Vísindin og Sveinki

santa-sleigh_1780995c-exploding-reindeer-and-unfathomable-speeds-the-scientific-explanation-of-santaÞað er gott að vísindamenn eru loks farnir að taka jólasveininn alvarlega.

Þegar að einhverjir efasemdamenn bentu á að á flestum myndum af Sveinka á sleðanum séu hreindýrin fyrir honum hyrnd og Þess vegna hljóti félagar Rúdólfs allir og e.t.v. hann sjálfur, að vera kvenkyns,komu vísindin Sveinka skjótt til varnar. Vísindamenn sem málið var borið undir útskýrðu að þótt hreinar felli flestir horn sín snemma vetrar og aðeins kýrnar séu með horn í desember, er ekki svo um öll karldýr. Erfða- og umhverfisþættir geti orsakað að sum karldýr felli ekki horn sín fyrr en snemma á vordögum.- Og þar með var brandarinn um að aðeins kvenkyns verur mundu fást til að draga á eftir sér feitan karl á sleða út um allar trissur, að engu gerður.

Santas_journeyOg nú eru þeir búnir að útskýra hversvegna Rúdólf hefur rautt nef. Hann er rauðnefjaður af stressi, enda tilefnið ekki lítið. Og þá er aðeins eftir að finna út úr því hvernig hann og félagar hans geta flogið. 

Það er annars óþarfi að vera að hnýta á barnalegan hátt í Sveinka fyrir það að nota ekki GPS. Miðað við umfang verkefnisins, ræður hann augljóslega yfir miklu þróaðri tækni en við, til að leysa það. 

 

 

 


mbl.is Vísindamenn útskýra rauða nefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband