Forfeður Dorrit snúa sér við í gröfunum

fjolmenning_ljosmyndaverkefno_eva_doggFréttir af ákvörðun alþingis um að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki,  vekur mikla athygli um allan heim, enda fyrsta vestur-Evrópu landið sem til þess varð.

Reiðin sýður í þeim sem eru mótfallnir sjálfstæði Palestínu og tjá sig um ákvörðun alþingis í athugasemdum við fréttina á hinum ýmsu netmiðlum. (dæmi)

Íslandi eru ekki vandaðar kveðjurnar og er augljóst að sumir þekkja talvert til Íslands, en aðrir minna. -

Nokkrir hafa minnst á að forsetafrúin íslenska sé gyðingur frá Jerúsalem og segja að forfeður hennar hljóti að snúa sér við í gröfunum við þessar fregnir.

Bent er á að Ísland hafi veitt gyðingnum Bobby Fischer íslenskan borgararétt en hann hafi verið mikill gyðingahatari og látið það óspart í ljós. -

Þá benda einhverjir á að ekki sé neins góðs að vænta frá landi sem spúir ösku ösku yfir umheiminn í tíma og ótíma.

Margir minnast þess að Ísland var mikið í fréttum vegna bankahrunsins og leiða að því líkur að ríkir Arabar hafi keypt þessa yfirlýsingu af Íslandi.


mbl.is Samþykktu að viðurkenna fullveldi Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, aumingja íslendingar. Gegnumsneitt heimskustu og verst menntuðu ráðherrar og þingmenn viða um lönd. En þjóðin kaus þetta yfir sig, sem segir líka mikið.

Það er nefnilega ekkert val!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 22:17

2 identicon

Félagi,

Rétt að hafa í huga að gyðingar (og þar með forferður Dorritar) eiga sér langa og merkilega sögu í að standa gegn ofríki og kúgun. Og með mannréttindum.

Enda eru fjölmörg samtök gyðinga, innan sem utan Ísraels, sem berjast gegn hernámi Ísraela í Palestínu - og fyrir mannréttindum fólks á svæðinu, af hvaða trú sem það er. Standa semsagt með réttindum Palestínumanna. Gyðingar eru líka framarlega í hinum ýmsum mannréttindarheyfingum sem beita sér fyrir réttlátum frið á svæðinu (að báðar þjóðir fái að búa við frelsi).

Svo má benda á að hluti Palestínumanna eru einnig gyðingar, þó lítill mjög lítill minnihluti sé. Þeir eiga sæti á palestínska þinginu (margir þingmenn sitja í ísraelskum fangelsum) og hafa verið hluti af PLO. Ráðherra yfir málefnum Jerúsalem í stjórn Palestínumanna var gyðingur, orthodox prestur.

Þannig að það að bera þá skoðun upp á forfeður Dorittar að þeir myndu standa gegn sjálfsgögðum réttindum fólks til að eiga eigið land - eiga sér ríkisborgararétt, hafa atvinnufrelsi, geta ferðast - er svolítið illa gert.

Randver (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband