Ópera

Feita konan syngurFólk sem segir að óperan sé ekki eins og hún áður var, hefur rangt fyrir sér. Og það er einmitt vandamálið við óperuna.

Ef það er satt að óperan sé efsta stig á tónlistar þroskaferli hvers einstaklings, er ég nokkuð viss um að þangað muni ég aldrei komast. Ekki vegna þess að ég hafi ekki reynt.

Ég hef hlustað á óperusöng af hljómdiskum og meira að segja keypt mig inn dýrum dómum á Parsifal og Niflungahringinn. Parsifal byrjaði klukkan átta og eftir þrjá tíma leit ég klukkuna og sá að hún var bara hálf níu. Og í sögunni af Sigfríði, virtist Guðrún vera eina konan í stykkinu sem ekki var frænka hans. Reyndar hafði ég lúmskt gaman af leiknum, þrátt fyrir sönginn. 

Margt gerist  á annan hátt í óperunni en á nokkrum öðrum stað. Til dæmis þegar maður er stunginn í bakið, syngur hann í stað þess að blæða.

Og það er alveg sama á hvaða tungumáli óperan er sungin á, ég skil aldrei orð. Kannski er það bara fyrir bestu. 

Og eitt eiga  allar óperur sameiginlegt, þeim lýkur ekki fyrr en feita konan hefur sungið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hjúkkitt.. ég hélt að þú værir að tala um operu vafrann :)

Óskar Þorkelsson, 17.11.2010 kl. 05:54

2 identicon

Eru flestir sem fara á óperur ekki bara að pynta sjálfa sig, telja sig vera einhverja eðalpersónu vegna þess að þeir hlusta á þetta gaul.. . ha

Hlustaðu bara á Ninu Hagen mar

doctore (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband