Beijing Zhongkun Investment Group Co

MoooooneyHér að neðan er listinn yfir fyrirtækin sem Beijing Zhongkun Investment Group Co eru eigendur að. Huang Nubo er aðaleigandi Zhongkun Investment og hann vill bæta Grímsstöðum á fjöllum við þessa súpu. Nokkur af þessum fyrirtækjum eru sögð ferðaþjónustufyrirtæki en þegar þau eru googluð líta flest þeirra út fyrir að vera skúffufyrirtæki í aðalstöðvum Zhongkun Investment í Beijing.

Huang sem segist hafa orðið ríkur á fasteignaviðskiptum, vill greinilega reyna að ýta undir þá ímynd að hann sé mikill mannvinur. Á heimasíðum þeirra fyrirtækja sem hann á og yfirleitt hafa heimsíðu, er langur listi yfir þær viðurkenningar sem fyrirtæki hans og hann sjálfur hefur hlotið prívat og persónulega, aðallega frá kínverskum yfirvöldum. Annað sem er einkennilegt við prófíl Huang er að hann virðist ekki vera til fyrir árið 1999.

Eitt fyrtækja hans sem virðist vera ferðaþjónustufyritæki hefur enska netsíðu, en nánast engar upplýsingar um ferðirnar sem það býður. Síðan er með langa rullu um Huang Nubo, ferðir hans um heiminn og hversu mikill leiðtogi hann er.

huang-161915_copy1Myndir af Huang sýna einatt snyrtilegan mann sem er að tefla skák eða lesa ljóð. Huang er fyrst og fremst ímyndarsmiður en kann sér samt ekki hóf eða ofmetur hreinlega hversu ginkeyptir vesturlandabúar eru fyrir þessari ímynd mannvinar og milljónamæringsins sem hann vil gefa af sér. 

En hver er þá þessi Huang Nubo sem ólmur vill kaupa Grímsstaði á fjöllum. Kannski þessi glans ímynd sem Huang varpar fram af sjálfum sér og fyrirtækjum sínum, hafi eitthvað með fortíð hans að gera.

Herra Huang er kínverskur auðmaður sem lengst af ævi sinnar starfaði fyrir Áróðursdeild kínverska Kommúnistaflokksins.

Áróðursdeild kínverska Kommúnistaflokksins er ekki sögð hluti af kínversku ríkisstjórninni. Samt er hún mjög valdamikil stofnun sem farið getur sínu fram án sérstakra lagaheimilda. Hlutverk hennar er að sjá um að allir fjölmiðlar landsins leggi áherslu á það í fréttaflutningi sínum, sem er í samræmi við þá ímynd sem ríkistjórnin og kommúnistaflokkurinn vill að gefin sé af samfélaginu í Kína. Deildin er oft kölluð "Sannleiksráðuneytið".

 FréttTil að framfylgja þessum markmiðum heldur deildin m.a. vikulega leynifundi með helstu ritstórum kínverskra fjölmiðla þar sem komið er á framfæri "réttu línunni" í öllum mikilvægum málum. Viðurlögin fyrir að framfylgja ekki stefnmörkun deildarinnar út í hörgul, eru starfleyfissviptingar og útilokun starfsmanna frá frekari afskipum af fjölmiðlun.

Mikil áhersla hefur verið lögð á það að halda tilmælum "Sannleikráðuneytisins" leyndum, enda mörg þeirra fram sett til að fela sannleikann. Með tilkomu netsins og twitter hafa margar af gerræðislegum fyrirskipunum deildarinnar komist í hámæli. Fræg urðu t.d. fyrirmæli hennar um að "allar vefsíður í Kína skyldu nota skærrauðan lit til að fagna 60 ára afmæli lýðveldisins og að neikvæð umfjöllun um gíruga forsprakka í flokknum megi ekki fara yfir 30%."

Þeir sem starfa fyrir deildina hafa hlotið sérþjálfun og pólitískt uppeldi innan kommúnistaflokksins. Reglulega eru haldin námskeið fyrir starfsmennina þar sem tryggð við flokkinn er áréttuð og flokkspólitískri innrætingu er viðhaldið.

Í samræmi við "breytta tíma" í Kína, hafa í seinni tíð nokkrir af dyggustu tarfsmönnum "Sannleiksráðuneytisins" komið sér fyrir sem athafnamenn í "einkageiranum" og náð þar undramiklum árangri á afar skömmum tíma.

Umsýsla þeirra og skjótur uppgangur í hinum mismunandi geirum athafnalífsins í Kína og einnig í öðrum þjóðlöndum heimsins hafa vakið mikla athygli og greinilegt að þar fer fólk sem hefur réttu samböndin og kann til verka við að sannfæra viðsemjendur sína um að áhugi á verndun mannlífs á náttúru séu megin hvatinn að áhuga þeirra á viðkomandi verkefni.

Hér kemur fyrirtækjalistinn;

Beijing ZhongKun-JinXiu Real Estate Development Co., Ltd ● Beijing ZhongKun-ChangYe Real Estate Development Co., Ltd ● Beijing ZhongKun-YuHe Property Management Co., Ltd ● Beijing ZhongKun-ChangHe Estate Brokerage Co., Ltd ● Beijing Zhongkun Hongye Culture Communication Co., Ltd. ● Beijing ZhongKun Online Network Technology Co., Ltd ● DaZhongsi Commercial Co., Ltd ● Beijing DaZhongsi International Plaza Property Management Co., Ltd ● Beijing ZhongKun-TaGe Tourism Landscape Planning & Design Co., Ltd ● Beijing Gold Sorghum Cateing Managment Co., Ltd ● Beijing ZhongKun-TaGe International Travel Service Co., Ltd ● Beijing ZhongKun-BlueSun Advertising Co., Ltd ● Beijing Zhongkun-Lingchuan Tourism Development Co., Ltd ● Beijing ZhongKun Kangxi Grassland Tourism Development Co., Ltd ● Beijing ZhongKun Luoying Wine Chatean Co., Ltd ● China Tennis School ● Beijing ZhongKun Tennis Club Co., Ltd ● Beijing Daxing ZhongKun Training Centre ● Beijing Meiya School ● Beijing Daxing Meiya School ● Huangshan JingYi Tourism Development Co., Ltd ● Huangshan JingYi Tourism Development Co., Ltd Hongcun Tourism Development Branch Company ● Huangshan JingYi Tourism Development Co., Ltd Nanping Tourism Development Branch Company ● Huangshan JingYi Tourism Development Co., Ltd Guanlu Tourism Development Branch Company ● Huangshan Jing Yi Real Estate Development Co., Ltd ● Huangshan Zi Lu Yuan Cemetery Co., Ltd ● Hunan Zhongkun Dongtinghu International Tourism Co., Ltd ● Tongcheng ZhongKun Resort Development Co., Ltd Of Tongcheng in Anhui Province ● Muztagata - Hongcun in Kun Tourism Group Co., Ltd ● Kezhou ZhongKun Tour Service Bus Co., Ltd ● Kezhou ZhongKun Mountaineering & Exploration Club Co., Ltd ● Kashgar ZhongKun Real Estate Development Co., Ltd ● Kashgar ZhongKun Hotel Co., Ltd ● Kashgar ZhongKun International Travel Service Co., Ltd ● Kashgar ZhongKun Golf Club Co., Ltd ● Kashgar ZhongKun Properties Limited Co., Ltd ● Kashgar ZhongKun Travel Co., Ltd ● Kashi Zhongkun Earthenware Products Co., Ltd. ● AkeSu Zhongkun Travel Co., Ltd ● Kuche Travel Co., Ltd ● ZHONGKUN GROUP USA INC ● ZHONGKUN GROUP INC.


mbl.is Kanni áhuga Huang á fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Landsföðurímyndin og yfirbragð listsælkerans er alveg í takti við þá ímynd sem Maó gamli bjó sér og einnig Kim Il Jong, þótt ég vilji ekki gera beina tengingu þar. En svipmótið leynir sér ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 02:58

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fróðlegur pistill, sem gott er að geta vísað í.

Jón Valur Jensson, 26.11.2011 kl. 03:28

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

athyglisverður pistill Svanur, takk fyrir þessa vinnu.

Óskar Þorkelsson, 26.11.2011 kl. 11:47

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það væri gaman að vita hvort Kínverska ríkið geti gert upptækar eignir svokallaðra auðmanna sinna að geðþótta og þar með eignast fjárfestingar þessara trójuhesta. Þeir eru nú iðnir við að taka auðmenn af lífi fyrir spillingu og fjármálamisferli og hrifsa til sín starfsemina og eignirnar.

Ég held að Nupo sé bara trójuhestur ríkisins. Hann virðist hafa ótakmarkað fé án þess að sjáanlegt sé að hann hafi einhver áþreifanleg umsvif og veltu. Þessi nafnspjaldafyrirtæki eru þekkt í kína. Þau heita stórum nöfnum. Pingpong International Developement company group Ltd. og svo er það bara einn skraddari undir tröppu í fátækrahverfi. 

Það má örugglega ýmislegt gott segja um Kínverja, en í viðskiptum eru þeir slægir og ófyrirleitnir. Það sanna mörg dæmi.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 12:19

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega eru mörg dæmi til um sviksemi kínverja í viðskiptum, og þjófnaði þeirra á höfundarrétti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 13:35

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Svo sannarlega eru mörg dæmi til um sviksemi kínverja í viðskiptum, og þjófnaði þeirra á höfundarrétti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir,

ekki það að ég sé að mótmæla þessu því ég veit að þetta er satt Ásthildur, heldur er þetta einnig góð lýsing á íslendingum og þeirra viðskiptaháttum.  

Óskar Þorkelsson, 26.11.2011 kl. 13:53

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki veit ég dæmi þess að íslendigar stundi iðnnjósnir í stórum stíl, þó ég viti að sumir steli tilvitnunum í bókmenntum 

En málið er að þó svo væri þá erum við svo smá á heimsmælikvarða að það myndi litlu skipta á heimsvísu, öfugt við risann Kínaveldi.

Vinir míni þýskir, sérfræðingar í sólarorku og arkitektúr voru beðin um að koma til Kína í eitt ár, til að hanna og gera stórt svæði með sólarorku.  Þau voru búin að ætla að vera eitt ár, voru búin að plana skólagöngu fyrir börnin og svo framvegis.  En hættu fljótlega við, þegar þau uppgötvuðu að Kínamennirnir ætluðu sér bara að komast yfir tækina sem þau beittu.  Það er einmitt það sem þeir gera.  Taka uppgötvanir frá fyrirtækjum og einstaklingum, framleiða undir eigin nafni, bara miklu ódýrara og selja svo til heimsins.  Það er afskaplega erfitt að koma í veg fyrir þetta vegna stærðarinnar og valdsins sem þetta risaríki hefur.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 14:10

8 identicon

Kínverjar eru pengingagráðugir ... þegar þeir jarða forfeður sína, ganga þeir að gröfum þeirra og brenna peninga, til að veita þein fé hinum meginn.  Svo djúpstæð er peningagræðgin, og kemur helst upp í huga, sögur Jóns Árnasonar í því samhengi.

En eins og Óskar benti á, þá eru þeir ekkert einstakir í því dæmi.  Og sé ég enga ástæðu til að álasa þeim það.

Það sem ég sé sem vandamál, er að mörg þjóðarbrot.  Og þá skal tekið fram, að Kínverjar eru ekkert einstakir hér, eru þess eðlis að þeir yfirgefa aldrei heimaslóðina.  Þeir vaxa aldrei úr grasi, og verða aldrei sjálfstæðir.  Það er þetta, sem er varhugavert ... Þeir fara erlendis, en læra ekki tungumálið, binda sig við sitt eigið fólk þar erlendis og byggja eigin borg í landinu.  Það er þetta sem er varhugavert.  Þeir stofan fyrirtæki, og ráða bara "gyðinga", "kínverja", "puerto ricana" ... svo maður nefni nokkur dæmi um slík þjóðarbrot. 

Ég spyr ykkur, hvað yrði sagt um IKEA í Kína, ef þar fengju aðeins Svíar vinnu?  Væri Eimskip velkomið í Kína, ef þeir settu upp skrifstofur þar og flyttu allt starfsfólkið sem ynni þar frá Íslandi?

Svarið við þessari spurningu, er Nei.  En það er þetta sem er varhugavert, því að þessir aðilar hafa það eitt í hyggju að fá sitt eigið fólk til starfa, og ekki skapa atvinnu handa heimafólki á Íslandi.  Þeir setja upp Kínverskan veitingastað, og síðan er það lagt sem ástæða fyrir því að það þarf að flytja inn "Huang Nubo II og Fjölskyldu", því þó þeir séu aldir upp í auðninni í Innri Mongóliu, þá eru þeir sérfræðingar í Kínverskum mat.  Síðan er "Frú Huang Nubo", sem fær atvinnuna við að vaska upp, og "Dóttir Huang Nubo", sem fær vinnuna við kassan.

Þetta er Kínverskt fjölskyldufyrirtæki, og Fjölskyldan er Kína.  Það sama má segja um önnur þjóðarbrot, eins og Ítali, Pólverja, Rússa og svo framvegis.

Það er full ástæða að fara með gát.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 14:33

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já tek undir þetta með þér Bjarni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 14:36

10 identicon

Takk fyrir fróðlegan pistil Svanur. Bendi fólki líka á pistil á vald.org frá 13.nóvember. Gæti það verið að þessi kaup hafi verið hluti af þessum peningaflótta sem Jóhannes Björn talar um?

Jóhann (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 17:46

11 Smámynd: FORNLEIFUR

Mu Won. Hr. Nubo er liðin tíð.

FORNLEIFUR, 26.11.2011 kl. 23:10

12 identicon

Athyglivert.

Hví eru menn svona seint úti með upplýsingar um manninn?

Einar Kr. Pálsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 00:56

13 identicon

  • Bara frábær grein hjá þér, Svanur.  Auðvitað leitt að geta ekki sett þennan langa fyrirtækjalista inn sem skráð fyrirtæki á Íslandi. Er hugsanlegt að Ingibjög Sólrún, hennar karl eða Össur, sem allt veit, viti af þessu?

kjartanm (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 04:40

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þessa samantekt. Það virðist ekki veita af að endurteka þessar upplýsingar æ, ofan í æ, á móti áróðursfóðinu sem flæðir úr hinni áttinni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.11.2011 kl. 21:29

15 identicon

Fróðlegt, takk fyrir þetta Svanur.

Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 13:31

16 identicon

Afar athyglisverð grein!

En viðbrögð þeirra sem hafa skrifað hér og lýsa vanþóknun sinni á kínverjum eru ekki síður athygisverð. Því þrátt fyrir öll mannréttindabrot og þrælkunarvinnu kínverja, þá hika flestir ekki við að stunda viðskipti við þá. Rétt er að benda á að um 90% af öllum fatnaði framleiddum í veröldinni kemur frá Kína og að kaupmáttur íslendingsins er að miklu leiti einmitt byggður á mannréttindabrotunum og þrælkunarvinnunni í Kína.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 14:52

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki bara Kína heldur líka Indlandi, Pakistan og öðrum fátækum löndum sem iðnaðurinn hefur flutt starfssemi sína til til að hámarka gróðann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband