Hvernig gera má heimatilbúna sprengju

Til eru ótal leiðir til að útbúa sprengjur. Flestar eru of flóknar og hættulegar til að hinn almenni borgari reyni slíkt, jafnvel þótt hann gæti vel hugsað sér að sprengja eitthvað upp.

Hér fyrir neðan er að finna uppskrift að því hvernig búa má til skaðlausa sprengju á fljótlegan hátt, án mikillar áhættu og með lítilli fyrirhöfn. 

Þetta er ekki sú tegund sprengja sem notaðar eru til að sprengja upp ríkisstjórnir og stundum stjórnmálaflokka.  Slíkar sprengjur eru eins og allir vita oftast búnar til úr ego-þrútnum sjálfsmyndum.

Og ekki á ég heldur við hinar svokölluðu fýlubombur sem eru notaðar í samskiptum fólks, og einkum búnar til úr gremju og vonbrigðum.

Því síður á ég við sprengjur sem notaðar eru til að eyða mannslífum eða umbreyta útliti náttúrunnar.

Hér kemur uppskriftin og þið sjáið hvað ég er að meina.

 

1. Opnaðu Microsoft Word skjal á tölvunni þinni.

2. Breyttu stafagerðinni í Wingdings

3. Sláðu inn M (stórt).

Útkoman ætti að líta svona út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld !!!

Viskan (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Hannes

Skemmtileg grein hjá þér.

Veist þú hvar er hægt að fá uppskrift og efni í skítuga sprengju? 

Hannes, 21.2.2010 kl. 18:34

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Viska :=)

Nei Hannes, það veit ég ekki félagi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.2.2010 kl. 21:35

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

þú ert Svanur á meðal anda!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.2.2010 kl. 11:02

5 Smámynd: Hannes

Það er gott að vita það Svanur að þú vitir ekki hvernig á að búa til sprengju sem dreifir geislavirkni um allt.

Hannes, 22.2.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband