Eins og Hitler

hitler8_308x385Svei mér þá ef herra Mike Godvin hefur ekki rétt fyrir sér. Eins og mörgum er kunnugt setti hann árið 1990 fram þá kenningu í hálfgerðu gríni að því lengri sem athugasemdahalinn í umræðum á netinu verður, sama hvert málefnið er,  því meira aukast líkurnar á því að einhver kynni Hitler og/eða nasisma til sögunnar. -

Og eins og enn fleiri vita er oftast um að ræða sérstaka rökvillu sem heitir Reductio ad Hitlerum sem hefur þann sérstaka eiginleika að steindrepa alla uppbyggilega umræðu. Þetta má sannreyna með að kíkja á nokkra af lengstu athugasemdahölunum sem finna má hér á blog.is

Á meðan þið gerið það, ætla ég að skemmta mér við að horfa á þessar óvenjulegu og merkilegu myndir.

Hitlerköttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reducto at Hitlerum, er þegar þú endar allar umræður með því að slengja út ásökunum um að andstæðingurinn sé nasisti, eða líkir saman skoðunum þeirra við hitler.

Þar sem enginn vill ræða málið, vegna þess að það er tabú ... þá endar það allar umræður.

Al rangt, menn ættu að velta því fyrir sér vel og rækilega.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 09:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott ef greinarhöfundur hefur ekki sjálfur dottið í þessa gryfju í löngum þráðum um trúmál. Þetta er nefnilega ein vinsælasta útgönguleið trúarlegra apologista.  Stalín fær oft að fljóta með og Pol Pot líka. Allt dæmi um það hvað trúleysi er hryllilegt.

Minnir að þessi fallasía sé nánast eingöngu bundin við slíka umræðu.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.4.2011 kl. 11:34

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón, nei, þetta er heldur ekki rétt hjá þér. Ég hef aldrei haldið því fram a Hitler hafi verið trúleysingi eða notað hann sem dæmi um afleiðingu trúleysis. - Annað mál með Stalín og Pol. Þeir reyndu báðir að útríma trúuðum og stefnan sem þeir aðhyltust boðaði trúleysi, ekki satt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.4.2011 kl. 12:14

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður og þetta er nákvæmlega það sem ég datt í líka!

Sigurður Haraldsson, 6.4.2011 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband