Leita í fréttum mbl.is

Það er trú

Að ganga þar hvar enginn stígur fer
Að anda þar sem loft ei nokkurt er
Að sjá þar til er hvergi lýsir ljós
Það er trú

Að hrópa út í þögnina og næturinnar tóm
og heyra aldrei bergmálið til baka flytja óm,
en trúa samt og trúa, aftur og aftur
Það er trú

Í steinvölunum einum sjá
fagra eðalsteina
og heilan skóg hvar reistir þú
aðeins nokkra teina
Að brosa þegar augun gráta
Það er trú

Að segja "Guð ég trúi"
þá aðrir neita þér
"Ég heyri" þá enginn svarar
"Ég sé" þá enginn sér,
Það er trú.

Heyr heiftuga ást hjartans,
hinnar villtu ástar hróp;
þú ert hulinn, en samt þarna,
Ó Drottinn sem mig skóp.
Hyljir þú ásýnd þína
og hljóðni rómur þinn
heyri ég samt og sé þig vel,
ástvinur minn.
Beygðu mig í beran svörð
ég rís á ný í þakkargjörð,
ástvinur minn.
Það er trú.

Ljóðið heitir á ensku "This is faith" og er eftir Ruhiyyih Rabbani

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanur Gísli Þorkelsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband