Trúðar, oss er ekki skemmt!

Hvar á að byrja?

HryllingstrúðurFyrir það fyrsta þá hef ég aldrei séð hvað er fyndið við trúða. Að vera ekki fyndinn hlýtur að vera til vansa fyrir þann sem hefur þann eina tilgang að vera fyndinn. -

Trúðar og trúðslæti eru alls ekki hlægileg. Hver hlær t.d. að þessu fúla trixi þegar vatni er sprautað úr gerviblóminu? Kannski Hitler.

Húmor sem byggir á því að detta á rassinn í hvert sinn sem bassatromman drynur, er svo afkáralegur að hann jaðrar við hrylling.

Reyndar eru trúðar hryllilegir. Ef einhverjir rithöfundar settust niður og reyndu að skapa persónu sem væri holdtekja alls þess sem við álítum hryllilegt, væri útkoman trúður. 

Eldrautt rafmagnað hár, dauðahvítt andlit með skelfilegu glotti og voodoo augnfarða, útbelgdur skrokkur í viðundarlegum búningi, bigfoot fætur og hlátur hinna fordæmdu.  Allt þetta hefur trúðurinn. - Þess vegna  finnst mér það ætíð hljóma eins og hótun þegar ég heyri lagið Send in the Clowns.

Jerry Lewis gerði eitt sinn kvikmynd um Trúð. Hún hét The day the Clown Cried og fjallaði um trúð sem lenti í útrýmingarbúðum Nasista. Myndin var svo hryllileg að hún var aldrei að fullu kláruð, hvað þá tekin til sýninga.  Það segir heilmikið um trúða.

Stundum er fólki sem hefur aðra atvinnu,  líkt við trúða. Þú ert bara trúður, segja pólitíkusar oft um andstæðinga sína með fyrirlitningu og neikvæðu formerkin loða við röddina í mönnum. Samt borga þessir sömu menn stundum heilmikla peninga til að fá trúð í heimksókn til að taka þátt í merkisdögum í lífi barna sinna. - Þannig er pólitíkin, full af mótsögnum og þannig er að vera trúður, þeir eru ein mótsögn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Stephen King var búin að átta sig á þessum sannleik þegar hann skrifaði bókina " It " 1986

Hún fjallar einmitt um þessa martröð sem trúðurinn er.

Það var gerð mynd eftir þessari bók ef ég man rétt.

Hjalti Tómasson, 13.1.2011 kl. 19:00

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Rétt Hjalti, Stephen og fleiri hafa gert sér mat úr Coulrophobíu. Var það ekki trúðsbrúða sem vaknaði til lífsins í It hjá King?

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.1.2011 kl. 19:18

3 Smámynd: Hjalti Tómasson

Myndin sem þú birtir með þessari færslu gæti sem hægast verið úr myndinni.

Annars fann ég þetta á IDMb ( Internet Movie Database )

Storyline

In 1960, a group of social outcasts who are bullied by a gang of greasers lead by Henry Bowers are also tormented by an evil demon who can shapeshift into a clown and feed on children's fears and kill them. After defeating the demonic clown as kids, it resurfaces 30 years later and they must finish it off as adults once again.

Töluvert af þokkalegum leikurum þarna og gæti verið áhugavert ( þ.e. þá sem hafa gaman af trúðum )

Hjalti Tómasson, 13.1.2011 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband