Amerískur húmor!

Já auðvitað er hlegið að Íslendingum, enda erum við ótrúlega fyndnir.

Nýlega rakst ég á bók sem á að vera um snjallar glósur þar sem minnst er á Ísland. Einhver Dr. Johnson skrifar í bréfi til frú Crisstopher Smart árið 1791. "Þótt Dublin sé miklu verri staður en London er hún ekki jafn slæm og Ísland".- Þetta þykir Bretum voða fyndið.  Útlendingar hafa svo sem hlegið á kostnað okkar Íslendinga frá alda öðli.

Af slíku og því um líku háði, hafa íslendingar þróað með sér afar þykkan skráp og hefur hann orðið sýnu þykkari síðastliðin þrjú ár, í samræmi við tíðni skotanna sem við þurfum að standa af okkur. Við getum meira að segja hlegið með, bara ef við rifjum upp hvernig við vorum hér áður en við fórum að taka allt sem okkur varðaði,  svo hátíðlega, að það rigndi í nefið á okkur. (Reyndar þarf maður ekki að vera neitt sérlega uppskrúfaður til að gerist á Íslandi, þegar við tökum veðráttuna með í reikninginn)

Ef í harðbakkann slær getum við svarað í sömu minnt og brugðið fyrir okkur beinskeyttum háðglósum sem allir Íslendingar hafa hlotið sérmenntun í, þar sem sérhæfðasta formið er auðvitað ferskeytlan. Og þeir sem einhverra hluta vegna hafa tínt niður þeirri þjóðaríþrótt og eru í návígi við grínistann, geta tekið á hann eins og einn tvo Johnsena, svo hann tali alla vega ekki meira þann daginn. Það er gamall og góður víkingasiður.

Enn annars í alvöru;

Michael LewisMichael Lewis nálgast yfirleitt viðfangsefni sín með mjög opnum huga, svo opnum að gegnumtrekkurinn er honum til vansa. -

Hann er greinilega einn af þessum hæfileikalausu snillingum sem svo mikið er af í heimalandi hans.

Hann er metsöluhöfundur í landi þar sem það telst til meiri háttar afreks að kunna að lesa og sérstaða menningarinnar felst í því að þar má taka hægri beygju á rauðu ljósi.

Hann skrifar bækur um efni sem Ameríkanar mikla sig af að kunna og geta manna best, þ.e. að hafa peninga út úr náunga sínum.

Þjóðin er sú eina í sögu mannkynsins sem hefur farið beint úr barbarisma til hnignunar án þessa venjulega millistigs sem við köllum siðmenningu.

Þá leið hefur þjóðin farið án þess að vita neitt í hvað stefndi. Aðalmálið var að komast þangað hratt.

 

Ég gæti alveg haldið svona áfram í alla nótt, ég bara hef ekki orku í það. Búinn að hlægja svo mikið. Íslendingar eru sko fyndnir.

 


mbl.is Hlegið að Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Þegar kemur að þessari "tegund"  Íslendinga.  Bæði fyrrverandi og núverandi. Þá er þessi skilgreining á þeim svosem ekkert fyndin.    Heldur bara hárrétt.

P.Valdimar Guðjónsson, 5.10.2011 kl. 01:44

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Reyndar getur auðvitað ýmislegt verið samtímis rétt og fyndið. Fyrir suma  er það í þessu tilfelli. Alla vega hló kaninn. Okkur þykir einhverjum aðhlátursefnið grátlegt og grafalvarleg en öðrum okkar grátbroslegt. Svona er húmorinn afstæður P. Valdmar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2011 kl. 02:12

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Það er vissulega rétt Svanur.  Nota á húmorinn sem víðast.   Ekki skal ég draga úr því.

P.Valdimar Guðjónsson, 5.10.2011 kl. 02:25

4 identicon

Amerískur húmor!

Islenska hrokki?

Fair Play (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 02:26

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Some things get lost in Google translations Mally.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2011 kl. 02:33

6 identicon

Hvar varst þú þegar mig langaði að koma á framfæri hvað útlendingar sögðu um okku  árið 2008?

Ég googlaði og leitaði að fólki sem vildi hlusta, ... en enginn hljómgrunnur

En í Þýskalandi var varað við Kaupþings tilboðunum um vexti sem voru miklu hærri en annars voru í boði. Bankinn væri orðinn hættulega stór. Stefnan var að það væri áhættufjárfesting. Ísland væri ekki í ESB og þess vegna væri ómögulegt að reikna út viðbrögðin við hruni. 

Kristbjörg (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 04:27

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2011 kl. 08:10

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Snilld Gísli Svanur snilld.

Viggó Jörgensson, 5.10.2011 kl. 08:15

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kristbjörg; Árið 2008, þ.e. korter fyrir fyrir hrun,  hlustaði ekki nokkur maður á Íslandi á nokkurn skapaðan hlut, nema klingið í buddunni sinni.

Kveðja til ykkar Ómar og Viggó .

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2011 kl. 09:51

10 identicon

Minnimáttarkenndin í landanum tekur á sig margar myndir, ein þeirra er þjóðernishrokinn. Hitt er svo annað mál, að manni finnst kannski fyndnast þegar apakötturinn sem þeir nota fyrir forseta nú um stundir þykist þess umkominn að segja Evrópumönnum fyrir verkum í ríkisfjármálum.

Berbatov (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 11:45

11 identicon

Spurningin er kannski meira "afhverju er hæðst af Íslendingum?" en ekki af öðrum smásamfélögum í nándar sama mæli? Gæti hroki, yfirborðskennd og minnimáttarkennd í óvenju miklu mæli vera ástæðan? Mörgum útlendingum finnst ákaflega einkennilegt við heimsókn til landsins að vera spurðir spjörunum úr hvað þeim finnst um landið og allt gengur út á að sýna og sanna að Ísland er betra og flottara en önnur lönd. En það dettur fyrst andlitið af þeim sömu þegar íslendingar heimsækja önnur lönd, því ekki einusinni hógværar og gestrisinar upplýsingar ná að yfirgnæfa sömu söguna, í þetta skifti frá gestinum um hvað Ísland er frábært og fremri, eða í það minnsta jafnoki á öllum sviðum. Hótelgestgjafi einn danskur ég hitti, sagði "det er svært, hvis ikke umuligt at imponere islændinge, men de kræver samtidig hele tiden at man skal være imponeret af dem. Det er okay i starten, fordi man vil jo gerne få stillet sin nysgerighed. Men hold da kjæft hvad det kan være træls at høre på flere dage i træk, >> at sådan noget har vi også i Island <<, når man bare vil være høflig med information om noget det var værd at se på i området". Ég veit ekki hvort þetta er remba, eða minnimáttarkend. Nema hvort tveggja sé. En þessi elífa þörf íslendinga að sannfæra aðra um að við séum stærri, meiri eða jafnokar allra í heiminum, er besta efni sem hægt er að hugsa sér ef hæðast skal af landanum.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 16:27

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já Thor, það er sjaldgæft að hitta hógværan Íslending. En hvað varðar spurninguna af hverju  Íslendingar  séu upp til hópa monthanar með minnimáttarkennd sem stöðugt krefjast aðdáunar erlendra viðmælenda sinna, gæti hún verið verðugt verkefni fyrir þjóðarsálfræðingana alla að svara. 

Það er samt vafalaust afar vandasamt að kafa í þjóarsálardjúpið til að finna svarið við þeirri spurningu og enn meiri vandi að setja svarið fram á þann hátt að til betrunar verði. - Íslendingar fyrtast jafnan við allri gagnrýni sem beinist að viðkvæmri og óöruggri þjóðarímyndinni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2011 kl. 18:03

13 identicon

Það getur vel verið að það hjálpi að vita ástæðuna, kafa niður í þjóðarsálina, en allra best væri að fólk fái að heyra sannleikann, fái að vita að þetta framferði sé okkur þjóð til lýtar og ekki minnst að engin þörf sé á þessu framferði. Landið stendur fyrir sér sjálft, við erum dugleg þjóð og höfum upp á margt að bjóða miðað við stærð. Það er engin þörf á að smyrja þykkt á, því gestir okkar sjá þetta auðveldlega án okkar hjálpar. Það myndi engum detta í hug að smyrja majones ofan á rjómatertu. En það er akkurat það sem við erum að gera með þessari rembu okkar. Afurðin verður í besta falli ógeðfelld. Íslendingar þurfa að slaka á, byrja horfa innávið, eyða meiri tíma í sjálfsgagnrýni í stað þess að gagnrýna aðra, hætta að bera sig í sífellu saman við aðra og byrja að hlusta, sjá og kanna djúpið undir yfirborðsmennskunni og samkeppninni sem allt er að drepa. Málið er ekki að skora mörk hjá öðrum, heldur að taka þátt og finna gleðinna í að vera gagnlegur hluti af stærri heild. Þannig er hægt að fá sjálfsvirðingu sem er undirstaða farsældar og virðingu annarra.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 20:02

14 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það segir sína sögu um bloggfærslumann, að hann talar um &#132;einhvern dr. Johnson. Samuel Johnson var m.a. höfundur fyrstu ensku orðabókarinnar, en þó ekki síst fyrir ótal spakmæli og snjallyrði. Hann hafði raunar með sér e.k. annálaritara, Boswell nokkurn, sem skráði niður speki doktorsins. Þekking skrifara á Bandaríkjamönnum er greinilega á sama stigi og þekking hans á Johnson, 

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.10.2011 kl. 20:44

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég tek heilshugar undir þetta hjá þér Thor.

Já, auman mig Vilhjálmur, en samt er ég heppinn að hafa "einhvern" eins og  þig, svona mikinn Ameríku apologist og bókmenntaspeking að hann þekkir háðsglósur allra Johnsona um Ísland. - Það er reyndar orðið langt síðan ég bjó í USA en ég gerði það nógu lengi til að kynnast landi og þjóð nokkuð vel. - Svo vel að ég treysti mér alveg til að fullyrða að þeir mundu ekki kippa sér upp við neitt af því sem ég hef um þá ritað í gríni og ekki í gríni. - 

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2011 kl. 21:31

16 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það segir ákkúrat ekki neitt hvort einhver hefur búið í Bandaríkunum eða einhverju landi lengri eða skemmri tíma. Sá sem talar um &#132;einhvern dr. Johnson&#147; veit ekki baun í bala um ensk- ameríska menningu. En það má alltaf reyna að bæta sig en það kann að fara illa, eða hvað sagði ekki dr. Johnson: &#132;The road to hell is paved with good intentions&#147;.

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.10.2011 kl. 21:40

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jú það segir mér heilmikið Vilhjálmur, þótt það segi þér ekki neitt, enda hefur þú aldrei búið þar og ekki eins og ég upplifað það sem þú kallar ensk-ameríska menningu frá fyrstu hendi, enda bæði búið í USA, Canada, Uk og svo náttúrulega Færeyjum. - En hvar hefur þú svo búið? Ertu ekki bara heimskur í gömlu merkingu þess orðs? - Þetta niðurlag þitt um að bæta sig skil ég ekki. Er þetta ekki bara einhver típískur íslenskur belgingur líkur þeim sem Michael Lewis var að gera grín að?

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2011 kl. 21:48

18 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég hef búið í um tíu ár í ýmsum löndum, en mér sýnist að Færeyjar henti þér vel. Erlendis hef ég kynnst fjölmörgum Íslendingum, sem eftir margra ára dvöl kunna hvorki mál innfæddra skammlaust eða vita nokkurn skapaðan hlut um landið og fólkið sem það hefur þó hefur búið með svo árum skipti. 

Annars leiðist mér svona karp. Eins og ég sagði í upphafi: Maður sem talar um &#132;einhvern dr. Johnson&#147; er þar með búinn að stimpla sig út úr skynsamlegri umræðu. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.10.2011 kl. 22:10

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvaða karp? Ég sé núna á þessu yfirlæti í þér að þú ert að taka þessa umræðu alvarlega Vilhjálmur :) Það var engin ástæða til þess. - En Færeyjar eru flottar. (Ég lærði meira að segja málið)

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2011 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband