Sjálfsmorðaalda vegna mikillar vinnu

Sjálfsmorðaaldan sem gekk yfir fyrirtækið Foxconn á meðan verið var að koma Ipad á markaðinn var með eindæmum. Fólk kastaði sér út um glugga verksmiðjunnar á fjórðu og fimmtu hæð til að binda endi á langvarandi vinnuþreytu sem tilkomin var vegna bágra kjara.  Foxconn er svo stórtækt í framleiðslu rafmagnstækja að líklegt er að heima hjá þér sé að finna eitt eða tvö tæki úr verksmiðjum þeirra.

Efnahagsleg velgengni Kína byggir á gífurlegri framleiðslugetu þeirra og framleiðslan er ódýr.  Sumstaðar eru daglaunin svo lág að fólk nær ekki að framfleyta sér eða fjölskyldu sinni á þeim. Yfirvinna er svarið. Dæmi eru um að verkamenn hjá Foxconn hafi unnið að meðaltali 80 stundir á viku í marga mánuði.


mbl.is Vona að launahækkun komi í veg fyrir sjálfsvíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Svanur,

Í mínum huga, er þetta hin raunverulega púðurtunna í Kína.  Starfsfólki er pískað áfram á framleiðslufæriböndum, fyrir smánarleg laun, sem endurspeglast m.a. í því að 30 + 70% launahækkun er ákveðin á krísufundi.

Ógnvænlegt, og mun ef að líkum lætur verða upphafið af nýrri byltingu, þarna í Kína.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.6.2010 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband