Leita í fréttum mbl.is

Á gulu ljósi

Þetta hófst á gulu ljósi

sem von bráðar varð rautt

og rauðir sófar um bæinn allan

fögnuðu og hlógu dátt

og sinntu engu aðvörunarorðum

ungra drengja

sem enn áttu skotfæri og bombur

frá því á gamlárskvöld.

 

Þetta er hungur hjartans

sem aldrei verður satt,

og hungur hugans 

eins og fjallið bratt,

hungur líkamans

sem hvorutveggja batt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Sem ljóðafrík langar mig að forvitnast.  Hverjir eru rauðu sófarnir og hvers vegna þarf að vara þá við og þá við hverju?  Þú ert harður við lesandann að ætlast til þess að hann geti ráðið í þetta dularfulla myndmál.   En þetta er mjög fallegt og sterkt.

Bergþóra Jónsdóttir, 13.2.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Bergþóra og takk fyrir innlitið.

Rauður sófi er vettvangur ástarsambands sem ekki á sér neina framtíð. Viðvörunarmerkin eru allstaðar en allt kemur fyrir ekki.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.2.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanur Gísli Þorkelsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband