Siðleysi á Geysi

Í dag kom fram í samtali við einn starfsmann þeirra sem reka veitingasöluna að Geysi að verslunin hefur minkað þar allt að 70% undafarna daga.

Þetta eru sömu aðilarnir sem taka þátt í hinni ólöglegu starfsemi að innheimta aðgangseyri að eignum ríkisins á Geysisvæðinu, með því að selja aðgangsmiðanna, undir því yfirskyni að vera að veita ferðamönnum þjónustu.

Komið hefur fram að sölulaunin ætli þeir að láta renna í einhverskonar menningarstarfsemi. Að auki finnst þeim sjálfsagt að skjóta skjólshúsi yfir þá sem hafa atvinnu að því að taka þátt í þessum ólöglegu og siðlausu viðskiptum og óttast að annað væri "mannréttindabrot".

Á meðan þeir sem orðið hafa fyrir umtalsverðum skaða af innheimtuaðgerðunum reyna skiljanlega að bera hönd yfir höfuð sér, þótt ekki sé réttlæting þeirra beint sannfærandi, þegir Landeigendafélagið þunnu hljóði, rétt eins og þeir viti upp á sig skömmina. Eflaust bíður það eftir að dómur falli í málinu, en það mun verða tekið fyrir í héraðsdómi n.k. föstudag. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt og ósvífið. Fyrirtæki sem ekki á landið er að innheimta gjald af ferðamönnum fyrir aðgang að hverasvæðinu sem alfarið er í eigu allra landsmanna og við höfum byggt upp. Sama fyrirtæki gefur engar kvittanir fyrir greiðslum sem það innheimtir og því eru viðskiptavinir ekki með lögmætar upplýsingar um virðisaukaskatt af innheimtunni. Hvernig getur svona vilteysa gengið eftir?

Guggap (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 21:40

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bjarni Ben hlýtur að lögsækja þá fyrir ólögmæta innheimtu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.3.2014 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband