Vinkonur í 16 ár vissu ekki að þær voru systur

Systur vinir í 16 árTvær vinkonur hér á næsta bæ, Bristol, uppgötvuðu eftir að hafa verið bestu vinir í 16 ár, að þær voru í raun og veru systur. 

Þær heita Alison Slavin, 41, og Sam Davies, 43, og komust nýlega að því að faðir þeirra var einn og sami maðurinn eftir að Alison tókst að hafa upp á móðir sinni sem hafði gefið hana til ættleiðingar.

Systurnar sem eru frá Brostol, grunuðu aldrei að þær væru skildar, hvað þá systur þótt að ótrúlega margt væri líkt með þeim. Þær eru mjög svipaðar í útliti, hafa svipaðan smekk í klæðaburði, vinna báðar við barnagæslu, eiga hvor tvö börn og búa í minna en tveggja km. fjarlægð frá hvor annarri.

Alison komst að sannleikanum þegar að vinur hennar hjálpaði henni að finna móður hennar sem síðan sagði henni að faðir hennar héti Terry Cox.

Hún kannaðist strax við nafnið sem var það sama og föður Sams. Litningapróf sannaði síðar að þær eru hálfsystur.

Alison Slavin, and Sam DaviesAlison var brúðarmær í brúðkaupi Sams. Hún minnist þess að þær stöllur hafi stundum verið að gantast með þá hugmynd að þær væru systur því fólk spurði þær svo oft að hvort þær væru það, svo líkar eru þær.

Alison var dálítið sjokkeruð þegar hún komst að sannleikanum og vildi strax segja Sam frá hverju hún hefði komist að.  Hún náði ekki í Sam í síma og ákvað að senda henni SMS skilaboðin " Hæ systir!"

Klukkustund seinna hringdi hún og útskýrði allt.

Alison og Sam hittust fyrst árið 1993 í gegnum sameiginlegan kunningja og urðu fljótt bestu vinkonur. - Alison hefur samt aldrei hitt móður sína. Tíðindin fékk hún í símtali sem hún átti við hana. 

Móðir hennar sagðist hafa verið 19 ára þegar hún ákvað að láta Alison fara frá sér til ættleiðingar. Þegar að hún nefndi föðurinn á nafn, hélt Alison að um tilviljun væri að ræða að hann héti sama nafni og faðir bestu vinkonu hennar. Samt varð henni mikið um. Hverjar voru líkurnar á að svona nokkuð gæti gerst?

Sam var einnig furðu lostin en hafði strax samband við föður sinn á Facebook til að segja honum tíðindin. Terry býr á Spáni og þau feðgin nota fésbókina til að vera í sambandi.

Báðar segjast þær hafa átt hamingjusama æsku svo þessi uppgötvun sé aðeins til að auka við hana.

Sam segir að undrun sín hafi fljótt breyst í mikla gleði. "Þegar að Alison sendi mér skilaboðin þar sem hún kallaði mig systur, hélt ég að hún væri að gera grín.  Mig langaði alltaf í systur og hver getur verið betri systur en besta vinkona þín."

Heimild; Mail on line.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krúttlegt!

Árný (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband