Fjórar brúðargjafir

Óhamingjusöm hjónabönd hafa aldrei verið vinsælli en nú. Mörg þeirra taka loksins enda (sem betur fer) og fólk hefur leitina að nýjum mökum. Á endanum tekst það og efnt er til nýs brúðakaups. En hvað hvað gefur maður marggiftu fólki sem flest á, í brúðargjöf. Hér koma fjórar hugmyndir.

1. Andafælu. Þetta er ódýrt frumbyggjaprjál sem heldur í burtu illum öndum frá heimilinu. Andafæla er búin til úr náttúrlegum efnum, oft dýrabeinum og leyfum af einhverju fiðurfé. Fælan tryggir að engir fúlir andar komist inn á heimilið og safnar auk þess á sig ryki og ari sem annars gæti valdið heimilisfólki hnerra.

2. Draumafangara. Fátt er mikilvægara en að geta látið drauma sína rætast. (Þá er gengið út frá að draumfarir fólks séu góðar) Draumafangari sem einnig er búinn til úr einföldu frumbyggjaskrani, hjálpar þér að muna drauma þína þegar þú vaknar svo þú getir látið þá rætast.

3. Stafrænan stjörnuteljara. Hvað er rómantískara en að liggja úti undir berum himni á stjörnubjartri nóttu með ástina þína í fanginu og telja stjörnur. Stjörnuteljarinn gerir þér kleift að segja nákvæmlega til um hversu margar stjörnur eru sjáanlegar og það sem meira er, hvað þær heita. Teljarinn er því um leið rafrænt stjörnukort sem stillir sig sjálft, hvar sem þú ert staddur í á jarðarkringlunni. 

4. Wikipídía leikurinn. Hvað hafa margir leikið sér í Wikipídía leiknum? Hann felst í því að komast frá einni WP síðu til annarrar í sem fæstum smellum. Þannig komst ég t.d. frá smjöri (butter)  til Íslands í 3 smellum. WP leikboxið inniheldur 3 milljón tillögur um byrjunarsíðu og endasíðu og segir þér jafnframt hver besti mögulegi árangurinn er. Frábær leikur sem allir sem eiga tölvu og eru nettengdir geta stytt sér stundir við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Prýðilegar hugmyndir að brúðkaupsgjöfum raðgiftara.

Var það ekki annars Strindberg sem sagði að óhamingjusamar fjölskyldur væru mun áhugaverðari en hamingjusamar -þær síðarnefndu væru allar eins ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.5.2010 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband