Leita í fréttum mbl.is

Þingvellir

Í brjóstinu svellur ættjarðarástin

til beggja heimsálfa

þegar þú gengur Almannagjá

þar sem hver nibba angar af sögu.

Og þó þú vitir að á Lögbergi sértu óhultur

fyrir öllu nema roki og regni,

langar þig mest til að leggjast

í lautu við Skötutjörn

og dreyma langa drauma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Flott ljóð.  Nú eru menn að hugleiða að jarða Bobby Fischer á Þingvöllum. Ég bara á ekki orð yfir þessa menn sem algjörlega hafa misst sig í persónudýrkun á manninum.

Halla Rut , 19.1.2008 kl. 18:42

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir innlitið Halla Rut.

Ég er sammála þér með Fischer. Við íslendingar eigum það til að tapa áttum í stórmennskubrjálæði við undarlegustu tilefni. Hann á ekkert erindi í Þjóðargrafreitinn frekar en aðrir útlendir íslendingar sem borið hafa beinin á landinu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.1.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ertu að yrkja sjálfur nafni?  Gaman af þessum ljóðum hjá þér

Svanur Sigurbjörnsson, 24.1.2008 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanur Gísli Þorkelsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband