Hvað er svona fyndið?

09571bgFátt tekur meira á taugarnar en að fara í viðtal vegna atvinnuumsóknar. Sérstaklega ef þú ert umsækjandinn. Mikilvægt er að kunna að koma fyrir sig orði og láta ekki hanka sig á neinu, jafnvel þótt laga þurfi sannleikann dálítið til. Best er auðvitað að segja aldrei neitt sem ósatt en að láta hlutina samt líta út eins mikið þér í hag og mögulegt er. Eftirfarandi er dæmi um hvernig þetta er gert;

Þetta starf krefst mikillar ábyrgðar.

Ég er pottþétt rétti maðurinn. Á síðasta vinnustað mínum var ég sagður ábirgur í hvert sinn sem eitthvað fór úrskeiðis.

Það krefst þess líka að að viðkomandi geti starfað við mjög fjölbreyttar aðstæður.

Eins og ég segi ég er rétti maðurinn. Síðust fjóra mánuði hef ég haft 15 mismunandi störf.

Miðað við mann sem ekki hefur neina reynslu finnast mér launakröfur þínar heldur háar.

Ja, það er jú miklu erfiðara að vinna við eitthvað þegar þú veist ekki hvað þú ert að gera.

Ef ég ræð þig verður þú að leggja þig 100% fram.

Það er sjálfsagt, 12% á mánudögum, 23% á þriðjudögum, 40% á miðvikudögum, 20% á fimmtudögum og 5% á föstudögum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband