Hver fer best að boðum Krists; Davíð Þór, Guðni Ágústsson eða Ólafur Ragnar Grímsson

Ólafur Ragnar segir; "Ég tilheyri þjóðkirkjunni eins og flestir, en þrátt fyrir það er ég nokkuð sannfærður um, að Guð sé ekki til.“ (1980)

Ólafur Ragnar segir; "Auðvitað er ég kristinn maður eins og þorri þjóðar­innar og hef verið í þjóð­kirkjunni, skírður og fermdur og trúi á þann Guð, sem að sérstaklega amma mín kenndi mér að trúa á.“ (1996)

Kristur segir; "Þú skalt ekki vinna rangan eið, en halda skaltu eiða þína við Drottin."

Davíð Þór segir; "Enn átakanlegra hefur mér þó þótt að sjá hve lyga- og rógsherferð hans fyrir endurkjöri virðist eiga greiða leið að atkvæðum Íslendinga."

Guðni segir; "Ég sagði við hana (biskupinn) að mér þætti þetta vera ófær framkoma hjá hennar þjóni. Ég gerði kröfur til þess sem heiðarlegur maður og kristinn að þessi maður gjaldi fyrir orð sín bæði í minn garð og forsetans.“

Kristur segir;"Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.' En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina."

Biskup segir: "Ef Guðni er ósáttur þá getur hann að sjálfsögðu farið með málið fyrir dómstóla eða rætt við höfundinn sjálfan"

Kristur segir;"Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka."

Davíð Þór segir; "Ef hann telur að það sé eitthvað í skrifum mínum sem fellur undir meiðyrðalöggjöf, þá getur hann gert það,“

Guðni segir; "Maður gerir meiri kröfur til manna sem hafa gengið í guðfræðideild og lært siðfræði og ætla að boða hið góða orð kirkjunnar en annarra."

Biblían  boðar; "Gjörið yður eigi mannamun í dómum, hlýðið jafnt á lágan sem háan. Hræðist engan mann, því að dómurinn er Guðs."


mbl.is Skilur ekki afstöðu Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúarsannfæring er, hjá þorra manna, eitthvað sem breytist eftir tíma og aðstæðum í lífi fólks. Flestir eru trúaðir sem börn, verða svo minna trúaðir sem unlingar og ungir menn, og taka aftur trú í einhvejrum mæli sem eldri menn, vegna þess að trúin hjálpar þeim að glíma við áföll og missi. Í þessum efnum er forseti Íslands 100% venjulegur Íslendingur, og venjulegur vestrænn borgari hvar sem er í hinum vestræna heimi. Þeir eru til sem eru mjög trúaðir eða algjörlega trúlausir alla æfi, en þeir eru mun færri, og tilheyra hvorir um sig minnihluta.

 Annars er trúarsannfæring annarra manna eitthvað sem enginn getur séð sem ekki sér inn í huga þeirra, og því ekki sérlega til þess fallin að vera umræðuefni annarra manna, eða bara sérlega smekklegt umræðuefni.

Hver maður hefur rétt að skipta um skoðun á þessum hlutum rétt eins og hverjum öðrum hlut sem hefur með hans innstu sannfæringu að gera, og það er ekki merki um frjóan huga eða andlega leit að skipta aldrei um skoðun og þróast ekkert í lífinu.

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 22:23

2 identicon

Annars vinnur forseti Íslands þann eið að vera verndari þjóðkirkjunnar. Hann vinnur engan trúarlegan eið með því. Það eru einnig fjölmörg önnur lífsskoðunarsamtök sem fara fram á að menn gerist verndarar hinna eða þessara trúarbragðanna, en með því er ekki farið fram á eiginlega trúarlega sannfæringu. Og margir styðja öll gömul og gróin trúarbrögð, á einn eða annan hátt, einungis afþví þeir líta svo á iðkun trúarbragða sé góð fyrir fólk, eins og ýmsar rannsóknir benda til. Margir láta líka smá aur í bauk hjá kaþólsku kirkjunni og kveikja á kertum á ferðum um útlönd, eða gefa pílagrímum mat, án þess að tilheyra viðkomandi trú, og allt á þeirri stundu gerast menn á vissan hátt "verndarar" þessara trúarbragða, þó á smærri hátt sé en þjóðhöfðingi gerist yfir ríkistrúarbrögðum, hver sem þau eru. Þó Ólafur væri trúlaus, sem hann varla er, frekar en flestir aðrir gamlir menn sem hafa misst margt og marga og þarfnast huggunnar í lífinu, þá hefði hann ekki unnið "rangan eið" með því að lýsa því yfir hann myndi vernda þjóðkirjuna. Þóra var tilbúin til þess líka, þó hún hafi lýst því yfir hún tilheyri hvorki henni né sé kristin. Og það fannst sumum hræsni, en er það ekki.

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 22:28

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Það fór fyrst að bera á kirkjusókn hjá Ólafi Ragnari eftir að hann ákvað á sínum tíma að bjóða sig fram til Bessastaða.

Eiður Svanberg Guðnason, 7.7.2012 kl. 23:00

4 identicon

Það væri fróðlegt að bera þá spurningu upp við Ólaf Ragnar 2012 hvort hann tryði á Guð ömmu sinnar eða hvort hann teldi að Guð væri ekki til.

Ég gæti alveg hugsað mér að svar hans yrði svona:

Ég sagði aldrei að Guð væri ekki til. Fjölmiðlar eru vísvitandi að snúa út úr orðum mínum. Guð sá sem amma mín kenndi mér að trúa á er vissulega til þó svo að vísindin segi annað. Auðvitað treysti ég vísindunum og hef mikla trú á þeim sem vissulega mætti túlka sem svo að ég tryði ekki á Guð. Reyndar er ég því ekki alveg viss um að Guð sé til. Ég held ég verði bara að vísa þessu til þjóðarinnar.

Láki (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 13:00

5 identicon

Ljótt er að hæðast að trú annars manns, Láki. Einkalíf og sálarstríð annarra manna eru ekki dægurmál eða efni í brandara. Virtu mannhelgi einstaklingsins Ólafs, hversu mjög sem þér kann að vera í nöp við opinberu persónuna Ólaf Ragnar Grímsson.

Guðmundur (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband