Hvernig formaður verður Hanna Birna

Hanna_Birna_Hanna Birna er skynsöm kona. Hún veit að hún nær ekki kjöri nema að flokkshollusta hennar sé óumdeild og hún verði séð sem holdgervingur stefnu Sjálfstæðisflokksins á öllum sviðum. - Þetta hefur henni tekist og það er engin ástæða til að ætla annað en henni takist að tileinka sér, af fullri einurð, þá ímynd, um ókomna framtíð sem formaður flokksins.

Hanna Birna er snillingur í að laga sig að umhverfinu. Skynsamt fólk lagar sig ávalt að umhverfinu. Hinir óskynsömu reyna að laga umhverfið að sér. Það þýðir að breytingar verða aðeins af völdum hinna óskynsömu.

Hanna Birna í skynsemi sinni er og verður því ekki boðveri nýrra tíma eða breytinga. Hún er ljóntryggur tilbiðjandi himneskra endurtekninga sem hafa endurkastast á milli veggjanna í Valhöll í nær 30 ár.

Þar liggur styrkur hennar sem persónu og veikleiki í senn. Styrkur af því að líkt og kýr í haga lætur Sjálfstæðisfólki það best að jórtra á sömu tuggunni, og að sjá Hönnu Birnu gera slíkt hið sama, vekur með þeim traust og aðdáun á henni.

Veikleiki, því þeir sem vita að þjóðfélagið hrópar á breytingar sem ekki er að finna í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, munu aldrei geta hugsað sér hana sem leiðtoga þjóðarinnar.

Niðurstaðan er sú að Hanna Birna verður frábær formaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið er: Hún verður ekki formaður. En hinn þarna, enn einn ættarlaukurinn, verður líka frábær. Eins og þessi pistill Svans! Þarf bara að skipta út nöfnum og breyta kvenkyns fornöfnum í karlkyns.

Badu (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 00:43

2 identicon

Mafían skipar aldrei konu sem yfirmann !

Glæpagengið er búið að skipuleggja þetta !

Ef kona veðrur æsti maður mafíunar gæti þá fylgt afsökunabeiðni til þjóðarinnar fyrir misgjörðir mafínuar ?

Í öllum löndum í kgingum okkur segir Morgunblaðið að það sé mafía sem stjórni öllum glæpunum gegn venjulegu fólki !!!

JR (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 01:09

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

JR. Ég undrast stundum hvernig fólk getur óhikað líkt stjórnmálastarfsemi saman við skipulagða glæpastarfsemi eins og Mafíuna. Mafían er þó skipulögð.

Badu; Kann að vera. En furðulegir hlutir gerast oft í þynnkuköstum á sunnudögum. Þá er helst að vænta að stutta þrönga pilsið og háhælaðir skór kikki inn hjá karlpeningnum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.11.2011 kl. 09:42

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Pistillinn og athugasemdirnar bera þess merki að þið þekkið hvorki stefnu Sjálfstæðisflokksins, fólkið sem er í honum eða hvernig starfið fer fram, t.d. á landsfindi flokksins.

Pistillinn og athugasemdirnar bera þess merki að þið eruð andstæðingar flokksins og ber því að skoða í ljósi þess.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 10:08

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það á ekki fyrir Hönnu Birnu að liggja að verða formaður Sjálfstæðisflokksins. Kona mun ekki ná þangað næstu 30 árin hið minnsta.

Bjarni þótti efnilegur og hafa alt það til að bera sem þyrfti í þetta embætti. Sjálfstæðismenn voru að springa af monti yfir eigin visku fyrstu dagana eftir að þeir kusu Þorstein Pálsson sem formann. Hann þótti nú aldeilis frábær, fyrir og rétt fram yfir kjörið, svo var það búið. Sama var með Bjarna. Flokkurinn er í alvarlegri leiðtogakrísu, sem sést best af því að Pétur Blöndal er sennilega frambærilegastur þeirra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2011 kl. 10:12

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gunnar Th: Það getur vel verið rétt hjá þér að ég þekki hvorki starfsaðferðir eða stefnu Sjálfstæðisflokksins. Ég hef sjálfur haft þetta á tilfinningunni lengi því orð og gjörðir virðast einhvern veginn aldrei fara saman þar á bæ.

Ég dæmi aðeins eftir því sem fram fer fyrir opnum tjöldum og framsett er í opinberri umræðu. - En hvað er makað bak við tjöldin og hver stefnan er í raun og veru, veit maður sjálfsagt ekkert um. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.11.2011 kl. 14:01

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Axel; Við sjáum til á morgun hvort þú reynist sannspár, hvort það ert þú eða Sjálfstæðisflokkurinn sem ert 30 árum á eftir tímanum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.11.2011 kl. 14:03

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Núna liggur það fyrir Svanur, klukkan gengur rétt hjá mér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.11.2011 kl. 15:21

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Axel: Já, satt segirðu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.11.2011 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband