Græðgi Landeigenda mun koma þeim í koll

Það er með ólíkindum hvernig staðið hefur verið að lokun Geysissvæðisins. Svo kallaðir Landeigendur krefjast þess að greiddar séu sex hundruð krónur fyrir aðgang að náttúrgersemum sem ekki eru í þeirra eign. Neikvæðar hliðar þessa máls fyrir landið og ferðamenn sem það heimsækja eru fjölmargar. Hér er tæpt á nokkrum þeirra:

1. Landeigendafélagið sem stendur að gjaldtökunni á ekki nema 65% af landinu sem það selur aðgengi um og nauðsynlegt er að fara um til að komast að svæði sem er að öllu leiti í eigu ríkisins..

2. Landeigendafélagið á ekki neinn hlut í landinu sem aðalaðdráttarafl staðarins, Geysir og Strokkur, heyra til. Sú landsspilda tilheyrir ríkinu að öllu leiti.

3. Megin rök Landeigendafélagsins fyrir því að hefja gjaldtöku er að hlúa þurfi betur að svæðinu. Samt hafnaði það tilboði ríkisins um að 30 milljónum ásamt launum eins starfsmanns verði varið til svæðisins fram til ársloka 2015. Það er því ljóst að fyrir gjaldtökunni liggja aðrar ástæður en vernd náttúrunnar.

4. Ríkið hefur kært gjaldtökuna þar sem hún er talin ólögleg af lögmönnum ríkisins. Höfnun á lögbanni við gjaldtökunni, felur ekki í sér lagalega viðurkenningu á starfseminni.

5. Gjaldtakan hófst án þess að gefa ferðaskipuleggjendum nægan fyrirvara til að koma gjaldinu inn í söluverð ferða á svæðið.

6. Engin starfsleyfi hafa verið veitt til þessarar starfsemi, hvorki að hálfu heilbrigðisyfirvalda eða Umhverfisstofnunnar sem fer með eftirlit náttúrumynjum í eigu ríkisins. Þá hefur Sýslumaðurinn á Selfossi engar umsóknir frá félaginu til meðferðar.

7. Ólöglega er staðið að gjaldtökunni bókhaldslega. Landeigendafélaginu er skylt að skila 25.5% virðisaukaskatti af aðgengi náttúrumynja samkvæmt heimildum frá Ríkisskattstjóra. Aðgöngumiðar, séu þeir yfirleitt afhentir ferðamanninum eru teknir af honum aftur og á þeim kemur ekkert fram um að verið sé að innheimta virðisaukaskatt. Sé beðið um kvittun fæst handskrifaður blokkar-reikningur þar sem ekki kemur fram að neinn virðisaukaskattur sé innifalinn í gjaldinu.

7. Mikil hætta hefur skapast við innheimtuhliðið þegar röð ferðamanna teygir sig út á þjóðveginn fyrir framan það. Efra hliði að svæðinu hefur verið lokað með keðju og það vaktað af starfsmanni Landeigendafélagsins.

8. Algjör óvissa ríkir um réttarstöðu ferðamanna sem keypt hafa sig inn á svæðið, hvernig staðið er að tryggingum á svæðinu og hver er ábyrgur fyrir öryggi þeirra sem um svæðið fara, eftir að hafa greitt fyrir aðgang að svæðinu. 

8. Ómögulegt er að sjá hvernig hægt er að samræma gjaldtöku af þessu tagi hugmyndum um hinn svokallað "Náttúrupassa". Varla er hægt að krefjast margfaldrar gjaldtöku af ferðamönnum fyrir aðgang að sama staðnum.

9.  Æ fleiri ferðaskipuleggjendur beina nú viðskiptum sínum annað og staldra mun skemur við á Geysi en áður. Ferðamenn sem greitt hafa aðgang að svæðinu eyða öllum þeim tíma sem þeir geta inn á svæðinu og vilja auðvitað fá sem mest fyrir sinn snúð. Þar af leiðandi koma þeir mun minna við í verslunum Geysissvæðisins en áður og þeir sem koma þar við gera það einungis til að kaupa sér miða inn á svæðið. Þeir sem leigja aðstöðuna á Geysi geta varla verið hressir með þessa útkomu, en þeir eru samt auðsjáanlega saman í púkki með landeigendum.

Erfitt er að sjá hvernig þessari gjaldtöku verður framhaldið eftir að kærur byrja að berast viðkomandi yfirvöldum vegna þessara margföldu brota á lögum landsins.  

 


mbl.is Ekki rétt að borga fyrir náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Heyr, heyr! Allt hverju orði sannara. Molbúahátturinn er otrúlegur þarna. Þetta er þegar farið að skaða í,ynd landsins og ég held að samtök ferðaþjónustunnar ætti að láta í sér heyra, þar sem þetta er mikill skaði fyrir þjónustuna í heild. Jafnvel verri og meira langvarandi en gosið í Eyjafjallajökli.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2014 kl. 19:26

2 identicon

Stjórnlaus gullgröftur er fæstum til góðs,og kallar á stríð sem allir tapa á.

jóhann Bogi Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 19:55

3 identicon

Takk fyrir Svanur, skýrt fram sett. Ég vona bara að það líði ekki langur tími þar til þessir "landeigendur" sjái að sér.Setur öll áform um nátturupassa á byrjunarreit.

Gurrý Guðfinns (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 20:35

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir þessa málefnalegu færslu, Svanur Gísli. Hún varpar ljósi á ansi margt.

Wilhelm Emilsson, 18.3.2014 kl. 22:04

5 identicon

Landeigendafélag Geysis á ekkert land við Geysi og er eignalaust ehf sem á ekki fermetra af landi.

Landeigendafélagið er hinsvegar í eigu sömu aðlia og eiga land í nágrenni Geysis.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband