Orrarnir á Bessastaðakirkju

OrrarOfarlega á turni Bessastaðakirkju, getur að líta þetta skjaldarmerki sem fáir kunna kannski skil á. Af því hversu hátt það er, veita fáir því jafnan athygli. Á skildinum má sjá þrjá fugla og er fjaðradúskur yfir þeim. Fuglarnir eru af orra ætt (black grouse) eins og rjúpan og voru stundum kallaðir "úrhænsn" á fornmáli. Heimkynni þeirra eru Evrópa og Asía.
Skildinum var komið þarna fyrir af Moltke nokkrum greifa sem var stiftamtmaður á Íslandi 1819-23 og er þar komið skjaldarmerki ættar hans. Moltke stóð fyrir endurbótum á turninum og notaði tækifærið til að skilja eftir sig þetta minnismerki um valdatíð sína og ætt.

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband