Í dag mun ég fasta og ekki brjóta hana uns ég lít ásjónu ástvinar míns. Með þessum orðum bað hún mig að loka hurðinni og opna ekki fyrr en að brottfararstundin rynni upp. Hún bað mig einnig að halda dauða sínum leyndum þar til hann yrði formlega tilkynntur. Aðeins ást mín til hennar gerði mér kleift að fara eftir óskum hennar því ég gat í sjálfu sér ekki hugsað mér að svifta sjálfa mig nærveru hennar. Ég læsti dyrunum að herbergi hennar og fór til eigin herbergja til að syrgja í einrúmi. Svefnlaus og óhuggandi lá ég í rúmi mínu því tilhugsunin um að píslarvætti hennar nálgaðist óðum kvaldi sál mína. Drottinn ó drottinn bað ég. Taktu í burtu ef þér þóknast þann bikar sem varir hennar þyrsta eftir. Þennann dag og næstu nótt gat ég ekki stillt mig um að rísa úr rekkju minni til að læðast að hurð herbergis hennar og hlusta með andagt á það sem féll af vörum hennar. Ég var töfruð af fegurð raddar hennar sem söng ástvini sínum lofsöngva. Ég stóð varla í fæturnar af angist. Fjórum tímum eftir sólsetur var bankað á hurðina. Ég hraðaði mér til sonar míns til að gera honum grein fyrir óskum Tahirih. Hann hét því að fylgja þeim skipunum sem hún hafði gefið mér út í ystu æsar. Svo vildi til að eiginmaður minn var fjarverandi þetta kvöld. Sonur minn sem opnaði dyrnar tilkynnti mér að við hliðið væru herliðar úr lífvarðasveit Ázíz Khan-i-Sardár komnir til að sækja Tahirih. Ég var sleginn hryllingi um leið og ég læddist að dyrum hennar og lauk þeim upp með skjálfandi höndum. Fyrir innan beið hún sveipuð blæju og ferðbúin. Hún gekk fram og aftur um gólfið og fór með hendingar sem bæði tjáðu sorg og sigur. Um leið og hún sá mig faðmaði hún mig og kissti. Í hendi mína lagði hún lykilinn að kistu sinni sem hún sagðist hafa skilið eftir í eitthvert smáræði handa mér til að muna hana og dvöl hennar í þessu húsi. Hvernær sem þú opnar kistuna og handleikur innnihald hennar, sagði hún, vona ég að þú minnist mín og samgleðjist mér. Með þessum orðum kvaddi hún og ásamt syni mínum hvarf hún úr augsýn minni. Þremur tímum seina snéri sonur minn aftur með andlitið vott af tárum. Ég reyndi að róa hann og bað hann um að setjast hjá mér og segja mér hvað hefði gerst. Móðir sagði hann á milli ekkasoganna, ég get varla lýst því sem gerðist. Við fórum rakleiðis í Ílkhání garðinn fyrir utan borgarhliðið. Þar fundum við fyrir mér til mikillar skelfingar Sardár og foringja hans sem sátu að að sumbli ölvaðir og flissandi. Þegar við komum að hliðinu fór Tahirih af baki, kallaði á mig og bað mig að vera milliliður í samskiptum sínum við Sardár sem hún vildi ekki yrða á undir þessum kringumstæðum. Þeir vilja að því er virðist kirkja mig, sagði hún. Ég hefi haldið til haga frá því fyrir löngu silkiklút sem ég hefi ætíð vonað að hægt væri að nota í þeim tilgangi. Ég fel hann nú yður og óska eftir því að þú fáir þessa ósvífnu fyllibittu til að nota hann til að taka líf mitt með. Þegar ég nálgaðist Sardár, sá ég að hann var ofurölvi og ég heyrði hann hrópa. Truflið ekki gleði hátíðarinnar, hengið vesalings auðnuleysingjann og hendið líkama hennar í pitt. Ég undraðist mjög þessa fyrirskipun. Þar sem mér fannst óþarfi að óska einhvers af honum snéri ég mér að tveimur aðstoðarmönnum hans sem ég var þegar orðinn kunnugur og lét þá hafa silkiklútinn sem Tahirih hafði fengið mér. Þeir ákváðu að verða við bón hennar. Klútnum var nú vafið um háls hennar og varð þannig að tóli píslarvættisdauða hennar. Að ódæðinu loknu hraðaði ég mér til garðvarðarinns og bað hann um að stinga upp á stað þar sem hægt væri að koma líkama hennar fyrir. Hann beindi mér þegar í stað mér til mikils léttis á brunn einn sem nýlega hafði verið grafinn en síðan yfirgefinn. Með hjálp nokkurra annara lét ég hana síga niður í gröfina og fyllti hana síðan með steinum og mold eins og hún hafði sjálf óskað eftir að gert yrði. Á þriðja degi eftir píslavætti hennar byrtist kona sú er Tahirih hafði sagt fyrir að koma mundi. Ég spurði hana að nafni og eftir að ég hafði fullvissað mig um að það var hið sama og Tahirih hafði nefnt, afhenti ég henni böggulinn sem mér hafði verið falinn. Ég hafði aldrei séð þessa konu fyrr né sá ég hana nokkru sinni eftir þetta."
Í nánast öllum trúarbrögðum er að finna leiðandi konu-ímynd. Í Hinduisma finnum við Situ, hina fulllkomnu eiginkonu sem er trú bónda sínum hvað sem á gengur. Í Kristni ber María mey höfuð og herðar yfir aðrar konur sem hin fullkomna móður. Í Islam sjáum við hvernig Fatíma dóttir Múhameðs, og eiginkona Alí, mótar sameinaða ímynd dóttur, móður og eigikonu. Tahirih sem er best þekkta kvenn-persóna Babí og Bahá´i trúarinnar skapar sterka þversögn við fyrrnendar kvennímyndir. Hún reis upp gegn föður sínum og skildi við bónda sinn og varð að yfirgefa börn sín. Þó að Bahá´u´lláh ánafni bæði konu sinni Navvab og elstu dóttur Bahiyih Khanum meiri helgi en Tahirih, er nafn hennar einnar orðið algengasta trúarlega nafnið gefið stúlkubörnum meðal Bahá´ia. Meðan að lítið hefur verið ritað um konu og dóttur Bahá´u´lláh, er saga Tahirih löngu orðin að goðsögn. Víst er að Tahirih var fyrsta Íranska konan til að fella blæjuna á meðal almennings af eigin frumkvæði. Samt er ekki hægt að fullyrða að gjörðir hennar hafi verið í ætt við kvennréttindabaráttu í nútíma skilningi. Ástæður hennar voru fyrst og fremst trúarlegar. Hvorki rit hennar né Bábsins fjalla um kvennréttindi sem slík. Tahirih skynjaði kenningar hans sem frelsandi í eðli sínu fyrir allt mannkyn ekki sem lausnarorð fyrir aðeins helming þess.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Ljóð | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.