Steingerfingar, vofur og Zombíar

Gyðingar, kristnir menn og múslímar endurnýjuðu af krafti, á seinni hluta síðustu aldar, aldagamlar erjur og keppast nú við að rægja skóinn af hver öðrum í miklu áróðursstríði sem geisar hvar sem litið er í fjölmiðlum. Það umburðarlyndi sem örlaði á í lok heimstyrjaldarinnar síðari á milli fylgjenda þessara systur trúarbragða, er löngu horfið í rykmökkinn frá skriðdrekum á ferð um eyðimerkur miðausturlanda og hrjóstur gömlu Persíu. Átyllurnar eru gamalkunnar, land og auðlindir.

Þegar að kristnir menn hættu að ofsækja gyðinga eins og þeir höfðu gert í gegnum tíðina og samþykktu að þeir fengju að setjast aftur að á sínum fornu söguslóðum, tóku þeir saman höndum við þá gegn múslímum. 

Íslam sem var og er að ganga í gegn um svipaða innri þróun núna og kristni fór í gegn um fyrir 500 árum með sígandi afturhvarfi til bókstafstúlkunnar brást við með ókvæðum.

Trú og trúmál eru stöðugt gerð að blóraböggli í málum sem eru af há geo-pólitískum toga og vegna baráttu um auðlindir. Kraftur þessara gömlu trúarbragða til að hafa áhrif á söguna er löngu horfinn.  

Gyðingatrú eru eins og steingervingar sem enn er verið að skoða fyrir forvitnissakir og vegna uppruna síns

Kristnin er eins og vofa sem gufar upp um leið og blásið er á hana en birtist jafn óðar aftur annarstaðar jafn óáþreifanleg og fyrr.

Íslam er eins og Zombíi sem reyndar hefur líkama en ekkert líf. Hann ryðst áfram án þess að vita hvert hann er að fara eða hvað raunverulega er í gangi.

Er það nokkur furða að trúleysingjum fjölgi þegar þetta er úrvalið sem fólk heldur að það þurfi að velja á milli.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk sömuleiðis Kolbrún. Ég er sammála þér um að það er stundum svolítið frekt að gera persónuleg blogg að spjallþræði eins og oft gerist þegar heit mál ber á góma.

Já Babílónína til forna (nú Írak) var og er frjósamt svæði. Styrjöldin milli Írana og Íraka gerðu marga landflótta og löndin ekki eftirsóknarverð fyrir innflytjendur jafnvel þótt þeir vær múslímar:)

Palestína hefur ætíð verið harðgert land og þótt eitt af elstu akuryrkjusamfélögum heimsins hafi átt heima þar sem við köllum Jeríkó, var umhverfið hrjóstrugt og vatnsskortur mikill.

Eftir heimsstyrjöldina fyrri þegar Bretar tóku tímabundið við stjórn landssvæðisins af Tyrkjum sem voru afar fyrirhyggjulitlir um íbúa svæðisins, tók við ferill sem ekki er séð fyrir endan á enn. Fáir múslímar fá þessa dagana að flytjast til Palestínu jafnvel þótt þá fýsi. Gósen lönd fortíðarinnar eru ekki gósen lönd lengur, aðallega vegna styrjalda. Styrjaldirnar eru tengdar auðlindunum. (OLÍU) Ef og þegar heimurinn sér að sér og hættir þessum vonlausu styrjöldum, munu þessi lönd aftur verða "gósenlönd" vona ég.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.3.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband