Úr dagbókum Osama bin Laden

DagbækurHvernig varði eftirlýstasti maður heims, tímanum í rammlega afgyrtu húsnæði sínu í Pakistan? Hér koma nokkrar færslur úr dagbók Osama bin Laden sem varpa ljósi á bæði athafnir hans og pólitísk viðhorf.

14. ágúst 2009

Horfði á sjónvarpið í nokkrar klukkustundir til að gá að hvort fjallað væri um mig í fréttum. - Ekkert í dag. - Ég sá samt gáluna Söru Palin á CNN, nánast nakta eins og venjulega. Með úlnliðina bera, kálfana og hárið...Allt! - Merkilegt nokk, hún var að tala um dauðarefsingar. Ég hef ætíð verið hlynntur þeim sem fljótlegri og markvissri refsingu fyrir fólk sem stelur ávöxtum og brauði en mér fannst Sara vera frekar vingulsleg í skoðunum sínum. Eitt sinn mismælti hún sig og sagði "dauðadóm yfir Obama" í stað "dauðadóm yfir Osama". En það fór fram hjá fréttmanninum. Heimsk kona Palin.

19. janúar 2010

Varði morgninum í að skipuleggja árásir á nokkur þéttbýl svæði í Bandaríkjunum. Eitthvað verður maður að hafa fyrir stafni á svona stað, annars er hætt við því að maður brjálist. - Við þurfum fleiri fjöldamorð. Öll þessi smáu tilræði þar sem fáir deyja koma ekki til með að breyta stefnu Bandaríkjanna. Slíkar uppákomur eru daglegt brauð þar í landi. Ég efast um að þeir taki nokkuð eftir þeim. - Þessa dagana er ég mikið með hugann við járnbrautarlestir og árásir á helgidögum Ameríkana. Ég á við 4. júlí, þegar Vanity Fair Óskarsverðlauna-partýið fer fram og á dögum sem Lindsay Lohan þarf að mæta fyrir rétti sem dæmi. Ef maður orðar þetta eins og feitu kokkarnir á BBC þá er kominn tími til að hefja drápin upp á hærra plan. - Þegar ég lauk við skipulagsmálin, kallaði ég alla saman til að segja þeim frá nýju áætluninni um hvernig sigra eigi heiðingjanna. Við ætlum að gera árás á samgöngukerfið í Los Angeles og knésetja þessa nýju Sódómu. Sumir hlógu mikið og sögðu "Gangi þér vel með það". Þá sagði ég "Jihad gerist ekki erfiðara" og svo hlógum við öll saman. Það er góð tilfinning að vera aftur miðdepillinn í atburðarrásinni.

26. apríl 2010

Allt í drasli hjá OsamaSá sjálfan mig í sjónvarpinu í gamalli klippu frá því ég veit ekki hvenær, þar sem ég var að hvetja fylgjendur mína til að uppræta vestrænu heimsvaldasinnanna. - Svo ungur.- Hvað varð eiginlega um þennan snaggaralega pilt með reyklituðu augun og bústnu varirnar? - Hann situr hér og rær í gráðið sveipaður sjali og nartar í fræ um leið og hann horfir á Larry King. Æi jæja..

5. júní 2010

Mikið er heitt. Brá mér síðdegis út í bakgarðinn. Það er eitthvað svo einmannalegt hérna um þessar mundir en það hvílir friður yfir öllu. Stríð, dauði og heimsvaldastefna vesturveldanna eru svo fjarlæg þar sem ég sit undir ólívutrénu og hugsa. - Ef að þau sparka fótboltanum eina ferðina enn yfir vegginn ætla ég að setja í hann kúlu áður en ég sparka honum aftur yfir.

15. ágúst 2010

Sendillin kom í dag. Leynileg skilaboð frá Al-Qaida, meira af AA rafhlöðum fyrir fjarstýringuna, eintak af Newsweek og IKEA bæklingur. (Þeir senda mér tvö eintök þótt ég hafi aldrei verslað við þá) Hann kom einnig með DVD sjóræningjaútgáfu af "Finding Nemo". Horfði á hana og hló mjög mikið,- og bannfærði hana svo.  - Í kvöld er leshringurinn og allir grautfúlir út í mig fyrir að velja Kóraninn aftur. Þau segjast öll hafa lesið hann. En ég spyr á móti; "kunnið þið hann utanbókar, ha?" Þau saka mig líka um að einoka umræðurnar. Það er nokkuð til í því býst ég við. Abu segir að það sé komið að honum að velja bók. Ég sagði honum; Nei aldrei aftur, ekki eftir þennan Harry Potter.

3. nóember. 2010

Veit ekki hvort ég á að gleðjast yfir úrlitunum í bandaríku kosningunum. Kerfið hjá þeim er svo flókið. Tvær þingdeildir, forseti, ráðuneyti og sér dómskerfi. Fyrir mína parta er þetta allt einn stór SATAN. Ég býst við að ef Repúblikanar vinna sé það vont fyrir endurbæturnar á heilbrigðiskerfinu og þess vegna gott. (Því fleiri Ameríkanar sem deyja því minna fyrir okkur að gera) Ég á samt einhvern veginn erfitt með að gleðjast.

22. nóvember 2010

Mjög þreyttur í dag. Var sein á fótum að rífast við kunningja mína um hvort uppþvottavélar væru óguðlegar eða ekki. Og þú getur aldrei sagt bara "já" og látið það nægja.  Allir vilja fá einhver rök. Að lokum sagði ég þeim að með Guðs vilja, ættum við að einbeita okkur að upprætingu stærri illra afla eins og Ameríku, Ísrael og tónlist og láta minniháttar guðfræðilegar spurningar bíða betri tíma. Hús OsamaHassan hélt því fram að sumar af nýrri gerðunum notuðu minna vatn en þær eldri og væru því minna óguðlegri leið til að vaska upp. En að sjálfsögðu er þetta ekki málið. - Seinna um daginn, e.t.v. vegna þess að ég var þreyttur, urðu mér á mistök við að lita á mér skeggið. Ég notaði súkkulaði brúna litinn í stað hins munaðarlega svarta en gleymdi að setja á mig gúmmíhanskana. Það fór allt of langur tími í að koma þeim á mig og liturinn var of lengi í skegginu. Ég get ekki látið sjá mig svona á myndbandi svo upptakan verður að bíða.

8. mars 2011

Guð minn góður. Hvað er að gerast hjá Arsinal  ??? 3-1  !!!

 30. apríl 2011

Það er eitthvað mjög undarlegt á seyði í hverfinu. Get ekki alveg áttað mig á hvað það er en það er búið að setja upp auka loftnet á húsið beint á móti og hvíti sendibíllinn á horninu er búinn að vera þar í marga, marga daga. Ég hafði svo miklar áhyggjur að ég hringdi í pakkistanísku leyniþjónustuna en þeir sögðu bara að ég væri með ofsóknarbrjálæði.

PS.

Þessar "dagbókarfærslur" voru skrifaðar af Tim Dowling og birtust í aukablaði The Guardian í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=HJduLyB_yO4

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 16:27

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hafði sambandi við leyniþjónustu Pakistans.

Þetta hef ég sagt í 10 ár. 

Hann hefði aldrei komist undan kananum nema með þeirra hjálp.  

Viggó Jörgensson, 13.5.2011 kl. 16:39

3 identicon

Hér er líka myndband úr fréttum hjá FOX að fjalla um málið. http://www.youtube.com/watch?v=blFSfuUGTlc

 Ertu svo viss um að Osama Bin Laden hafi raunverulega verið höfundur þessa dagbóka? Einu heimildirnar sem ég finn eru Guardian sem hefur hagsmuna Pentagon að gæta og FOX sem er þekkt fyrir að vera notuð sem áróðursvél líkt og t.d. CNN en þessi fyrirtæki fjalla mikið um War on Terror á mjög áróðurskenndan hátt.

http://www.11th-hour.info/Articles/Propaganda_Machine.html Góð og skilmerkileg grein um hvernig þessar áróðursvélar virka, og hverjir standi að baki þeirra.



http://davidostergaard.blog.is/blog/davidostergaard/entry/1166279/ - Þetta er bloggfærsla síðan í gær varðandi Bin Laden. Ég mæli með að skoða umræðurnar sem þar eiga sér stað.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 16:56

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég hélt að það vær augljóst að þetta er stólpagrín og parródía. Þetta er skrifað af Tim Dowling grínara og blaðamanni og hann styðst þarna við þær fáu og mögru heimildir sem komið hafa fram í fréttum um líf Osama þarna í Pakistan og restin er skáldskapur.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2011 kl. 17:30

5 identicon

Ironi är svårt för barn och hoppetossor!

S.H. (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 17:43

6 identicon

Tell that to Fox :) Það er margt um málið sem virðist vera skáldskapur. Fyrir það fyrsta að maðurinn í myndbandinu sem þeir gáfu út var ekki sami bin Laden og við höfum séð oft svo oft áður. Annars er þetta vel þýtt og ég þakka lesninguna.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 18:10

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk Svanur, þetta er alveg óborganlegt.

"' - Ef að þau sparka fótboltanum eina ferðina enn yfir vegginn ætla ég að setja í hann kúlu áður en ég sparka honum aftur yfir.'"

Hörður Þórðarson, 13.5.2011 kl. 20:17

8 identicon

Djöfull get ég orðið æfur af reiði yfir öllu þessu ... hvað er það með alla þessa morðóða hundingja í heiminum.  Eru allir orðnir svona heilaþvegnir af kananum að þeir sjá ekki ljós neins staðar.

Ef menn horfa á myndina, sjá þeir einhvern keim af því að þetta gamla hræ, sé eitthvað líkt Usama Bin Ladin?  Ef kaninn hefur rétt fyrir sér, eru þeir búnir að ljúga öllu um útvarpanir og sjónvarpstíðni þessa manns undanfarin ár.  Annað hvort eru bandaríkjamenn að ljúga, sem ég er sannfærður um ... þjóð sem setur Colin Powell, stríðsglæpamann frá Ma Lai sem utanríkisráðherra.  Þetta er maðurinn sem stóð og laug um hvað gerðist við Ma Lai í Víetnam, og þetta er maðurinn sem sameinuðuþjóðirnar leifðu að standa uppi og tala á þeim velli.  Þessi barnamorðingi, sem gekk um með liðsveit sinni (nei, að sjálfsögðu var hann aldrei með þegar liðsveit hans var úti).

Og hérna eru menn að atast útí Usama Bin Laden? Mér finnst eitthvað vanta í fólk ... hvað með smábörnin sem voru myrt í Ma Lai og öðrum stöðum í Víetnam? Eruð þið svo aumir, að þið haldið að þessir stríðsglæpamenn sem myrða smábörn, pynta fólk og eru með sódómahátt á föngum ... að þessir aðilar séu að segja sannleikann?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 20:42

9 identicon

Farið hér ...

http://www.chinadaily.com.cn/english/doc/2004-02/05/content_303315.htm

Og segið mér síðan, að þessi þjóð sem veldur þessu séu færir um að segja sannleikann um eitthvað yfir höfuð.  Ykkur finnst þetta kanski allt í lagi, af því að þessi börn eru skáeygð?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 20:45

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það náttúrulega, almennt séð, er einkennandi fyrir upplýingar og gögn öll er BNA hefur gefi varðandi 9/11 frá upphafi og allt til þessa lokaatriðis er - hve þær hafa verið misvísandi og oft á tíðum ruglingslegar.  það er ein og mottóið sé að segja bara nógur margt og setja helst nokkrar útgáfur útí loftið og láta svo smá mjatlast niður á einhverja eina útgáfu.  (í örstuttu máli)

þetta hlýtur að vera með ráðum gert.  Þ.e.a.s að vera planað af þar til gerðum ráðamönnum að hafa formið svona.

Með samsæriskenningar og svona, þá koma þær alltaf.  Sérstök grein á wiki bara um samsæriskenningar um dauða OBL:

Athygliverðast þarna kannski er tilvitnun Telegraf í nágranna OBL.  Bashir Qureshi sem býrsvo nálægt að rúður brotnuðu í húsinu hans í árás BNA - að hann sagði:

http://en.wikipedia.org/wiki/Death_of_Osama_bin_Laden_conspiracy_theories

,, Nobody believes it. We've never seen any Arabs around here," he said laughing. "They (the US) said they had thrown his body to the sea! This is wrong, he was not here."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.5.2011 kl. 22:48

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef við gefum okkur að USA geti stjórnað öllu og öllum eru sumar af þessum samsæriskenningum möguleiki. - En það getur þjónað tilgangi USA að koma á kreik eins mörgum sögum og hægt er. Þeir þurfa að senda mismunandi skilaboð til allra og þess vegna hljóta þau að vera misvísandi.

En eitt er víst. Ein af þyrlunum sem sérsveitin notaði, brotlenti.  Ætlunin var að taka alla  sem í húsinu voru með í þyrlunni. Frá því varð að hverfa. Pakistanar hafa því a.m.k. fimm konur í haldi og talverðan fjölda barna sem í húsinu voru - Til að samsærið gangi upp og að Osama bin Laden hafi ekki verið í húsinu, þurfa allir, Pakistanar, USA, konurnar og börnin að ljúga eins til um atburði.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2011 kl. 23:37

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Ætlaði að bæta við þarna með misvísandi sögurnar, að afhverju BNA er að því - þar geta alveg komið nokkrir möguleikar til greina.  Td. sem þú bendir á.  því að flestir ættu að geta fallist á frásagnir eða opinberar yfirlýsingar BNA eru furðulega misvísandi.

Með konurnar og börnin - að þær flækja málið all-verulega.  Og að öllu jöfnu ættu að slæva samsærismiði, býst eg við.

En svo má spyrja sig:  Hvaða sannanir eru um konurnar og börnin?  Jú jú, Pakistanska löggan.  Samsærislega séð þyrfti pakistanska leynuþjónustan eða hluti hennar allavega að vera in on it.  En það er kannski auðveldi parturinn því ISI hefur lengi verið grunuð um að vera í slagtogi með CIA.

Með konurnar sérstaklega, að þá er aðallega 4. kona OBL sem vekur athygli mína.  Hún hlýtur að hafa sýna sögu að segja og merkilega sögu - og í framhaldi spyr maður eins og  kona nokkur (eða kall, man það ekki alveg) á að hafa sagt þegar hún frétti um morðið á JFK:  Hvað verður þá um Jacqueline og börnin?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2011 kl. 00:10

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  já eða 5. konan.  Var tala um að hún væri 4. koan.  Dáldið misvísandi. (sumir segja 6.)

Amal Ahmed al-Sadah.  Fædd Amal Ahmed Abdulfattah 1981 en 1987 samkv. passportinu sem sýnt var.  (Ef það er rétt hefur hún verið ung er hún giftist OBL)

2 aðrar konur OBL eru samkv. sumum heimildumsagðar hafa veið í bústaðnum.

Khairiah Sabar, þekkt sem  Umm Hamza (Móðir Hamza)

Siham Sabar,  þekkt sem  Umm Khaled (Móðir Khaled)

þær eru af Sádísku bergi botnar og menntakonur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2011 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband