Á að þiggja Þjórfé

2_usd_gratuity.jpgUm það eru deildar meiningar hvort tilhlýðilegt sé að fólk sem starfar við ferðaþjónustu á Íslandi og aðrir, þiggi þjórfé af viðskiptavinum sínum. Þá eru ferðamenn sjálfir mjög í vafa um hvort sá siður tíðkist á landinu eða ekki. -

Því hefur verið haldið fram, einkum hér áður fyrr, bæði af Íslendingum sjálfum og þeim sem fjallað hafa um landið (dæmi) í ræðu og riti, að Íslendingar séu of stoltir til að taka við þjófé og það sé næstum því móðgandi að bjóða þeim það. - Litið væri á slík boð sem ölmusu.

Auðvitað vita allir Íslendingar að það er ekki til siðs meðal okkar sjálfra að gefa þjórfé á veitingastöðum líkt og gert er í flestum löndum Evrópu og Ameríku. En þá ber líka þess að gæta að þótt orðin þjórfé og drykkjupeningar séu ekki glæný með þjóðinni, eru Íslendingar eru tiltölulega nýfarnir að "borða úti" og hinni svo kallaðri krármenningu var ekki til að dreifa hér á landi fyrr en upp úr 1986, eftir að leyfilegt var að selja bjór á veitingastöðum. - Nú hafa nokkrir veitingastaðir tekið upp þann sið að geta þess á reikningnum að þjórfé sé ekki innifalið.

cwb013.gifÍ löndum heimsins tíðkast mismunandi siðir varðandi hverjum er gefið þjórfé og hversu mikið. Bandaríkjamenn eru án efa örlátastir og getur fólk í ferðaþjónustu á Íslandi vel vitnað um það.  Þeir gefa sem nemur 20% af því sem þeir versla fyrir og gauka jafnan aurum að flestu þjónustufólki, starfsfólki hótela, bílstjórum og leiðsögumönnum, hárskerum og hárgreiðslufólki og leigubílastjórum. Í Bretlandi er hefð fyrir hinu sama en upphæðin nemur um 10%. Íbúar annarra landa Evrópu virðast taka mið af Bretum í þessum efnum, þótt ríkir Þjóðverjar hafi einnig orð á sér fyrir gjafmildi þegar vel er við þá gert. 

Á Íslandi er því eftir nokkru að slægjast fyrir starfsfólk ferðaþjónustunnar, sem eins og vel er vitað, er margt í láglaunastörfum. Þess vegna þykja t.d. hópferðir með Bandaríkjamenn eftirsóttar af bæði bílstjórum og leiðsögumönnum. Sama gegnir um japanska hópa sem jafnan gefa ákveðna upphæð á dag.

Á mörgum upplýsingasíðum um Ísland á netinu sem fjalla m.a. um hvort gefa eigi þjórfé eða ekki, hefur verið tekinn sá póll í hæðina að það sé í góðu lagi að gefa þjórfé, vilji fólk gefa til kynna að það sé ánægt með þjónustuna, en að við því sé ekki sérstaklega búist af þjónustufólkinu. Alla vega komi það ekki til að krefja gestina um féð, líkt og gert er t.d.  í Bandaríkjunum, sé ekkert eða ekki nóg, skilið eftir.

Þessu viðhorfi er ég nokkuð sammála. Það yrði hinsvegar afleit þróun ef atvinnurekendur færu að taka mið af þjórfénu þegar laun viðkomandi eru ákveðin, líkt og tíðkast reyndar víða um heiminn.  

da9e1_self_help_tips_2079905138_113a159c0f.jpgEn athyglisverðar eru rannsóknir Magnúsar Þórs Torfasonar við Harvard Business School um samhengið milli þjórfé og spillangar. Hann segir að "greina megi spillingu í ríkjum eftir því þjórfé sem viðskiptavinir greiða og samkvæmt því er spillingin meiri eftir því sem algengara er að greiða fyrir viðvik og þjónustu með þessum hætti. Ástæðan fyrir því er sú að fólk býst við því að fá eitthvað aukreitis eftir því sem það greiðir meira.

Í rannsókninni skoðuðu Magnús og meðhöfundar hans greiðslu fyrir eitt og annað, allt frá klippingu og leigubílaakstur, í 32 löndum.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Magnúsar er lítil spilling hér, á Nýja Sjálandi og á hinum Norðurlöndum en mesta spillingin í löndum á borð við Grikkland, Tyrkland, í Argentínu og í Egyptalandi. Sjá hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHA, lítil spilling á Íslandi!  Sem er áreiðanlega eitt spilltasta landi í heimi! Svei attan.

E (IP-tala skráð) 4.8.2013 kl. 16:27

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

E, er þetta ekki afstætt eins og flest annað.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.8.2013 kl. 16:53

3 identicon

Í rússlandi þá stoppar löggan þig og heimtar mútur til að þú fáir að keyra áfram

Á íslandi eiga bara allir "frænda" mjög ólík spilling

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 4.8.2013 kl. 20:24

4 identicon

T.I.P.S. þýðir að ég held to insure performence,,þe gefið áður í gamla daga til að tryggja fram-komu þjónsins.

pétur þormar (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 01:19

5 identicon

Hugmyndin er að beingreiða til framkvæmdaraðila fyrir framúrskarandi þjónustu

en oft upplifir maður þetta sem betl

Á maður virkileg að gefa rútubilstjóra þjórfé, eða einhverjum sem ber töskuna þín upp á herbergi - tösku sem þú ert búinn að burðast með allan daginn.

Grímur (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband