Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Verða þær að þeim?

Augnaráðið eins og ör af glerstreng. Vart sjáanleg svitaperla á efri vör þegar tungan leitar að orðum í tilbúin svör. Verða þær að þeim? Þetta brúðarslör fékk ég lánað hjá þér en þessa för fer ég ein. 

Þú mátt fylgja mér áleiðis, ekki alla leið.


Á gulu ljósi

Þetta hófst á gulu ljósi

sem von bráðar varð rautt

og rauðir sófar um bæinn allan

fögnuðu og hlógu dátt

og sinntu engu aðvörunarorðum

ungra drengja

sem enn áttu skotfæri og bombur

frá því á gamlárskvöld.

 

Þetta er hungur hjartans

sem aldrei verður satt,

og hungur hugans 

eins og fjallið bratt,

hungur líkamans

sem hvorutveggja batt.


Höfundur

Svanur Gísli Þorkelsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband