Öfgafull "kristin" stjórnmálasamtök

religion-dm-500-789995Ný "kristin" stjórnmálasamtök sem kalla sig "kristinn þjóðarflokk" hafa verið stofnuð og opnað bloggsíðu til að kynna baráttumál sín. Fyrsta málið sem þeir láta til sín taka er að berjast á móti því að nemendur Háskóla Íslands sem fylgja Íslam verði leyft að fara með bænir sínar í kapellu háskólans en til þess hafa skólayfirvöld gefið sitt leyfi.

Það sem gerir þessi mótmæli samtakanna afar hjáróma er að kapellan er reist og viðhaldið af almennafé rétt eins og Þær kapellur og kirkjur sem eru reistar fyrir kirkjugarðsgjöld eins og kapellan í Fossvogi og á Akureyri.

Til margra ára hefur það tíðkast að fólk sem ekki tilheyrir þjóðkirkjunni hafa fengið inni með útfarar-athafnir sínar í þeim kapellum. Ekki hefur þótt stætt á því að mismuna landsmönnum að þessu leiti með tilliti til trúar þeirra.

Ef að sjónarmið hinna nýja "kristilegu" stjórnmálassamtaka fengju að ráða, (sem mér þykir samt harla ólíklegt) þá mundi þessi sjálfssagða þjónusta við þá sem ekki tilheyra þjóðkirkjunni og/eða ekki eru taldir nægilega kristnir til að geðjast þessum samtökum, leggjast af.

Færi þá fyrir lítið stefið í sálmi Matthíasar Jochumssonar: "Ó, maður, hvar er hlífðarskjól", sem þó var sungin við vígslu kapellunnar í háskólanum.

Einn af forsvarsmönnum þessarar samtaka ku vera Jón Valur Jensson en samtökin opnuðu síðu undir kennitölu á félagi sem hann rekur; Lífsréttur,útgáfustarfsemi, KT.4902871839 Pósthólf 1014 121, Reykjavík.

Jón er kaþólskrar trúar og ekki meðlimur í þjóðkirkjunni en umrædd kapella var þó á sínum tíma vígð af vígslubiskupi hennar.

Spurningin er hvað það er sem gefur Jóni rétt til að krefjast þess að fólk sem ákallar Guð á sama máli og Kristur gerði sjálfur, (Allah= Guð á arameísku, sú tunga sem Kristur mælti á) og viðurkennir Krist sem "anda Guðs" (Ruhollah)  hafi ekki rétt til þess í húsakynnum Háskóla Íslands.

Mundu þá samtökin einnig vilja úthýsa gyðingum, eða vottum Jehóva og mormónum sem margir "kristnir" telja ekki kristna þótt þeir kalli Guð Jehóva og Krist Krist í bænum sínum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skólar eiga ekki að vera með kapellur eða annað trúarstúss. ekki vinnustaðir heldur.
Fyrst skólinn fór í það rugl að vera með trúarstúss í skólanum, þá eiga allir jafnan rétt á að nota þá aðstöðu.... annað er insane.
Vonandi sér skólinn að sér og segir fólki að stússast í svona í sínum frítíma..

En JVJ er náttúrulega ofstækismaður dauðans... hann er mjög gott dæmi með að stjórnmál og trú mega aldrei fara saman...

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Víðsýni og umburðarlyndi hefur nú aldrei verið aðalsmerki strangtrúaðra og miðað við skrif Jón Vals á blogginu er bara til ein trú.

Finnur Bárðarson, 24.9.2009 kl. 16:30

3 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur kvartar undan því að íslams-trúaðir meini kristnum að komast að í þeirra bænahúsum, en hneykslast um leið á því að múslimar komist að í opinberri byggingu til að fara með Faðirvorið sitt. Hann man augsýnilega ekki hver sagði hér áður fyrr í old deis:

Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður það skal þú og þeim gjöra.

Hmmm. Við veljum víst öll og höfnum hverju við tökum mark á og hverju ekki.

Óli Jón, 24.9.2009 kl. 16:42

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samkvæmt Kaþólsku, sem Jesús Valur Jensson tilheyrir. (bloggar undir mynd af Kristi) Þá er Lúterstrú villutrú og bannfærð af Páfagarði. (gert árið 1520 og stendur enn)

Samkvæmt því er það sami "glæpur" að leyfa lúterskar messur í Kaþólskri kirkju. Hann sannar hér enn og aftur að trúarbrögð eru fleinn en ekki sameiningartákn. Uppspretta fordæmingar, mannamunar og illdeilna.  Líklegast er það ekki meint þannig, en hann er einn af þeim þúsundu sjálfskipaðra formælenda trúar, sem kemur því óorði á trúarbrögð og er kannski frestur í því að snúa fólki frá trú en hitt. Ekki Vantrú eða Siðmennt, eins og hann gjarnan heldur fram.

Það eru um 35.000 trúarsect innan kristni og innbyrðist virðist þetta vera afstaða leiðtoga þeirra. Það að allir hinir skilji og túlki trúnna rangt eða séu hreinlega villutrúarmenn. 

Eitthvað að undra að fólk snúi baki við svona þvælu?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 16:44

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann heldur svo út öðru bloggi, þar sem hann vísar í eigin skrif á hinu blogginu og segir "Kröftugar umræður" hafa skapast um málefnið, þegar í raun hann hefur sama hátt á og á sínu bloggi og hleypir þeim athugasemdum einum að, sem þóknast honum. Þetta er svo gersamlega pathetic að maður á ekki orð.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 16:46

6 identicon

Þú ert jafn ljótur og þú ert vitlaus Svanur..

LS.

LS (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 16:52

7 identicon

Vá LS virkjaði einu heilafrumuna í hausnum á sér til að setja þessa athugasemd

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 16:56

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verði byggð moska hér á næstunni, ættu þeir að bjóða Jóni Val að leggja hornsteininn að henni, því ef svo ólíklega vildi til að honum yrði ágengt í útskúfunaráráttu sinni, þá á hann allan heiðurinn af slíku. Hann hefur engu að síður andmælt byggingu mosku með miklum látum, þegar sú umræða flaug sem hæst hér um árið.

Það er rétt hjá Finni hér að ofan að í hans augum er aðeins ein trú. Kaþólskan. Það er raunar inngreypt í dogmað hans. Kaþólikkar viðurkenna enga aðra trúarkenningu en dauðaköltið þeirra, með hjáguðadýrkun, líkdýrkun, þjáningar og auðmýkingardýrkun. Hókus pókus dragshow, sem hélt heiminum í fáfræði og eimd í 1500 ár og gerði hvað hún gat til að eyða allri þeirri þekkingu, sem mannkyn hafði aflað sér aldirnar áður.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 16:59

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kudos á LS fyrir að staðfesta það sem um er rætt.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 17:12

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Á bloggsíðu stjórnmálasamtakana eru sagðar líflegar umræður já, stjórnað af af sömu röggsemi og síðu Jóns. Ég setti þar inn athugasemd sem ég er orðin vondaufur um að fást birst og er megin tilefni þessarar færslu. Ég veitti því athygli að nafn annars kunns kristins bloggara, Guðsteins hauks, er bendlað við samtökin og skil ekki hvaða samleið hann á með þessum öfgum.

þegar skírskotað var í einni athugasemd á síðunni til beinna orða Krists um umburðalyndi, sagði Jón það vera "umturnun" á boðskap Krists. Jón tók aftur á móti vel undir athugasemd annars sem hvatti til að umburðarlyndi ætti ekki að sýna.

Á málefna lista flokksins (ef þetta er þá flokkur) er höfðað til  hins "nýja Íslands" sem fær mann til þess að hugsa til varnaðarorða fólks sem benti á að á upplausnartímum risu gjarnan upp sjálfskipaðir frelsarar sem kenndu sig við þjóðlegar stefnur og sveipuðu sig sauðargæru.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2009 kl. 17:27

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já, LS, það kemur ekki á óvart að stuðningur við "kristna" þjóðarflokkinn kemur úr þinni átt Logicsocietu@email.com  miðað við boðskapinn á heimasíðu þinni .

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2009 kl. 17:38

12 identicon

Höfum við ekki bara gott af því að hlusta á þetta.

http://www.ted.com/talks/lang/eng/dan_dennett_s_response_to_rick_warren.html

Ingó (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 17:59

13 identicon

Guðsteinn fellur mikið í áliti hjá mér þegar hann bendlar sinni persónu inn í þetta rugl... en kristnir sjá aldrei neitt að hjá trúbræðrum sínum... svo kom Rósa krissi og skammaðist yfir að mbl væri ekki búið að eyða accountinum mínum.
Sorglegt fólk

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 18:03

14 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Svanur, værir þú til í að beita þér fyrir því að Kristnir fái að halda Guðþjónustur í Moskum Múhameðstrúarmanna í ríkjum Íslam ?  Heldurðu að þér yrði ágengara en Múslimum hér á landi að halda sínar bænasamkomur í Kristnum kirkjum ?

Ég bara spyr

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.9.2009 kl. 22:47

15 identicon

Það sem Tóma er að segja: Aðrir eru fífl þannig að við skulum vera fífl líka.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:16

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kristnir menn fá að biðjast fyrir í moskum víðast hvar í heiminum. Um það þarf ekki að biðja, þeim er ekki meinaður aðgangur að moskum.

En þeir mundu eflaust ekki fá að halda þar guðþjónustur eða veita sakramentin þar. 

En kapellan er ekki "kirkja". Orðið kapella kemur af afhúsinu eða tjaldinu þar sem kjólar og kápur prestsins voru geymdar til forna.

En já, ég hef reyndar skrifað nokkur bréf til stjórnvalda í Íran og í Egyptalandi til að hvetja þá til að veita fólki sem tilheyrir öðrum trúarbrögðum en Íslam, eðlileg mannréttindi.

En hvers vegna ættu kristnir menn að taka sér múslími til fyrirmyndar með það. Finnst þér sjálfsagt að gjalda líku líkt Tómas.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2009 kl. 23:19

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tómas er enn þarna á "Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" ídeologíunni. 

Hafi menn hug á að slíðra sverðin í trúarbragðadeilum, er það vísasta fordæmið að vera sá sem undan lætur og sýnir skilning og umburðarlyndi. Þá er von að seinna fái kristnir að messa í Moskum, ef það er eitthvað markmið. Man ekki eftir að þeir hafi sótt um það og því ómögulegt að segja hvernig múslimir bregðist við.

Annars er þetta á báða bóga vitnisburður um eðli trúarbragða, sem sundrungarafls. Trúaðir hafa rænt hugtakinu multiculturalism og nota það til að þvinga öllum gildum, kreddum og skít upp á venjulegt fólk. 

Trúarbrögð eru krabbamein.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 05:39

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sanniði til, það eru til menn sem telja umrætt fyrsta baráttumál hins nýstofnaða flokks mikið þjóðþurftarmál.  

Eg er kannski ekki viss um að tíminn núna  á ísl. sé akkúrat hagstæður til að draga atygli og fylgi að slíkum aðskilnaðarmálum.  Fólk hefur um svo margt annað að hugsa flest.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2009 kl. 11:01

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var að uppgötva þessa síðu núna, þegar ég var að fylgjast með því, hvort ein vefsíða samtakanna væri ekki á "heitum umræðum" Moggabloggsins (sem reyndist rétt). Ekki hef ég tíma þessa stundina til að leiðrétta hér ýmsar rangfærslur, en ég sé, að Svanur Gísli lætur sér ekki nægja að vera með mörg innleggin á síðum okkar í Kristnum stjórnmálasamtökum, heldur verður að fá gremju sinni og óvild útrás einnig hér.

Ein mikilvæg aths. í viðbót: Óli Jón fullyrðir: "Jón Valur kvartar undan því að íslams-trúaðir meini kristnum að komast að í þeirra bænahúsum." Þetta er rangt, ég veit í 1. lagi að kristnir mega koma inn í a.m.k. margar moskur, taki þeir af sér skóna og viðhafi engar kristnar bænir eða t.d signingu, og í 2. lagi ætlast ég alls ekki til þess, að kristnir fái að hefja ritningalestur, sálmasöng, guðsþjónustu né aðra helgisiði í moskum múslima. Hins vegar ætlast múslimar hér til þess að fá að framkvæma sína helgisiði og Kóran-lestur fyrir framan altarið í kristinni kapellu Háskólans! Nánar um það á vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka.

Jón Valur Jensson, 25.9.2009 kl. 11:13

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Valur; Sættu þig bara við að þú hefur alrangt fyrir þér í öllu þessu máli. Sannfæringarkraftur þinn þverr með hverju orði sem þú skrifar af því að þú veist að þú hefur slæman málstað að verja. Jafnvel þegar þér er sýnt fram á að páfinn sjálfur viðurkennir að Elahh (Allah) sá Guð sem Kristur ákallaði og sá sem múslímar tilbyðja sé Guð "skapari himins og jarðar," reynirðu að snúa út úr og endurtúlka augljósan texta hans.

Að kalla á kennifeður kaþólskar kirkju sér til fulltingis og gefa í skyn að þær ógildi á einhvern hátt þessi ummæli páfa er út í hött.

En verra er að skýrskota til túlkunarágreinings múslíma og kristinna um guðshugmyndina, vitandi að á meðal kristinna safnaða eru þær svo mikið á reyki að um þær hafa aldrei náðst neinar sættir hvað þá eining.

Það sem væri eðlilegast fyrir þig sem kristinn mann að gera, er að biðjast forláts á þessu gönuhlaupi því það mundi bera meira vitni um "stöðuglyndi við þitt kristniboðshlutverk" en nokkuð annað.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 11:27

21 identicon

Er Jón Valur illa gefinn, eða einfaldlega vitlaus. Í öllu falli er hann allavega leiðinlegasti bloggari er kemur fram á bloggsíðum.

Og að lýsa yfir að Svanur Gísli sýni honum einhverja gremju er fáránlegt.

En Jón Valur vill bara jábræður og þolir ekkert vitrænt.

Kannski að hann telji sig hinn nýja Messías, hvað ætli Ástþór sé þá.

Þeir kumpánar eru svo ómótstæðilega líkir í bulli og blaðri.

Kær kveðja 

kunst (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 13:36

22 identicon

Ég skil ekki afhverju fólk geri JVJ það til geðs að tala við hann eða um hann.

Úbbs, þarna gerði ég sömu skissu

Bjöggi (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 15:08

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Bjöggi.

Þú hreyfir þarna við ákveðnu máli sem ég hef líka hugsað mikið um. Jón Valur berst mikið á í bloggheimum. Hann skrifar á vísir.is og rekur tvö blogg hér á blog.is. Nafn hans kemur ósjaldan upp í umræðum um trúmál og svo skilst mér að hann sé með einhvern þátt á útvarpi sögu. - Hann finnur lítinn hljómgrunn fyrir skoðnum sínum og metur það sem svo að þá þurfi hann enn að herða róðurinn.

Oft hefur verið vegið að persónu hans á þann hátt að alla vega mér hefur ofboðið. En aftur á móti er ljóst að hann beitir oft bellibrögðum í sínum málflutningi. -

Persónulega finnst mér hann geta farið sínu fram, haldið fram skoðunum sínum eftir lyst, án þess að það trufli mig mikið. En nú hefur hann stofnað flokk, opinber samtök sem hafa á stefnuskrá sinni að hindra, í það minnsta múslíma, í að hafa afnot af húsakynnum opinberrar stofnunar.

Því ofríki ber að mótmæla.

Og af því að Jón er í forsvari fyrir kristilega þjóðarflokkinn á þeirra blogsíðu og  myndar sig þar við að stjórna umræðum með því að velja og hafna hvað þar birtist, var ekki um annað að ræða en að taka upp umræðuna þar sem fólk getur tjáð sig um málið, án þess að vera ritskoðað.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 15:32

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl kunst.

Það er því miður svo að þrátt fyrir að fólk geti verið vel gefið, kann það að vera afar fáfrótt. Þvermóðska og fáfræði eru mjög óaðlaðandi blanda.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 15:38

25 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Svanur Gísli, þarftu ekki að fara á ypsilon-námskeið?

Það eru þrjá ypsilonvillur í þessu síðasta innleggi þínu!

Kristin stjórnmálasamtök, 25.9.2009 kl. 15:41

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ekki því síðasta, heldur þessu kl. 11:27.

En ypsilonathugasemdina átti ég.

Jón Valur Jensson, 25.9.2009 kl. 15:44

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Kristin stjórnmálasamtök hafa ekkert "á stefnuskrá sinni" um Háskólakapelluna, þótt um hana hafi verið skrifaðar tvær greinar (af 79 pistlum alls, sl. tvö og hálft ár) á vefsetrinu.

Jón Valur Jensson, 25.9.2009 kl. 15:51

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón, ég er slæmur í ypsílonvillunum :) stafað með í ekki i :)

Það eru góðar fréttir að þessi "kristilegu" stjórnmálsamtök hafi það ekki á stefnuskrá sinni að loka Háskólakapellunni fyrir múslímum. Óefað hefur þessi umræða dregið eitthvað úr áhuga þeirra fáu sem þann flokk fylla til að halda því máli til streitu. - Það má sem sagt búast við því að þau mál sem fylgismenn flokksins leggjast með eða á móti í pistlum á formlegri síðu samtakanna séu ekki þeirra baráttumál og stefna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 16:31

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Kristin Stjórnmálsamtök:

Það er nú fínt að fá ykkur í heimsókn hingað til að prófarka lesa textana mína og leita að "ypsilonvillunum" eins og þið kallið það en eigi líklega við ypsílon villum.

Talsmaður ykkar (K1)  var hér á ferðinni líka í sömu erindum og varð á að gera sömu vitleysuna líka.

Hann heldur því fram að þau mál sem skrifað er um á síðu samtakanna séu ekki endilega stefnumál flokksins jafnvel þótt þið sem samtök skrifið undir greinarnar mjög greinilega, en skrifarinn sjálfur gleymi því oft? Er hugsanlegt að komin sé upp einhver klofningur varðandi kapellumálið milli ykkar og JVJ (aka K1) ?

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 16:47

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Engan útúrsnúning, Svanur Gísli. Það hefur ekki verið fundað um þetta kapellumál hjá samtökunum og engin samþykkt gerð um það. Ég hef ritað um það tvær greinar á vefsíðu samtakanna og talað þar um megináherzlumálið í því efni sem ég hygg ekkert okkar andvígt, enda eru flestir kristnir, sem rætt hafa þetta mál við mig eða í bréfum til mín, hneykslaðir á því sem þarna átti sér stað; en það væri líka allt í lagi, ef það kæmi á daginn, að áherzlumunur væri meðal okkar samtakafólks um málið. Þetta eru frjáls samtök, ekkert kúgunartæki.

Jón Valur Jensson, 25.9.2009 kl. 16:58

31 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Valur; Á líka eftir að funda um það hvers athugasemdir þið birtið á síðunni og hverra ekki. Ég setti inn athugasemd hjá þeim/þér sem ekki hefur verið birt. Hvað varð um hana?

Hér hefur ekki verið gerð nein tilraun til útúrsnúninga. Af gefnu tilefni, látlaust grín kannski, en alls ekki útúrsnúningar. Þú kemur fram í nafni samtakana, bæði sem einstaklingur og svo sem samtökin sjálf en neitar samt  að það sem birtist undir nafni samtakanna sé stefna þeirra og sé aðeins þín persónulega skoðun.

Fjöldi athugasemda á síðu samtakana er undirskrifaður af samtökunum sjálfum.

Af sjötíu og einni  athugasemd sem komnar eru þegar þetta er ritað, á síðu samtakanna út af málinu,  eru aðeins fimm (5) þeirra fylgjandi málinu, fyrir utan þínar eigin og samtakanna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 17:41

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi athugasemd, sem þú nefndir, er hér orðrétt ofar, kl. 11:27.

Ég vil biðja þig að hætta þessari áreitni. Ég er afar þreyttur eftir vökur og finnst þú gera í því að vera ósanngjarn og árásargjarn, Svanur Gísli.

Félagsmenn samtakanna skrifa allir undir nafni þeirra, en nefna sín eigin nöfn yfirleitt um leið. Það hef ég líka gert, þótt mér gleymist stundum að setja stafina með, en geri það þá jafnan strax á eftir eða í næsta innleggi, svo að sjáist, hver ber ábyrgð á hverju skrifi.

Þessi lokaorð þín hér kl. 17.41 eru einungis til marks um, að margir gagnrýnendur kristinnar trúar hafa safnazt að vefsíðu samtakanna, rétt eins og tíðkast að ráðast á vissa einstaklinga í fréttum. Gamalkunnugir krítíkerar hafa birzt þarna, og ef þeir ætla stöðugt að leggja síðuna í einelti, verður kannski að breyta skipulaginu.

Jón Valur Jensson, 25.9.2009 kl. 19:47

33 Smámynd: brahim

Jón Valur, farðu nú að segja rétt frá, þó ekki væri nema í eitt skipti.

(Hins vegar ætlast múslímar hér til þess að fá að framkvæma sína helgisiði og Kóran-lestur fyrir framan altarið í kristinni kapellu Háskólans! Nánar um það á vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka.)

Þetta er rangt hjá þér að múslímar hafi ætlast til þess að fá afnot af kapellu Háskólans, hvað þá krafist eins og sumir hafa haldið fram.

Þeir fóru rétta boðleið með ósk sína um að fá afnot af kapellunni, og fengu þá ósk sína uppfyllta.

Frétt um þetta kom í sjónvarpinu sem og viðtal við islamskan nemanda. Geri ráð fyrir að þú hafir lokað augum og eyrum þegar það viðtal birtist.

brahim, 25.9.2009 kl. 22:20

34 identicon

Æi ræfils Jón Valur er þreyttur. Eftir hvað, heimsku,illgirni,áróður,stafsetningu,lygi,áróður.

Eftir hvað er Jón Valur þreyttur. Hógværð,skilning,vit,getu,sangirni,trúfrelsi. tæplega það má vel vera að Jón Valur telji sig góðan mann, en miðað við það er hann rita þá er hann ofstækismaður og aðeins til þess fallin að byggja upp sundrung.

Ég fer ekki ofan af því að það sé gott fyrir mig að hafa Guðs trú.

En hún byggist á því að kirkjur,prestar,páfar eða aðrar slíkar heimsku vættir eru ekki fyrir mig.

Ég er nokkuð viss um að Doctor E er mun betri manneskja en Jón Valur.

Góðar Kveðjur til þín Svanur.

Þú hefur gott vit og getu.

Kunst (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 22:23

35 Smámynd: brahim

Jón Valur:  Raunar þarf hér ekkert spurningarmerki. Þetta er STAÐREYND! Háskólaráð hefur tekið þessa furðulegu ákvörðun, en hver gaf því leyfi til að taka rými, sem helgað er kristinni guðsþjónustu, til notkunar fyrir félagsskap múslima?

Öflug umræða um misnotkun á Háskólakapellunni: annarleg trúarbrögð mætt í helgidóminn

Held að þessi orð segi allt um þig og þinn þankargang.

brahim, 25.9.2009 kl. 22:37

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ófrægingin er öll ykkar, piltar, þ. á m. Svans Gísla, sbr. fyrirsögn þessa pistils hans og þá staðreynd, að hann leyfir hér mannorðsníð, jafnvel frá nafnlausum (og þar með á eigin ábyrgð) eins og frá gervidoktornum og "Kunst", sem sennilega er bara gervidoktorinn í öðru gervi, og er hann þá farinn að skjalla sjálfan sig, en skortir þó sem fyrr á hugrekkið að birta sitt rétta nafn.

Þessi orð, sem "hrahim" (= Kristinn Eiðsson) tók hér upp næst á undan, kl. 22.37, af vefsíðu samtakanna, eru fullkomlega eðlileg. Ég vek um leið athygli á því, að hann hefur áður staðið í þjarki við mig, mótaður af andkristni.

Tilætlunarsemi múslimanna, sem gátu ekki komið sér saman um að finna og leigja sér bænaherbergi sjálfir eða biðja um lítið herbergi hjá Háskólanum, eða skorti upp á virðinguna fyrir kristindómi að halda sínum trúarsiðum frá kapellunni, er ótvíræð, en hliðstæð dæmi munu finnast á Norðurlöndunum og Bretlandi um að þeir ætlist til margs af samfélagi, sem sumir þeirra eru lítt trúir í reynd. Hrikalegasta dæmið, sem ég þekki, var imam einn í Lundúnum.

Að því öllu sögðu tek ég fram, að ég dæmi ekki meirihluta múslima af slíkum dæmum.

Jón Valur Jensson, 25.9.2009 kl. 23:15

37 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Allt það sem á þessari síðu birtist og stendur er á mína ábyrgð Jón Valur,ef ég skil samningin við blog.is rétt. Undan því mun ég ekki skorast. Þú skorast undan að birta athugasemd mína þar sem hún var upphaflega gerð og telur þig eflaust hafa fyrir því gildar ástæður sem eru vafalaut tengdar því að þá mundi  hún lesast í samhengi við vonlaust yfirklór þitt á vefsíðu samtakanna.

Ég sé að þú ert ekki þreyttari en það að eftir að hafa beðist vægðar kl.19.47, sem ég ætlaði að virða við þig og verða að, kemurðu aftur hér eins og uppvakningur kl.23.15 og ferð að úthúða mér og þeim sem hér hafa tjáð sig fyrir að veitast að persónu þinni fyrir að fara með staðlausa stafi og sannanlega hreinar lygar.

Af áttatíu og átta athugasemdum sem komnar eru á síðuna ykkar er  aðeins átta aðilar sem fengið hafa birt eftir sig athugasemdir sem ekki eru fylgjandi málinu. Langflestar athugasemdanna eru skrifaðar af þér og það auglýsir þú í sérstökum bloggfærslum sem fjörugar umræður.

Um annað sem þú staðhæfir hér ætla ég ekki að fjölyrða . Þar ber allt að sama brunni, sem fáir eða engir hafa geð í sér að drekka úr.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.9.2009 kl. 01:42

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sannarlega er þreytandi að eltast við rangfærslur þínar, Svanur Gísli.

Og þvílík er óvild þín (tapsár, karlinn?), að þú berð það upp á mig saklausan að hafa farið með "hreinar lygar".

Og hvað ertu að dylgja hér um "aðeins átta aðila(r) sem fengið hafa birt eftir sig athugasemdir sem ekki eru fylgjandi málinu"? Ertu að halda því fram, að einhverjir, sem farið hafi eftir skilmálum vefsíðunnar, hafi ekki fengið að birtast á vefslóðum Kristinna stjórnmálasamtaka? Það er einfaldlega rangt hjá þér, og þú hefur ekkert fyrir þér í þessari fullyrðingu.

Ein undantekning er þó, sem ég hafði ákveðið að gera að efni sérstakrar bloggfærslu ásamt svari frá mér: Löng athugasemd frá Óla Jóni er óbirt, en verður birt með fyrrnefndum hætti. Þótt hvass geti verið í mörgu, hefur hann eðlilega séð sér hag í því að reyna að vanda rökfærslur sínar. Þar hefur hann tekið miklum framförum, vil ég fullyrða, frá því fyrir nokkrum misserum, en það er eins og ýmsum í ykkar hópi gagnrýnendanna sé þetta fyrirmunað, sbr. augljós dæmi hér á síðunni um persónuárásir og rætni í stað málefna-umfjöllunar, og sjálfum síðuhöfundi, Svani Gísla, virðist hafa farið aftur, þótt ýmislegt hafi verið vel gefið í pistlum á stundum.

Jón Valur Jensson, 26.9.2009 kl. 02:14

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fámennið, sem andmælt hefur pistlum á vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka (en verið þeim mun þrásæknara við að hamra aftur og aftur á okkur), er einmitt vitnisburður um, að þrátt fyrir áberandi mikil mótmæli þeirra er þetta örsmár brotabrots-minnihlutahópur.

PS. Innleggið eina og þjösnalega, sem óbirt var frá þér, Svanur Gísli, hafði ég geymt að birta eins og hitt frá Óla Jóni (hann átti þó annað eða önnur innlegg eins og þú), en þar sem það er þegar birt hér, ætti það að nægja þér.

Jón Valur Jensson, 26.9.2009 kl. 02:21

40 Smámynd: brahim

Hvernig væri að þú  Jón Valur svaraðir commenti mínu frá 22.20, sem er hrein og bein rangfærsla frá þér.

Vona að þú sért , maður til að viðurkenna rangfærslu þína.

brahim, 26.9.2009 kl. 02:40

41 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að Jón Valur hafi sett persónulegt met í lýðskrumi í tengslum við þetta mál. Hann átti það sem var fyrir.  Vá hvað maðurinn er geggjaður.!

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 08:58

42 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo þegar hann kemst í rökþrot, þá fer hann að agnúast út í stafsetningu manna. Ad Hominem og Strámenn út um allt. Sjálfur akademíkerinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 08:59

43 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 Jón Valur reit;

Og hvað ertu að dylgja hér um "aðeins átta aðila(r) sem fengið hafa birt eftir sig athugasemdir sem ekki eru fylgjandi málinu"?

Þetta eru engar dylgjur Jón, frekar en annað sem  ég segi og þú reynir að gera tortryggilegt. Átta mans fyrir utan sjálfan þig hafa á einhvern hátt sagt sig vera samþykkt þessu kapellurugli þínu.

Þessir átta eru; Guðmundur Jónas Kristinsson, Óskar Helgi, Þórarinn Gíslason, Vilhjálmur Örn, Rósa Aðalsteinsdóttir, Eva Lind og Guðmundur Ragnarsson.

Getur þú bent mér á hvað í þessari athugasemd sem ég setti inn hjá þér og þú neita mér um að birta, brýtur í bága við skilmála síðunnar;

Jón Valur; Sættu þig bara við að þú hefur alrangt fyrir þér í öllu þessu máli. Sannfæringarkraftur þinn þverr með hverju orði sem þú skrifar af því að þú veist að þú hefur slæman málstað að verja. Jafnvel þegar þér er sýnt fram á að páfinn sjálfur viðurkennir að Elahh (Allah) sá Guð sem Kristur ákallaði og sá sem múslímar tilbyðja sé Guð "skapari himins og jarðar," reynirðu að snúa út úr og endurtúlka augljósan texta hans.

Að kalla á kennifeður kaþólskar kirkju sér til fulltingis og gefa í skyn að þær ógildi á einhvern hátt þessi ummæli páfa er út í hött.

En verra er að skýrskota til túlkunarágreinings múslíma og kristinna um guðshugmyndina, vitandi að á meðal kristinna safnaða eru þær svo mikið á reyki að um þær hafa aldrei náðst neinar sættir hvað þá eining.

Það sem væri eðlilegast fyrir þig sem kristinn mann að gera, er að biðjast forláts á þessu gönuhlaupi því það mundi bera meira vitni um "stöðuglyndi við þitt kristniboðshlutverk" en nokkuð annað.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.9.2009 kl. 12:31

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sjáið Jón Steinar, mikið er maðurinn gramur, greinilega uppsigað við málstað minna samtaka. En ég gef honum færi á að draga til baka þessi meiðyrði í lokaorði hans eftir morgunkaffið kl. 8.58.

Kristinn Eiðsson ("brahim"), þú sem talar um "beina rangfærslu" frá mér (þ.e. í tilvitnun þinni kl. 22.20), þetta var engin rangfærsla. Tilætlun ungu múslimanna var greinileg. Þeir fara fram hjá guðfræðideild, sem umfram alla aðra hefur umsjón með kapellunni, og leita á náðir háskólaráðs, þar sem þeir vita sennilega, að ýmsir róttæklingar og fjölmenningarhyggjumenn eiga sæti, til þess að fá að troða sér inn í þessa kapellu með sínar annarlegu trúariðkanir. Annarlegar eru þær í þeirri merkingu, að þetta er allt önnur trú en sú, sem þessi kapella var helguð, en samt leita þeir þarna tækifæris til að fá ekki aðeins að praktísera hana, heldur einnig kynna hana og breiða út (eins og gert hefur verið í Skandinavíu). Vita máttu líka, að ekki er hún betri músin sem læðist en hin sem stökkur. Menn geta gengið með yfirborðs-kurteisi á vörunum og farið þessa á leit við háskólayfirvöld, en rétt athugað er þetta enn eitt dæmið um ágang þessara afla á ýmsum sviðum þjóðlífs Norðurlandanna. Fjöldi Dana hefur tekið þessa trú, oft með meira offorsi en fólkið sjálft, sem aðflutt er (trúskiptingar eru oft "kaþólskari en páfinn"), og það er beinlínis hættulegt þessum þjóðfélögum, því að ekki þarf nema einn ofbeldissinnaðan öfgamann af 100 manna hópi til að valda skaða.

Svanur Gísli, ég misskildi þig með talninguna, hélt þú hefðir átt við átta andmælendur málstaðar míns, og ég taldi þá ekki sjálfur. Svara þér betur á eftir.

Jón Valur Jensson, 26.9.2009 kl. 15:54

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjalti Rúnar Ómarsson, sem er sá maður í hópi Vantrúarmanna, sem einna mestan fræðilegan metnað virðist hafa í sambandi við skrif um Biblíuna (þótt ég mæli ekki með þeim eða ályktunum hans) og um trúarbrögð, átti í dag þetta innlegg á síðu Guðsteins Hauks í tengslum við þessi mál:

"Ég er nú sjaldan sammála honum Jóni Val, en ég er sammála honum varðandi málflutning Svans, hann er afar fátæklegur. Sem dæmi þá kíkti ég á ræðuna þar sem Ratzinger sagði þetta:

"Múslímar tilbiðja Guð, skapara himins og jarðar, sem talað hefur til mannkynsins"

Ég sá ekki betur en að túlkunin hans Jóns sé góð og gild, að þarna sé Ratzinger einfaldlega að tala um þær hugmyndir sem múhameðstrúarmenn hafa af guði, en ekki að segja að þessi guð þeirra sé sami guð og guð kristinna manna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.9.2009 kl. 16:39."

Jón Valur Jensson, 26.9.2009 kl. 16:54

46 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er varla svara vert Jón. Páfinn talar skýrum orðum og viðurkennir að múslímar tilbiðja sama guð og kristnir, skapara himins og jarðar.  

En það er gott að Hjalti Rúnarhefur komist að því líka að Ratzinger og múslímar (þeir heita ekki múhameðstrúarmenn og sú nafngift er í þeirra eyrum móðgun) séu sammála um að "Múslímar tilbiðja Guð, skapara himins og jarðar, sem talað hefur til mannkynsins"

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.9.2009 kl. 17:28

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ósammála þér um þetta, Svanur Gísli, þ.e.a.s.: Við höfum ekki með þessari einu setningu nóg í höndunum til að kveða upp úr um einhlíta túlkun textans. Sennilega hefur páfinn tjáð sig um þetta annars staðar. Annars hefur hann reyndar ekki gefið út neina trúarkenningu um þetta mál, ekki úrskurðað um neitt ex cathedra eða frá sínum kennistóli sem eftirmaður heil. Péturs í þessu máli. Álit Tómasar frá Aquino (að þessi trúarbrögð hafi ekki sama guð) er ennþá virðingarvert ekkert síður en páfans. Svanur má ekki gerast kaþólskari en páfinn í trausti á óskeikulleika páfans! Og Tómas nýtur afar hárrar viðurkenningar í kirkjunni sem Doctor Ecclesiæ eða einn af kennifeðrum hennar. Ég man ekki, hvort nokkur af páfunum nýtur slíkrar virðingar annar en Gregor (Gregorius) mikli.

PS. Islam hefur lengi verið kölluð Múhameðstrú á Íslandi, rétt eins og lútherska útgáfan af Vesturkirkju-kristni hefur verið kölluð Lútherstrú. Merkingin er ekki, að fólk trúi á Lúther eða Múhameð, heldur sé sömu trúar og Lúther eða Múhameð.

Jón Valur Jensson, 26.9.2009 kl. 21:29

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

HÉR má lesa um kennifeður kirkjunnar, Doctores Ecclesiæ.

Jón Valur Jensson, 26.9.2009 kl. 21:36

49 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú vitnar enn til kennimannsins Tómasar frá Aquino þrátt fyrir að hann lýsi Guðdóminum á sama hátt og doctorar Íslam og reyndar Múhameð sjálfur gerði. Undir margar  útlistannir Tómasar má alveg skrifa, en ekki allar og allra síst þær sem voru órjúfanlegur hluti af samtíma hans eins og andúð á múslímum. 

Í sumum efnum var hann nefnilega augljóslega barn síns tíma.

Villutrú allskonar var honum ekki að skapi og hann vildi að villutrúarmenn yrðu líflátnir. Rannsóknarréttir kaþólsku kirkjunnar studdust einmitt við hans túlkun þegar þeir vörðu sínar afglapalegu gjörðir.

Og ekki trúi ég að þú Jón takir undir þessum forna trúbróðir þínum hvað þá túlkun varðar.

Er eðlilegt að tala um Mósestrú eða  Jesútrú? Álíka hjákátlega lætur orðið Múhameðstrú í eyrum. Hún heitir Íslam og fylgjendur hennar múslímar. Hvað rangnefnið hefur verið lengi við líði skiptir ekki máli, ef þér er kunnugt um hvað rétt er.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.9.2009 kl. 23:47

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það er allt í lagi að tala um Jesútrú, en það merkir þá ekki að trúa "því sem Jesús trúði," heldur að trúa á Jesúm. Jesús trúði ekki, hann vissi með fullkominni þekkingu. En þú, Svanur Gísli, fjarlægir ekki orð úr íslenzku máli, þótt þig langi til þess.

Og ekkert þarftu að kenna mér í fræðum Tómasar frá Aquino, ég hef lagt stund á þau sérstaklega í stífu námi hálfan áratug (1977–79, 1980–83 og raunar lengur). Svo mikið er víst, að hann "lýsti" ekki Guðdómnum "á sama hátt og Múhameð", Tómas var hógværari maður með þekkingu sína en svo, að hann teldi sig geta "lýst" Guði.

Jón Valur Jensson, 27.9.2009 kl. 00:15

51 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Orðin niggari, júði og önnur níðorð eru til í málinu líka, en maður notar þau ekki. Þetta bull um "að breyta íslenskunni" á hér ekki við. Rök þín fyrir að nota orð um múslíma sem þeim finnst móðgandi guðlast segir að ásetningur þinn sé að móðga þá og það aftur segir til um innræti þitt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 00:46

52 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, hrikalegt er að lesa þetta – að sjá þetta til þín, Svanur Gísli. Ertu að reyna að sverta æru mína með ósannindum? Og hvernig getur það að kenna múslima við trú Múhameðs verið guðlast í eyrum þeirra? Hitt gæti ég skilið, að þeir vilji ekki kalla þetta 'isma' nefndan eftir spámanni þeirra.

PS. Orðið 'Múhameðstrú' er á engan hátt sambærilegt við þau níðyrði sem þú nefnir. Fyrrgreint orð um trú þessa hefur lengi verið notað í fræðibókum og sagnfræði án minnstu viðleitni manna til níðs með þeim hætti. Stilltu þig, Svanur.

Jón Valur Jensson, 27.9.2009 kl. 04:17

53 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svanur Gísli, þú ert stundum óttalegur fáfræðingur. Í flestum tungumálum Evrópu er til orðið Mósaísk trú (Mosaic). Þar er átt við Móses, kallinn minn, en ekki mósaík. Við tölum um Kristni, og þar er átt við Jesús Krist. og ekki neitt annað. 

Nú svo hef ég heyrt um Búddatrú og Buddism og Baháí sem er kennd við hann Bahá'u'lláh . Þetta ættir þú að vita, eins vel og þú ættir að vita að búddistar og baháíar hóta ekki öllum heiminum fyrir mismæli eða heiti á hugtökum.

Múhameðstrú er fullgilt orð á íslensku og enginn Múslími eða einhver vælukjói með pólitíska rétthugsunarsýki á sjúklegu stigi mun nokkru sinni segja mér að hætta að nota það orð. Það er er engu síðra orð en Íslam, sem bókstaflega þýðir friður. Friðartrúin Íslam. 

Og hvar er mestur ófriður í heiminum í dag, Svanur? Menn hvetja til árása í nafni Friðar.

Og fyrst þú, Baháítrúarmaðurinn Svanur, telur mig til stuðningsmanna Jóns Vals, hvað varðar undran yfir notkun kristinnar kapellu fyrir bænahald Múslíma. Þá endurtek ég var líklega fyrsti Íslendingurinn sem nefndi möguleikann á því að moska yrði byggð á Íslandi.

Þar að auki eru flestir helstu guðfræðingar múslíma á mót því að Múslímar biðji í kirkjum og samkunduhúsum gyðinga, þó svo að þeir líti á alla jörðina sem bænastað múslíma/múhameðstrúarmanna. En nú er það einu sinni svo að Íslam eru enn ekki alheimstrúarbrögð. Flestir siðmenntaðir múslímar ráðleggja því ekki trúbræðrum sínum og -systrum að þröngva sér inn í kristið Guðs hús eða synagógu til að segja þar bænir sínar.

Þú ferð væntanlega ekki í mosku til að tilbiðja þinn guð?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.9.2009 kl. 09:28

54 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Af hverju færi ég ekki í mosku til að tilbiðja Guð Vilhjálmur?

Hvar vorum við að ræða "flest mál Evrópu"?

Að telja þig stuðningsmann Jóns Vals; ertu kannski að neita því að þú sért það?

Mörgum íslendingum finnst ekkert að því að kalla Gyðinga hinu gamalgróna nafni Júða. Finnst þér það sæmilegt?

Jón Valur; Að fáfræði íslendinga hafi fengið þá til að setja orðið í fræðibækur breytir engu um að múslímum finnst það móðgandi. Ef þú telur æru þín í hættu vegna þessarar vitleysu sem ég stend í að reka ofaní þig, þá það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 11:17

55 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

1971 varst þú Baháítrúar, skv. kynningu á sjálfum þér á blogginu. Baháímenn biðja ekki til guðs síns í moskum. Þeir voru og eru ofsóttir af þeim sem biðja í moskum. Er það ekki rétt athugað hjá mér, Svanur?

Þó sumir múslímar telji sig geta beðið í kristnum guðshúsum, kapellum og kirkjum, þá leyfist gyðingum og kristnum ekki að biðja í moskum eða á helgum stöðum múslíma. Múslímar hófu stríð fyrir tæpum 10 árum vegna þess að hópur gyðinga fór á musterishæð í Jerúsalem, þar sem musteri Salómons stóð. Þeir vildu biðja. Múslímar fóru í stríð.

Júði er orð sem ég nota ekki sjálfur, því það hefur verið lögð niðrandi merking í þetta tökuorð á íslensku, sem er lánað úr dönsku (jøde) og Judeá þýsku, þar sem orðin geta einnig haft ósæmilega merkingu, allt eftir samhenginu. T.d. þegar múslímar í Danmörku krefjast: "død over jøderne", eins og ég hef sjálfur heyrt. Þar sem "júði" er nú orðið oftast notað niðrandi í íslensku nútímamáli, tel ég að notkun orðsins gyðingur sé frekar við hæfi. Orðið er ekki dregið af spámannsheiti eða trúarbrögðum, heldur af landsvæði/ætthvísl, sem gefið hefur bæði trú og trúariðkendum nafn. En ofsóknir og fordómar hafa kennt gyðingum að kippa sér ekki upp við allt. Það eru í hæsta lagi 30 manns á Íslandi sem geta særst á misnotkun orðsins Júði, og þú ert ekki einn þeirra Svanur Gísli. Þú móðgast ekki fyrir hönd annarra. En þetta fer allt eftir samhenginu. Og þegar menn taka hluti úr samhengi, eins og þú gerir gagnvart Jóni Val, er illt í efni.

Þú skrifaðir: "Er eðlilegt að tala um Mósestrú eða  Jesútrú? " Ég svaraði: að á flestum þjóðtungum Evrópu væri til Mosestrú (Mósaísk trú/The Mosaic Religion).

Mig langar svo að segja sögu:  Fyrir rúmum áratug tók gott fólk upp á því að stefna ýmsu fólki með mismunandi trúarbrögð saman í Háteigskirkju. Voru menn beðnir að undirbúa einhverja framsögu sem tengdist trú þeirra. Þegar menn mættu í kirkjuna vildu múslímar í hópnum fyrir enga muni vera með neitt trúarlegt í kirkjunni. Þeim þótti það ekki viðeigandi. Þeir gátu ekki beðið í kirkju, og vildu láta banna gyðingi í hópnum að segja fram trúarjátningu og bænir. Gyðingur, sem er menntaður söngvari, hugsaði sig þá um og sagðist geta sungið lítið lag. Það var í lagi fyrir múslímana, sem leyfðu það fyrir sína parta. Þá söng gyðingurinn Hatikva, þjóðsöng Ísraelríkis, og enginn gerði athugasemd við það en sumir hlógu innra með sér.

 

Lifðu heill. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.9.2009 kl. 12:11

56 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vilhjálmur; Að öllu jöfnu biðjast Bahaiar ekki fyrir í moskum en það er ekkert sem bannar þeim að í þeirra eign kenningum. Og það er rétt að mikil andstaða hefur verið við Bahai trúna af Múllum Íslam.

Eins og þér er kunnugt um leggja múslímar mikla áherslu á að Guð sé einn og ekki beri að tilbiðja neinn nema hann. Orðið "Múhameðstrú" gefur flestum til kynna að ártrúnaðurinn sé á Múhameð, ekki eins og Jón Valur segir þegar hann reynir að snú að sér út úr þessu og segja að þetta sé sama trú og Múhameð hafði. Þess vegna er fólk sem notar þetta orð, vitandi um það sem ég var að segja, vísvitandi að móðga múslíma.

Margir Íslendingar tala um júða og halda að það orð sé alsaklaust og ekki gildishlaðið. Það er vanþekking að þeirra hálfu.

Þú talar um að ég móðgist fyrir annarra hönd. Þetta er ekki spurning um það, heldur almenna sanngirni. Að smeygja inn í umræðuna allskyns niðrandi orðum um þá sem þú telur andstæðing þinn, er til þess ætlað að afmennska hann smá saman. Og það er ferill sem Gyðingar ættu best allra manna að kannast við, eftir að hafa þurft að þola slíkt í mörgum löndum heimsins og til afar langs tíma.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 13:00

57 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svanur: "Orðið "Múhameðstrú" gefur flestum til kynna að átrúnaðurinn sé á Múhameð, ekki eins og Jón Valur segir þegar hann reynir að snú að sér út úr þessu og segja að þetta sé sama trú og Múhameð hafði. Þess vegna er fólk sem notar þetta orð, vitandi um það sem ég var að segja, vísvitandi að móðga múslíma."

Alrangt hjá þér. Ég efast um, að nokkur Íslendingur ímyndi sér, að Múhameðstrúarmenn trúi því, að Múhameð sé guð, eða hafi haldið því fram. Það á líka við um fyrri tíðar menn. Eða heldurðu, að Lútherstrúarmenn trúi einhverju sambærilegu um Lúther?

Hættu að neita að skilja, þetta er að berja hausnum í stein.

Jón Valur Jensson, 27.9.2009 kl. 13:49

58 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

1. Starðreynd: Trúin heitir Íslam Jón Valur, og fylgjendur hennar múslímar. Allt annað er útúrsnúningur.

2. Staðreynd: Múslímar líta á orðið "Múhameðstrú" sem villandi og móðgandi orð.

Múhameðstrú er heiti sem oft er notað yfir trúarbrögðin íslam á íslensku. Samsvarandi heiti voru notuð í flestum Evrópumálum en eru nú óðum á undanhaldi. Ástæðan er sú að hugtakið „múhameðstrú“ álíta múslimar (fylgjendur íslam) vera rangt og í raun móðgun við trúaða múslima þar sem þeir trúa ekki á Múhameð heldur álíta að Guð hafi valið hann sem spámann og sendiboða. Hugtakið „múhameðstrú“ hefur skapast sem samsvörun við hugtakið "Kristin trú".

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 14:19

59 Smámynd: Óli Jón

Svanur Gísli skrifaði:

Á bloggsíðu stjórnmálasamtakana eru sagðar líflegar umræður já, stjórnað af af sömu röggsemi og síðu Jóns. Ég setti þar inn athugasemd sem ég er orðin vondaufur um að fást birst og er megin tilefni þessarar færslu. Ég veitti því athygli að nafn annars kunns kristins bloggara, Guðsteins hauks, er bendlað við samtökin og skil ekki hvaða samleið hann á með þessum öfgum.

Sjálfur setti ég inn athugasemd fyrir margt löngu síðan inn á vefinn, en hún hefur ekki fengist birst ennþá. Athugasemdina má lesa hér.

Annars hef ég þá tilfinningu að þessi Kristni þjóðarflokkur sé bara Jón Valur Jensson. Enginn annar virðist vera til svara á vef flokksins og allar skoðanir hans ríma 100% við þær skoðanir sem Jón Valur hefur áður sett fram. Einhverjir aðrir einstaklingar eru tilgreindir sem forsvarsmenn eða málsvarar, en þeir eru þarna í skötulíki.

En hvernig sem allt veltur þá vona ég að þessi flokkur Jóns Vals líti dagsins ljós fyrr en síðar því ég er spenntur að sjá hversu margir muni leggja honum lið. Skv. orðum Jóns Vals sjálfs eru það 80-90% þjóðarinnar sem hann telur eiga samleið með Kristna þjóðarflokknum.

Sjálfur veðja ég á að hann muni ekki ná hálfu fylgi Borgarahreyfingarinnar, en það er auðvitað bara skoðun forherts vantrúarseggs.

Óli Jón, 27.9.2009 kl. 14:49

60 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 Takk fyrir þetta Jón Óli.

Ég hafði grun um að fleirum en mér hefði verið neitað um birtingu athugasemdar á þessari síðu og gott að fá það staðfest. Jón hefur enn ekki fengist til að skýra ástæður þess hvað mig varðar alla vega.

Ég er sammála athugasemdum þínum. Í því trúfélagi sem ég tilheyri er það bannað að taka við fjárframlögum í einu eða öðru formi frá öðrum en skráðum meðlimum þess.

Um fylgi Þjóðarflokksins er ekkert vitað, en að 7000 manns (1/2 af fylgi Borgarahreyfingar)  fáist til að fylkja sér undir merki hans dreg ég stórlega í efa.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 15:10

61 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, hafðu þessar spár þínar um flokkinn bara eins og þér sýnist, Óli Jón.

En í 1. lagi hafa Guðmundur Pálsson og Eva S. Einarsdóttir skrifað mjög marga þeirra 80 pistla eða svo, sem finna má á vefsíðu samtakanna, þriðji maður (K3) nokkrar, ég margar og nýliðinn Guðsteinn Haukur eina, en fleiri nýliðar hefja skrif þar bæði bráðlega og síðar. Hafðu engar áhyggjur af því, að þar verði ég einn til að skrifa!

Í 2. lagi hefur þú sjálfur átt nokkur innlegg á vefsíðurnar, vandaðri en sum frá öðrum sama sinnis og þú, en eitt innlegg frá þér hef ég þegar tilkynnt, að ég muni birta (orðrétt) í sérstakri grein og fjalla um það þar.

Í 3. lagi er vitaskuld mikil vinna eftir að stofnun flokks, skipulags hans, félagasöfnunar og kynningar. Aldrei er líklegt, að allir kristnir myndu safnast í einn slíkan flokk; menn hafa líka mörg sjónarmið að baki, þegar þeir hugsa um afstöðu til stjórnmála, já, bæði menn og málefni og hagsmuni að auki.

PS. Er það þá komið á daginn, Svanur Gísli, að Wikipediu-trú liggur að baki þínum átökum í þessu reiptogi um "Múhameðstrú"? En aldrei hef ég heyrt neinn múslima á Íslandi segja, að þeir "lít(i) á orðið "Múhameðstrú" sem villandi og móðgandi orð." Af hverju lætur þú þetta þá móðga þig? Í fullkomnu sakleysi hafa menn notað þetta orð án þess að meina neitt illt með því. Hitt finnst mér óverðugt og beinlínis ljótt að gefa í skyn (eins og þú gerir kl. 0:46), að notkun hugtaksins sýni vont innræti manna.

Guð einn þekkir hugrenningar manna; hans er a.m.k. að dæma um þær.

Jón Valur Jensson, 27.9.2009 kl. 15:51

62 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svanur, þú trúir greinilega á Wikipedia og mátt ekki aðra Gvöði hafa. En Múhameðstrú er til og orðið er engin móðgun. Kristni, Lúterstrú, Baháí, Mósaísk trú (á sumum tungumálum, þar sem gott orð eins og gyðingur er ekki til), Búddatrú etc. Allt er þetta til og gott mál, góð orð, sem allir skilja. Þú mátt alveg kalla þetta Íslam fyrir mér. Ég æsi mig ekki og þótt einhver tali um Jóhann Karl í stað Juan Carlos, Karlamagnús í stað Charlemagne eða Dyflinni í stað Dublin, þá er mér alveg sama. 

Sláðu orðinu samheiti, (Synonym) upp á Wikipedia. Kemur ekkert, eða er þú eins og skrýtna kerlingin við tölvuna í "Little Britain"? Þú slærð upp og segir svo: "My computer says Noooo".

Múhameðstrúarmenn, Múhameðstrú og hana nú. Það er engin móðgun í því. Múhameð spámaður. Kristnir, Kristni og Kristur spámaður (ja, sonur Guðs, sem sannar það að þetta er ekki sami Guðinn); Búddistar, búddismi og Búdda spámaður.

Múslímar nota orðin Christianity, Buddism og Baháí, en þeir viðurkenna ekki gömul orð annarra yfir þá sjálfa.

Múhameð á allan heiður skilinn. Hann fann trúna upp, hann barðist fyrir hana og neyddi hana upp á fólk. Það var frekar lítið friðsamlegt við það trúboð, svo Islam (friður) er víst "overstatement". Þetta eru trúarbrögð Múhameðs sem var í beinu sambandai við Allah: Þar af leiðandi Múhameðstrú. Enginn hefur misskilið neitt. Íslam kom til síðar.

Nú, ef menn sjá eintóman frið í þessum trúarbrögðum, er þeim í lófa lagið að sýna vinsemd sína og friðlegt eðli og fyrirgefa fávitum eins og mér ef ég nota orðið Múhameðstrú endrum og eins. Það geri ég ekki til að móðga neinn. Það geri ég til að krydda málið. En ég gæti líka hæglega lýst fylgismönnum þessarar trúar, eins og þeir líkja gyðingum og kristnum. Það geri ég ekki, því það er sérgrein Íslam. Friðartrúin Islam, lýsir fylgjendum annarra trúarbragða sem "óæðri" dýrum og verum. Guð minn er ekki gefinn fyrir slíkt. Þess vegna getur þetta ekki verið sami Guðinn og í Gyðingdómi.

Reyndu nú að skilja, Svanur, að þú ert fórnarlamb barnalegs, pólítísks rétttrúnaðar, sem öfgafullir múslímar nútímans elska og misnota á fullu. Þess vegna búum við í heimi þar sem fer úr böndunum þegar einhver danskur dóni teiknar mynd af Múhameð og vegna þessarar stóru friðarhreyfingar Íslam, sem Halalhipparnir á Vesturlöndum eru svo hrifnir af, má ekki taka vökva með sér í flugvélar. Því menn drepa enn í nafni friðar eins og spámaðurinn Muhammeð kenndi þeim.

Þess vegna leyfi ég mér að virða Íslam og Múhameðstrú, en ég ber ekki virðingu fyrir þeim sem fylgja þeirri trú, þegar þeir nota hana til að réttlæta misgjörðir.

Friður sé með þér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.9.2009 kl. 16:42

63 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

http://www.buzzle.com/articles/quot-the-first-jewish-rabbi-convert-to-islam-quot.html

Kona nokkur á Egyftalandi vill verða rithöfundur og setur svona sögu á netið. Það er engin furða að sumir tali um forneskju- og haturstrú.

Það sem hún skrifar er afneitun, fáfræði og sögufölsun. Gyðingar voru stráfelldir í nafni hinna nýju trúarbragða, sem fengu heitið Íslam. Friðartrúin.

Múslímar á dögum spámannsins Múhammeðs báðu ekki í musterum og kirkjum annarra, fyrr en þeir voru búnir að hertaka þær, drepa karlpeninginn, hneppa konur og dætur þeirra í þrældóm. Þá fóru þeir inn í musterin og báðu og gerðu kirkjurnar af moskum.  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.9.2009 kl. 17:05

64 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eitt að lokum. Það er líka hægt að hata gyðinga, þó svo að maður noti orðið gyðingur en ekki bara júði.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.9.2009 kl. 17:08

65 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mér er vel kunnugt um afstöðu þína til múslíma og Íslam Vilhjálmurog í sjálfu sér óþarfi fyrir þig að fjölyrða mikið um hana hér, þótt þér sé það að sjálfsögðu fyllilega frjálst. Samanburður á grimdarverkum í nafni trúarbragða er ekki uppbyggileg umræða að mínu mati. -

En hvað gefur þér rétt til að ákveða hvað er móðgandi fyrir múslíma og hvað ekki?

Jón Valur; Vilhjálmur hefur áður haft á orði við mig að honum finnist Wikipedia ekki áreiðanleg heimild. 

Ég kýs að vitna til þess sem ég tel handhægast og sannast, þar með talið Wikipediu ef svo ber undir.

Múslímar á Íslandi hafa mótmælt notkun þessa orðs, enda er það vissulega útbreytt í ræði og riti. Þeir nota það ekki um sjálfa sig og vilja ekki að aðrir geri það. Er það þér ekki nóg? 

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 17:44

66 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvar hafa þeir mótmælt notkun þessa orðs?

Jón Valur Jensson, 27.9.2009 kl. 18:05

67 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og er það ekki bara af því að þeir hafa ekki íslenzku ve á valdi sínu, sem þeir mótmæla þessu? Eða af því að þeir þekkja ekki sauðmeinlausa hefðina?

Jón Valur Jensson, 27.9.2009 kl. 18:06

68 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég er ekki að bera neitt saman í sögulegu samhengi. Ég er að tala um misnotkun og grimmdarverk í nafni Íslam nú á tímum. Af nógu er að taka. Allt það sem eyðileggur Íslam og kemur óorði á þessa trú.

Hvað gefur Múslímum rétt til þess að ákveða hvað sé mógandi og hvað ekki? Biðjast þeir afsökunar á samlíkingum sínum á öðrum trúuðum og dýrum? Hefur einhver brennt sendiráð og hótað heilögu stríði vegna þess.

Múlsímar á Íslandi geta ekki sjálfir skýrt fyrir okkur sum atriði Íslam, þegar þeir eru spurðir í þaula. Ef þeir æsa sig út af orði sem hefur verið til á Íslensku að í minnsta kosti 5 aldir, án þess að illindi hafi verið lögð í það. Mig langar til að sjá betri rök frá þessum íslensku múslímum, en þau sem ég hef séð og heyrt hingað til. Mér finnst þeir vera slakari í trúfræði Íslam en Skúli Skúlason. Múhameðstrú er engin móðgun. Þetta er gamalt heiti og ekki ósanngjarnt ef saga Múhameðs og tilurðar Íslam er skoðuð.

Annars veist þú ekkert um afstöðu mín til múslíma, Svanur, en þú gefur í skyn að hún sé ekki falleg. Þú ert að reyna að stimpla mig með blóðugum stimpli pólítískrar rétthugsunar.  Afstaða mín til múslíma er, held ég, mikið eðlilegri en ógagnrýnin afstaða þín. Trú ber ekki að misnota. Það er skoðun mín.

Stór hluti múslíma stunda hörku misnotkun á veikgeðja vesturlandabúum. Í stað þess að beina sjónum sínum að öllum vandamálum þeim sem þeir eiga við að búa í löndum sínum, eru þeir á fullu í að kenna heiminum um ófarir sínar og eymd. Þeir eiga í stríði og erjum við aðra og innbyrðis og sumir lýsa vilja sínum til að ná heimsyfirráðum með trú sinni.

Taktu svörtu gleraugun af nefinu og hættu að setja eyrnartyppin í eyrun þegar ljóti múslíminn birtist á skjánum. Hann er líka á vegum Íslam, trúar friðarins.

Ég vona bara að Íslam geti þróast í friðartrú. En því miður virðist vera langt í það.  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.9.2009 kl. 18:07

69 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég tek undir vonir þínar í lokin Vilhjálmur og vana að trúmenn af öllum toga hætti að drepa í "nafni friðar" eins og þú orðar það.  

En ég ítreka að trúin heitir Íslam, ekki Múhameðstrú, hverju sem þú villt við bera. Virðing fyrir trú annarra krefst þess að við séum tilbúin að hlusta, hvort sem sá sem birtist á skjánum er fríður eða ekki.

Íslam á sér enga allsherjar málssvara, ekki frekar en gyðingdómur eða Kristni. Það er mitt og þitt, hvers og eins að meta boðskapinn en  skilaboð sem enda með blóðbaði eru ætíð vond, hvaðan sem þau koma.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 18:22

70 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Það eru nokkrir dagar síðan innlegginu var skilað inn til Kristna þjóðarflokksins og ekkkert bólar á birtingu enn. Þetta er ekki merki um þá 'öflugu umræðu' sem þú talaðir um. Þetta er frekar merki um miðstýrða og svifaseina umræðu.

Ég skora á þig að láta athugasemdir birtast jafn harðan og þær berast og svara síðan eftir efnum og aðstæðum. Það gæti kallast 'öflug umræða'.

Óli Jón, 28.9.2009 kl. 11:14

71 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekkert sem þú hefur stjórn á, Óli Jón. Það er óþarfi að athugasemdir haldi vöku fyrir mönnum á nóttinni, og margir bloggarar nota þessa tegund athugasemdakerfis; ég er sjálfur að hugsa um að taka það upp á eigin Moggabloggi. Raunar eru fæstir stjórnmálaflokkar með opið á umræðu á vefsíðum sínum (Valhallarmenn byrjuðu það þó í sambandi við Evrópubandalags-umræðuna).

En þegar ég sagði, að umræðan væri öflug, átti ég ekki við, að gífurlegur fjöldi hefði sent inn athugasemdir, heldur að rökræðan væri að inntaki sínu öflug. Ég kalla það ekki öfluga umræðu, þegar margir senda litla einsatkvæðis-pósta eða einnar setningar, gjarnan með upphrópunum öðru fremur.

Innlegg þitt var auðvitað afar merkilegt að þínu áliti, en ég birti það ekki í nýrrar greinar formi án þess að svara því, og þessa dagana hefur verið nógu öðru að sinna og um að skrifa.

Jón Valur Jensson, 28.9.2009 kl. 12:15

72 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Hvernig líður birtingu á óbirtum athugasemdum á bloggsvæðinu krist.blog.is?

Óli Jón, 4.10.2009 kl. 01:47

73 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég birti, Óli Jón, í morgun aðra tveggja athugasemda þinna, sem biðu (þá sem þú lagðir inn í nótt), og svaraði henni. Hin verður birt í sérstakri grein fljótlega.

Jón Valur Jensson, 4.10.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband