Tintron

TintronÉg hef verið að velta fyrir mér nafninu á hraunstrýtunni sunnan við Gjábakka í Þingvallasveit nærri veginum að Laugarvatni sem ýmist er sögð gervigígur eða hraunketill og nefnd Tintron. Tilefni þessa vangavelta er auðvitað að Sæmundur Bjarnason hefur verið að monta sig af því að hafa sigið niður um strýtuhálsinn og niður í hellinn fyrir neðan hann.

Ég hef ekki hugmynd um hversu gömul nafngiftin er, en hef á tilfinningunni að hún geti ekki verið mjög gömul. Því síður veit ég hver það var sem gaf strýtunni þetta forvitnilega nafn.

Donjon Jeanne_D'ArcHáskólavefurinn svarar því til í fyrirspurn um um nafnið að Helgi Guðmundsson telji nafnið á Tintron vera komið af frönsku donjon' dýflisa, svarthol'. Orðið er komið úr latínu. (dominio , að drottna)

Sú skýring finnst mér, eins og Svavari Sigmundssyni fyrrv. forstöðumanni Örnefnastofnunar, dálítið langsótt. Merkingin getur samt alveg staðist því af donjon er komið orðið dyngja (dungeon á ensku og reyndar oft notað sem sérheiti yfir allt annað fyrirbrigði í jarðfræði) en í Frakklandi voru og eru donjon oftast turnar með dýflissum sem lögun Tintron getur auðveldlega minnt á. (sjá myndir)

Þá segir háskólavefurinn þetta ennfremur um  strýtuna;

Í færeysku merkir orðið tint 'mælikanna, -staukur' en erfitt er að finna seinni hluta nafnsins skýringu. Ef til vill er það dregið af sagnorðinu tróna 'hreykja sér; gnæfa yfir', og trón'hásæti', og nafnið þá hugsanlega dregið af tilbúna orðinu Tint-trón. Merkingarlega er erfiðara að koma því heim og saman en fyrrnefndri skýringu. Enn annar kostur er að það sé dregið af tilbúna orðinu Tind-trón.

Þetta eru ágætar pælingar en hafa ekki við mikið að styðjast.

En hvaða aðrir möguleikar koma þá til greina?

Trona turnar 4Í Kaliforníu eyðimörkinni er að finna lítt kunn náttúrufyrirbæri sem kallast Trona. Þetta eru strýtur eða turnar, ekki ólíkir gervigígum á að líta og jafnvel viðkomu.

Orðið trona er upphaflega komið úr egypsku (ntry) eftir talverðum krókaleiðum inn í enskuna. Bæði á spænsku og sænsku þýðir orðið það sama og á ensku. Víst er að spánskan fékk orðið úr arabísku (tron) sem er samstofna arabíska orðinu natron og hebreska orðinu natruna sem aftur  kemur úr forngrísku og þaðan úr forn egypsku og merkir;  Natrín . (natríum eða sódi).

Tintron 2Trona turnarnir eru gerðir úr frekar óvenjulegri gerð tufa sem er samheiti yfir ákveðnar tegundir kalksteins. Sú tegund tufa sem trona turnar eru gerðir úr, verður einkum til við heita hveri og ölkeldur og kallast travertine.  

 Travertine Trona er því réttnefni á þessu fyrirbæri í Kaliforníu. 

Trona turnar 2Tintron getur hæglega verið íslensk stytting og samruni á þessum tveimur orðum og þess vegna gefið gervigígs- turn sem ekki er ólíkur í sjón og viðkomu og "trona-turnarnir"  í Kaliforníu. Það er alla vega mín tilgáta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þeta tilvísun í saltstólpann víðfræga í ónefndri bók.  Sýnist að þversumman af þessum vangaveltum þínum gæti alveg átt við þar.  Nú er bara spurning. Hvenær kom þessi nafngift til. Væri það tímasett, þá held ég að svarið liggi betur við.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2010 kl. 19:59

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mjög svo frólegur lestur Svanur, takk fyrir það

Óskar Þorkelsson, 30.10.2010 kl. 21:51

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nei, ekki var ég nú að hugsa neitt til Sódómubúa að þessu sinni Jón Steinar. En það er rétt að mikið mundi hjálpa ef vitað væri hvenær hraunhosunni var gefið nafn.

Bestu kv, til þín Óskar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.10.2010 kl. 01:55

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Áhugavert, Svanur, en mér finnst tilgáta þín heldur langsótt.

Tintron er til annars staðar sem mannanafn (fann fleiri en einn í USA), svo er einhver raftækjaframleiðandi í A-Asíu sem framleiðir undir merkinu Tintron, það er hægt að kaupa Tintron myndavél.

En líklegast þykir mér að gígurinn sé nefndur eftir þessum hérna, útlitið stemmir nokkuð! ;->

Annars dettur mér í hug hvort ekki megi líta á grískan uppruna "tron", þú ferð að mér sýnist út á hálfgerða afstígu með "Trona" fyrirbærin og tengingu til Egyptalands.

Merriam Webster er með skilgreiningu á tron endingunni, í merkingunni verkfæri, en orðið getur einnig átt við aflokað svæði með ákveðin einkenni, t.d. biotron fyrir lokað lífkerfi í tilraunum. Ef einhver man eftir bíómyndinni TRON þá var merking orðsins þar einmitt að svæðið TRON var aflokað og ekki tilgengilegt.

Tron endingin í Tin-tron gæti þá verið vísun til gímaldsins undir gígnum - en hvernig það gæti gerst hef ég enga hugmynd um!

Aldur nafnsins er auðvitað afgerandi. Ef þetta er nafn frá 19. öld þá gæti verið um innabúðarbrandara enskra náttúrufræðinga að ræða (tintron = dollugeymir), ekki að mér þykir það sennilegt.

Brynjólfur Þorvarðsson, 31.10.2010 kl. 09:11

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Brynjólfur.

Gríska orðið ??????, á við soda (natríum) og er óskillt hinu sjaldgæfa gríska viðskeyti tron sem eins og þú segir, merkir tól. - 

Ég held að við getum útilokað mannanöfn frá Víetnam, raftækjaframleiðendur og lífefnaframleiðendur.

Trona strýturnar í Kaliforníu sem gerðar eru úr travertine kalsteini sem er við fyrstu sjón afar áþekkt hrauni, draga nafn sitt af smábænum Trona sem er í grennd við þær. Bærinn fékk nafn sitt af efninu Trona sem mikið finnst af á botni stöðuvatnsins Searles Lake sem bærinn stendur við.

Spurning hvort einhver víðförull jarðfræðiáhugamaður gaf ekki Tintron nafn eftir amerísku strýtunum. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.10.2010 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband