Rukk-kofavæðingin og ábyrgð ríkisins

Dettifoss

Ef fer sem horfir munu á næstunni rísa rukk-kofar við margar helstu náttúruminjar Íslands.

Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar.

Suðurnesjamen hugsa sér til hreyfings með gjaldtöku af "Brúnni milli álfa" og sveitafélög á Suðurlandi kanna möguleikana á gjaldtöku við Seljalandsfoss og Skógarfoss. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segist hlynnt því að tekið verði gjald af ferðamönnum sem heimsækja Látrabjarg. Eins og komið hefur fram í fréttum fetuðu Landeigendur við Geysi nýlega í fótspor eigenda Kersins í Grímsnesi og hófu gjaldtöku inn á svæðið.


latrabjarg_0Rukk-kofavæðingin er afleiðing seinagangs og slóðaháttar stjórnvalda sem segjast ekki hafa efni á að borga fyrir nauðsynlega aðhlynningu á þeim svæðum sem þeir bera þegar ábyrgð á og skirrast við að friðlýsa aðrar náttúruperlur, eins og Geysi, vitandi að slíkt mundi gera ríkið að fullu og öllu ábyrgt fyrir öllum framkvæmdum a svæðinu.

Vegna þess að stjórnvöld segjast ekki getað fundið fjármuni til eðlilegs viðhalds og nauðsynlegar verndar náttúrumynja af þeim 275 milljörðum sem ferðamenn skilja eftir sig í landinu, eru þau höll undir þá hugmynd að ná fjármunum af ferðamanninum sérstaklega til að fjármagna verkefnin.

Í þeim tilgangi leitast þau að leiða til að innleiða svo kallaðan náttúrupassa sem flestir eru þó sammála um að ekki sé mögulegt að útfæra á skilvirkan hátt. Ráðaleysi stjórnvalda og slæleg forgangsröðun í þessu máli eru farin að valda miklum skaða saman ber Rukk-kofavæðinguna og er einungis hægt að túlka þau sem afneitun á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir land og þjóð. Það er aðeins tímaspursmál þar til glundroðinn í þessum málum mun valda óafturkræfum spjöllum á ferðaþjónustunni í landinu og festir það í sessi sem land hinna glötuðu tækifæra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband