Gamlárs-getraunin

Hér koma 10 spurningar sem þarfnast svara. Þeir sem telja sig vita svörin við einhverjum þeirra mega gjarnan setja þau niður í athugasemd hér að neðan. 

Rétt svör verða birt 1. Jan. 2011.

1. Prumpa fiskar?

2. Hvers vegna er hor stundum grænt?

3. Hverjar eru tvær útbreiddustu farandsögur heimsins, sem fólk tekur trúanlegar?

4. Hvers vegna er himininn blár?

5. Hvort frýs fljótar í frysti, glas af sjóðandi heitu vatni eða glas af köldu vatni?

6.Hvaðan kemur aflið sem fær þig til að hendast þvert yfir herbergið þegar þú færð í þig sterkan straum?

7. Hvers vegna límist ofurlím (súperglue) ekki við túpuna að innanverðu?

8. Hvaða tengsl eru milli þess að vera kalt og að fá kvef?

9. Hvorir eru fleiri, hinir dauðu eða þeir sem lifa? (Hér er átt við mannfólkið)

10. Hvað er vitlaust við þetta skilti?paris-in-the-spring


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

3. Hverjar eru tvær mest útbreiddustu farandsögur heimsins, sem fólk tekur trúanlegar? Biblían og Kóraninn.

4. Hvers vegna er himininn blár? Vegna þess að sameindirnar í andrúmsloftinu drekka í sig ljós með lægri tíðnum en blátt (rautt - gult - grænt), en endurkasta bláu ljósi.

5. Hvort frýs fljótar í frysti, glas af sjóðandi heitu vatni eða glas af köldu vatni? Glasið frýs ekki, en kalda vatnið frýs fyrst, þar eð það nær fyrr frostmarki.

6. Hvaðan kemur aflið sem fær þig til að hendast þvert yfir herbergið þegar þú færð í þig sterkan straum? Vöðvarnir sem skapa þessa skyndilega hreyfingu fá kraft/afl frá líkama þínum, þar eð um leið og þú sleppir straumleiðaranum, þá fæst ekki meiri kraftur frá rafmagninu, þótt það hafi orsakað fyrsta vöðvakrampann.

7. Hvers vegna límist ofurlím (súperglue) ekki við túpuna að innanverðu? Vegna þess að það inniheldur herði, sem virkjast ekki nema í sambandi við súrefni.

Þessu svaraði ég án þess að leita mér hjálpar. Svörin við hinum spurningunum get ég fundið á netinu, en það væri svindl, er það ekki?

Vendetta, 27.12.2010 kl. 23:52

2 Smámynd: Vendetta

Það er málfræðivilla í spurningu 3, þar eru tvö efstastig í röð.

Vendetta, 27.12.2010 kl. 23:55

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Rétt þetta með efsta stigið. Með annað kemur það í ljós þann 1. Þetta með netið er ekki alveg eins auðvelt og halda mætti. Takk fyrir þátttökuna V.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.12.2010 kl. 00:46

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

1. Já

2. það gerist þegar líkaminn berst við bakteríur og vírusa sem herja á líkamann.

3. ?

4. Þegar sólin skín á agnir í hvolfinu lýsast þær upp og gera liti, blán gulan og það sem við sjáum. Á nóttinni er þ.a.l. allt svart

5. Heitt vatn

6. Heilanum

7. Túpan er lofttæmd

8. Mest lítil

9. Þeir sem lifa

10. Skiltið á haus, bara sí svona til að letrið passi betur

Erfitt að opinbera heimsku sína, en ég hef bara svo gaman að svona löguðu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.12.2010 kl. 01:09

5 Smámynd: Sverrir Stormsker

Fiskar ropa og reka við þessi líka reiðinnar býsn þannig að það er varla líft í kringum þessa asna. Þegar ég hef verið að kafa án búnaðar þá hef ég stundum neyðst til að drekkja þeim nokkrum áður en þeir hafa hreinlega drepið mig úr skítafýlu.

Öðrum spurningum er búið að svara alveg þokkalega, nema hvað enginn virðist hafa tekið eftir því hvað það er sem er vitlaust við skiltið. Svarið er augljóst ef maður er ekkert að flækja hlutina: Greinirinn "THE" kemur fyrir tvisvar sinnum á undan Springtime. Villan verður auðsjáanleg þegar maður skrifar setninguna í einni línu: I LOVE PARIS IN THE THE SPRINGTIME. Ekki flókið.

Sverrir Stormsker, 28.12.2010 kl. 05:12

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er fín byrjun og Bergljót skorar hátt. Sverrir er með fiskifýluna á hreinu (eða þannig) og skiltismálið líka. Samt vantar enn ýmislegt upp á að allt sé á hreinu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.12.2010 kl. 09:47

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

5. Rétt hjá Vendetta, glasið frýs ekki.  Hinsvegar fýs kalda vatnið fyrst, og sjóðandi vatn frýs ekki (- fyrr en það er orðið kalt - þá frýs það).

8. Það er oftar að maður kvefist án þess að verða fyrir kulda, þ.e., smitast.  Hinsvegar fær maður "köldu" auðveldlega þegar maður kvefast og finnst manni vera kalt því þá er mótstaðan veik (þ.e., varnarkefri líkamans) .

Hátíðarkveðjur, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 28.12.2010 kl. 10:26

8 identicon

Mig minnir að ég hafi lært það í eðlisfræðinni, eða var það í slysavarnarskóla sjómanna, í gamla daga að heita vatnið frjósi fyrst.

Ég hef reyndar ekki flett því upp, en mig minnir að þannig sé málum háttað.

Það er reyndar alveg stórmerkilegt helv..  og brýtur gegn allri rökhugsun.

runar (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 11:34

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

A.m.k þremur spurningum er enn ósvarað. Takk Sigurbjörn og Rúnar fyrir ykkar framlag.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.12.2010 kl. 16:34

10 identicon

Ég verð að reyna.

1. nei loft er ekki að finna neðansjávar

2.(veit ekkert um það)

3.Ég mundi skjóta á storkinn í fæðingum og jólasveinninn

4.  " er ekki blái liturinn sá litur sem við greinum best, þess vegna notar lögreglan þennan lit á sina bíla" (líklega bull)

5. Heita vatnið.

6. Vöðvarnir henda þér vissulega  til, en hvað knýr vöðvana, aflið..ja, að fá mínus hleðslu í sig hlýtur að kalla á breytingu.Breyting á hleðslu og hreyfing rafeinda framkallar þetta á einn eða annan hátt.

7. súrefnisskortur er það fyrsta sem mér dettur í hug.

8. enginn, held ég, kvef er veiki/sýking og ég held að kuldi komi þar ekki við sögu.

9. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir "lifandi" séu fleiri en hinir látnu. Ef ég man rétt þá bjuggu 1000 milljónir manna á jörðinni árið1900. nú ca mannsaldri seinna eru ca 7000 milljónir manna til. Þessi aukning hlýtur að gefa að fleiri séu fleiri ofanjarðar en neðan.

10. Ég er ekki klár á skiltinu

Mín svör voru flest út í loftið og byggð á minni.

Gleðileg jól

runar (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 17:22

11 Smámynd: Sverrir Stormsker

Alveg magnað. Fólk er ekki ennþá klárt á skiltinu þó maður sé búinn að benda á borðleggjandi villuna .

Ekki nema von að fjórflokkurinn hafi 75% fylgi

Sverrir Stormsker, 29.12.2010 kl. 04:05

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég dreg þá ályktun að fiskar prumpi líklega, allavega rauðmagi sem ropar einhver reiðinnar býsn þegar maður ræðst til atlögu við hann, glænýjan og lifandi, á eldhúsborðinu. Borðleggjandi, ha Sverrir?

Mig minnir að mér hafi verið sagt á barnaskóla að kalt vatn hefði fleiri hitaeiningar en heitt og væri því lengur að frjósa.

Skiltið er hreinlega spælandi fyrir hverja sómakæra manneskju sem þykist vera með meira en baun í hausnum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.12.2010 kl. 09:23

13 Smámynd: Vendetta

"Skiltið er hreinlega spælandi fyrir hverja sómakæra manneskju sem þykist vera með meira en baun í hausnum."

Bergljót, ertu þá að vísa til þess að Sverrir fattaði það en við ekki?

Þetta skilti minnir dálítið á þrautina, þar sem átti að telja bókstafinn f í langri málsgrein á ensku. Í þessari málsgrein voru einstök orð sem innihéldu bókstafinn f, en auk þess kom orðið of fyrir þrisvar. Það var mjög algengt að fólki hreinlega yfirsást f-in í of, vegna þess hve auðvelt það er að blekkja mannshugann. Þetta orð of lætur svo lítið fara fyrir sér.

Sama með skiltið. Einungis vegna þess að bæði orðin THE standa ekki í sömu línu, þá skynjar heilinn bara annað þeirra.

Vendetta, 29.12.2010 kl. 13:11

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er ekki að vísa til neins annars en hversu auðvelt er að blekkja baunina eða hvað það nú er sem ég hef milli eyrnanna. Það fer bara töluvert í taugarnar á mér, þó svo ég vilji ekki flokka mig undir að vera "bad looser" 

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.12.2010 kl. 14:40

15 identicon

1. Sumir já.

2. Varnarkerfi líkamans veldur því.

3.Þær fjalla um Himnaríki og Helvíti.

4. Sjá Vísindavef

5. Sjóðandi vatn frýs ekki.

6. Sterki straumurinn er aflið sem kemur öllu af stað.

7. Af hverju er vatnið ekki blautt?

8. Kæling minnkar mótstöðu líkamans.

9.  Þeir dauðu, ef þeir telja.

10. Það var komið.

 

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 20:15

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jæja gott fólk, þá er komið nýtt ár og til hamingju með það. Svörin við þessum spurningum er fengið úr bókum sem gefnar eru út á vegum NewScientist.

1. Prumpa fiskar? - Já, fiskar framleiða gas og láta það frá sér ásamt öðrum úrgangi í sérstökum umbúðum, þ.e. afar þunnu hylki.

2. Hvers vegna er hor stundum grænt?- Tvær algengustu tegundir af bakteríum sem þú finnur í mannslíkamanum eru Staphylococcus aureus sem eru gular á litinn og Pseudomonas pyocyanea sem eru bláar á litinn. Þegar þessum litum er blandað saman er útkoman græn.

3. Hverjar eru tvær útbreiddustu farandsögur heimsins, sem fólk tekur trúanlegar? - Stundum er erfitt að greina milli farandsaga (flökkusaga), þjóðasaga og ýmissar hjátrúar. Farandsögur (urban legegnd) eru furðusögur sem verða til á okkar tímum og margir taka trúanlegar. Samkvæmt NewScientist eru tvær útbreiddustu sögurnar að Kínamúrinn sjásit utan úr geimnum (stundum frá tunglinu) og að læmingjar fremja fjöldasjálfsmorð með því að hlaupa fyrir björg í Noregi. Hvorutveggja er ósatt.

4. Hvers vegna er himininn blár? Nærtækasta svarið er Rayleigh dreifingin. Bláa ljósið hefur mun hærri tíðni og dreifist tíu sinnum meira en rautt ljós.

5. Hvort frýs fljótar í frysti, glas af sjóðandi heitu vatni eða glas af köldu vatni? Hér er ekki verið að reyna blekkja neinn með orðaleikfimi. Átt er við vatnið í glösunum, ekki glösin sjálf. Soðið vatn, jafnvel þótt það sé heitara, frýs á undan ósoðnu vatni.

6.Hvaðan kemur aflið sem fær þig til að hendast þvert yfir herbergið þegar þú færð í þig sterkan straum? Aflið kemur eingöngu úr þínum eigin vöðvum þegar að vöðvarnir bregðast við straumnum.

7. Hvers vegna límist ofurlím (súperglue) ekki við túpuna að innanverðu?- Það er vatnið í andrúmsloftinu sem virkar sem storknunarhvati. Túpan er algjörlega tæmd af vatni.

8. Hvaða tengsl eru milli þess að vera kalt og að fá kvef? Þrátt fyrir allt sem um þetta er sagt og okkur er kennt, eru engin tengsl á milli kvefs og að verða kalt.

9. Hvorir eru fleiri, hinir dauðu eða þeir sem lifa? (Hér er átt við mannfólkið) Þeir sem eru á lífi í dag eru fleiri en þeir sem hafa dáið í gegnum aldirnar og Þannig hefur það trúlega ætíð verið.

10. Hvað er vitlaust við þetta skilti? Sverrir átti kollgátuna í svari sínu hér að ofan.Greinirinn "THE" kemur fyrir tvisvar sinnum á undan Springtime. Villan verður auðsjáanleg þegar maður skrifar setninguna í einni línu:

I LOVE PARIS IN THE THE SPRINGTIME.

Takk fyrir þátttökuna og glerðilegt ár.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.1.2011 kl. 13:13

17 identicon

Engin er fullkomin Svanur. Google er með önnur svör við sumu af þessu. ;)

Gleðilegt ár og takk fyrir mig.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 01:16

18 Smámynd: Vendetta

Svanur, þetta með að sjóðandi vatn frjósi hraðar er bull. Það er útbreidd goðsögn, sem hefur verið sögð svo oft, að sumir trúa því. Þannig að eitt af svörum þínum er rangt.

Máli mínu til stuðnings get ég t.d. vísað í þessa síðu, þar sem vísindaleg tilraun var gerð með þrjú eins ílát hvert með 1 dl af vatni við þrjú mismunandi hitastig, 22°C, 46°C og 100°C. Niðurstaða (orðrétt):

"The room-temperature water froze in 50 minutes. The hot water froze in 80 minutes. And the boiling water froze in 95 minutes."

Þetta gæti vel passað við kælingarlögmál Newtons: dT/dt = -k(T - T1), sem ég byggði svar mitt á. Ef við setjum T1 = 0°C (frostmark), þá er einkar auðvelt að leysa þessa diffurjöfnu.

Myth busted!

Vendetta, 2.1.2011 kl. 01:50

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vendetta. Glas með sjóðandi vatni sem sett er í frysti, þýðir dálítið af ískristöllunum sem umlykja glasið,  og gerir hitaleiðnina að því meiri og örari. Ergo, heitara vatn frýs fljótar undir þessum kringumstæðum en kalt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.1.2011 kl. 12:55

20 Smámynd: Vendetta

Nei.

Vendetta, 2.1.2011 kl. 13:05

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þessi síða sem þú vitnar til sjálfur Vindetta, segir það sama og NewScientist. lestu betur félagi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.1.2011 kl. 00:34

22 Smámynd: Vendetta

Nei, Svanur. Ef þú lest alla greinina sem ég vitnaði í, þá byrjar höfundurinn að segja frá kenningunni sem haldið var fram um að heitt vatn frjósi fyrr en kalt. Síðan í lokin gerir hann vísindalega tilraun og kemst að því að kenningin stenzt ekki. Kannski lastu bara fyrsta hlutann.

Míkróskópískir vatnsdropar í vatnsgufunni frá sjóðandi heitu vatni í frysti frjósa, en það er ekki það sama og að heitt vatnið í glasinu frjósi. Þegar ískrystallar frá þessari vatnsgufu falla aftur ofan í glasið, meðan það er heitt, þá leysast þeir upp, en eru enganveginn í það miklu magni að heita vatnið (100°C) nái frostmarki hraðar en kalda vatnið (10°C). Undir venjulegum þrýstingi þá byrjar kranavatn ekki að frjósa fyrr en það hefur náð 0°C.

Ég geng líka út frá því, að vatnsmagnið í báðum glösum haldist svo til óbreytt, þ.e. að um er að ræða lokuð ílát. Því að ef heita vatnið endar vegna uppgufunar að vera fjórðungur af kalda vatninu, þá er samanburðurinn rangur og óvísindalegur.

Svo heiti ég Vendetta, ekki Vindetta.

Vendetta, 4.1.2011 kl. 14:34

23 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sá vægir sem vitið hefur meira, eða má etv. deila um það líka.

Ég var svo einföld að halda að þetta væri allt til gamans gert.

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.1.2011 kl. 20:30

24 Smámynd: Vendetta

"Sá vægir sem vitið hefur meira, eða má etv. deila um það líka."

Skilgreindu vit.

"Ég var svo einföld að halda að þetta væri allt til gamans gert."

Það var það líka, enda hló ég mikið.

Vendetta, 4.1.2011 kl. 22:43

25 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

" Skilgreindu vit." "Besserwisser" er  t.d. ekki mjög vitur að mínu mati.  Svo er annað, mér mislíkar oftast töluvert þegar talað er við mig í boðhætti.

GLEÐILEGT ÁR !

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.1.2011 kl. 00:10

26 Smámynd: Vendetta

Bergljót, ertu að kalla mig Besserwisser, bara af því að ég þoli ekki þegar aðrir eru að skrifa einhverja vitleysu?

Varðandi boðhátt, þá eru skipanir yfirleitt í boðhætti. Hvað er vandamálið?

Vendetta, 5.1.2011 kl. 00:54

27 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vendetta, slappaðu nú aðeins af. Það eru deildar meiningar um þetta mál sem þú ert að þrefa við mig um. Látum það bara kyrrt liggja.

Ég gæti alveg ausið yfir þig tilvitnunum þar sem því er haldið statt og stöðugt fram að þú hafir rangt fyrir þér, en ég ætla að láta það vera.

Ég tók það fram hvaðan spurningarnar og svörin væru fengin og þar við stendur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.1.2011 kl. 01:00

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.1.2011 kl. 01:09

29 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Góður!

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.1.2011 kl. 01:19

30 Smámynd: Vendetta

Vendetta, 5.1.2011 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband