Var Melkorka Mýrkjartansdóttir rauðhærð

boudica2Þegar að hinir keltnesku Ikenar gerðu uppreisn gegn setuliði Rómverja á Englandi árið 60 e.k. fór fyrir þeim sjálf drottning þeirra; Boudica. Gríski sagnritarinn Dio Cassius sá ástæðu til þess að geta þess sérstaklega að Boudica hafi verið hávaxin og skelfileg í útliti, með mikið rautt hár sem féll niður yfir axlir hennar. -

 Allt fram á okkar dag hefur það loðað við rauðhært fólk, sérstaklega kvennfólk að það sé skapstórt og röggsamt. - E.t.v. er það frekar óvinsamt umhverfi sem kallar á þessa sakpgerð, því kannanir sýna að rauðhærðir krakkar verða meira fyrir stríðni en krakkar með annan háralit  Oftast beinist stríðnin og uppnenfnin einmitt að háralitnum.

Rauður hárlitur er sá sjaldgæfasti í heimi því aðeins 1-2% íbúa heimsins fá hann í vöggugjöf. Flestir rauðhærðir, miðað við íbúatölu, fæðast í Skotlandi og á Írlandi, hvorutveggja lönd þar sem áhrif ómengaðrar keltneskrar menningar entust hvað lengst.

Rauðhærðir frændurÁ Írlandi bera 46% "rauðhærða genið" sem varð til fyrir stökkbreytingu í eggjahvítuefni eins litnings, einhvern tíma í fyrndinni.

Því hefur stundum verið haldið fram að "rauðhærða" genið megi rekja til Neanderdals-manna, en það ku ekki vera rétt. Meðal Neanderdalsfólksins var rauðhært fólk ekki óalgengt, en það var rauðhært vegna annarrar tegundar stökkbreytingar en olli breytingum á 16. litningnum í nútímamanninum

Á Íslandi er rauðhært fólk frekar algengt og í minni ætt prýðir rautt og rauðleitt hár fjölda kvenna. Móðir mín sáluga, var með dökkrautt hár og litaði það eldrautt fram á dauðadægrið þá næstum áttræð.

Melkorka og sonurHún montaði sig stundum af rauða litnum sem hún sagði kominn beint frá Melkorku Mýrkjartansdóttur, konungsdóttur af Írlandi. Hvað hún hafði fyrir sér í því að Melkorka hafi verið rauðhæð, veit eg ekki.  -  En að svo hafi verið er mjög algeng trúa fólks á Íslandi...og kannski ekki af ástæðulausu.

Víst er að Mýrkjartan faðir hennar eða Muirchertach eins og hann var nefndur upp á írsku, var sonur Niall Glúndub mac Áedo og því einn af Cenél nEógain ættinni sem var hákonungsæt Íra. 

Niall_NoigiallachFrægasti ái ættarinnar er án efa Njáll Níugísla  (Niall Noigiallach) en af honum fara margar fræknar sögur. Eitt af aðaleinkennum írsku hákonungsættarinnar var einmitt rauða hárið sem erfðist bæði í karl og kvenlegg. -

Kannski vissi móðir mín allt þetta og gat því fullyrt með nokkurri vissu að Melkorka hafi verið rauðhærð. Að auki má færa ákveðin rök fyrir því að nafnið sjálft "Melkorka" gefi vissa vísbendingu um háralitinn.

Norðræna orðið korkur kemur af gelíska orðinu corcur sem aftur er komið af latneska orðinu purpura.  Í Noregi var orðið korkur notað yfir litinn sem notaður var til að lita ullarfatnað rauðan, enda þýðir orðið einfaldlega það sama og á latínu eða ; rauður. 

Orðið Mela eða MAY-laher til í gamalli írsku og merkir "elding".

Þessi orð samsett í kvenmannsnafn verða þá að Melkorka,eða Rauðelding. - Persónulega finnst mér sú merking nafnsins koma mjög vel heim og saman við persónu hennar eins og henni er lýst í Laxdælu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Allar Kolbrúnur sem ég þekki eru næstum albínóar og Hrafnhildurnar eru nú ekki allar svartar. Nöfn er bara nöfn, nema þegar um er að ræða hesta. Rauði liturinn er algengari í Noregi en á Írlandi, og flestir vísindamenn eru nú á því að rauði háraliturinn á Írlandi sé mest til kominn frá Noregi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 05:42

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þessar rannsóknir sem þú vitnar í (af Wikipedia ef ég er ekki að villast), eru nokkuð gamlar. Hræddur er ég um að tíðni rauðhærðra á Íslandi myndi vera hærri en á Írlandi ef þetta yrði rannsakað vísindalega.

Í Rússlandi, Úkraínu og Póllandi er rautt hár enn tengt við gyðinga, svo kannski ertu útvalinn Svanur?

Ég gæti líka verið að stríða þér, rauðhaus.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 05:51

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég hef eitt sinn bloggað fræðilega um rauðhausa. Sláið á þá hér

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 06:00

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svo væri vel í lagi að lesa þetta um "svarta" Íra.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 06:50

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sæll ágætis þankar hjá þér en "korkur" er ekki hugtak yfir rauðan lit á gelisku heldur purpura.

Af einhverri furðulegri málbreytingu þá skiptist gelíska í p mál og c mál miðað við latínu. Þarna skipta þeir út p-i fyrir k = Kurkura sem verður korki á færeysku. Þetta veit ég af því að konan mín veit þetta en hún litar garn fjólublátt af skófinni sem kolluð er korkur. Rétt er að fyrst verður garnið rauðleitt en breytist í fjólublátt þegar það er látið þorna í sólinni.

Gísli Ingvarsson, 6.6.2011 kl. 07:09

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gísli, Melkorka var líka fjólublá, þegar hún dó

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 07:16

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vilhjálmur, Nafn er bara nafn, og nei. Hver gaf Melkorku nafnið, Rússinn sem stal henni eða Höskuldur? Hún mælti ekki orð frá munni þar til upp um hana komst þegar hún hjalaði við Ólafs son sinn. Kannski var Melkorka nefnd eftir sterkustu eiginleikum sínum, rétt eins og hestur.

Sæll Gísli; Purpurarautt er liturinn sem um ræðir, ekki satt, en hann upplitast í sólinni segirðu, og verður fjólublár sem reyndar er kallaður "purpule" á ensku.  En satt er það að brottfall P fyrir C í gamalli írsku er dálítið sérkennilegt að manni finnst.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2011 kl. 07:29

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Skrifaði hér áðan um "papana". Tími til kominn. Paparnir komu aldregi til Íslands

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 07:42

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er eina þekkta myndin af Melkorku, svo þú hefur á réttu að standa, Svanur. Hún var greinilega heitfeng. 

Melkorka

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 08:27

10 identicon

Sem rauðhaus hef ég aðeins skoðað málið.
AAuðvita eru það genin sem ráða þarna. Málið er bara á hvaða hátt. Fólk verður rauðhært vegna skorts á litarefni en ekki vegna einhvers rauðs litar. Enda fylgir það rauðhærðum að hafa næstum gegnsæja húð. Æðar t.d. meira sjáanlegar en hjá öðrum.
Ef hár er aflitað verður það rautt.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 10:11

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Því má bæta við að Papúar á Nýju- Gíneu og nálægum eyjum eru stundum rauðhærðir, einkum í æsku. Þeir eru líka mannætur, eins og forn- Keltar voru. Það kemur skýrt fram, bæði í samtímaheimildum og beinafundum. Kannski ætti að leita uppruna Íslendinga þanga? Margt ennþá vitlausara hefur verið sett fram.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.6.2011 kl. 13:49

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þarna hittirðu naglann á höfuðið rauða, nafni. Búa þeir ekki líka í langhúsum og þurfa að þola kerlingaveldi?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 14:06

13 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Sorrý. Hausinn á mér er einhvern veginn hvorki ljós eða dökkur, heldur hefur þennan drullulit, sem stundum er kallað skolhærður, (þ.e. eins og skólp), en svo er farið um marga, ef ekki flesta íslendinga. Rauður er ég ekki, og verð aldrei, hvorki í andlegum né jarðneskum skilningi.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.6.2011 kl. 14:43

14 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Og hvað sagði ekki faðir minn, sem lærði í Þýskalandi hjá Hitler og var sjálfur nánast hvít- ljóshærður: „Sannur aríi er hávaxinn eins og Göbbels, grannur eins og Göring og ljóshærður eins og Hitler“.

Das ist ein wahrer Arier! 

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.6.2011 kl. 14:54

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það má svo sem hugsa sér melkorku nafnið til komið á þann hátt er lýst er. Alveg hugsa sér það.  þarf samt að rannsaka betur  Er eitthvað svipað nafn í gelísku?.  Hinsvegar er ég ekki viss um að ég kaupi alveg söguna um Melkorku í Laxdælu fyrirvaralaust.  Hljómar hálf ævintýranlega.

Með rauðhærða og gyðinga almennt, að er á ekki sagt að askenasí-gyðingar séu stundum rauðhærðir og á sínum tíma á spáni var dregið = á milli rauðhærðra og gyðinga..

Hvort sem þetta er tilkomið vegna blöndunar í evrópu eða frá uppuna er óljóst.  Var ekki Davíð konungur sagður rauðleitur?  Nema hann hafi notað henna eins og tíðkast sumstaðar.   Júdas Ískaríot var stundum álitinn hafa verið rauðhærður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.6.2011 kl. 15:28

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vilhjálmur Örn; Eins og kemur fram á blogginu hjá þér þá ætlar þú þér þá dul að skyggnast inn í hugarheim Ara fróða og vera þess umkominn að meta allt það sem hann segir um Papa sem rugl á meðan annað stenst ágætlega. Það finnst mér þunnur þrettándi. - En hvað um það, Ari fróði og hans heimils er ekki eina heimildin um að fólk frá keltnesku menningarsvæði hafi sest að á Íslandi. Hér er t.d. ágætis grein fræs Stefáni Friðbjarnarsyni um málið sem ég er viss um að þú þekkir.

ÞAÐ er hafið yfir efasemdir að mikill meirihluti landnámsmanna (870 til 930) var af norrænu bergi brotinn. Hluti norrænna landnámsmanna var á hinn bóginn Vestmenn, en svo vóru norrænir menn nefndir, er sezt höfðu tímabundið að á Bretlandseyjum, Írlandi, Orkneyjum, Skotlandi og Suðureyjum. Fjölmargir Vestmanna höfðu tekið sér maka af keltnesku kyni og sumir hverjir tekið kristna trú. Landnámsmenn höfðu og með sér fjölda þræla, einkum hertekið fólk, flest keltneskt frá Vesturhafseyjum og Írlandi. "Þrælar urðu aðalatvinnustétt á stórbýlum hérlendis á 10. öld og hlutfallslega fjölmennir," segir Einar Laxness í Íslandssögu sinni. Í hópi landnámsmanna vóru og nokkrir Keltar. Hermann Pálsson segir í bók sinni Keltar á Íslandi (Háskólaútgáfan 1996): "Írskt þjóðerni eða tengsl við Írland eru stundum gefin í skyn með nafni landnámsmanns eða viðurnefni, án þess að getið sé berum orðum hvaðan komið var; Bekan á Bekansstöðum, Beigan á Beigansstöðum, Þorsteinn lunan í Lunansholti, Þorgeir meldún í Tungufelli.

Af írskum konum sem settust hér að þykir mikið koma til Mýrúnar Maddaðardóttur... Írakonungs, sem varð húsfreyja í Hraunsfirði, Myrgjolar Gljómalsdóttur Írakonungs... og Grélaðar dóttur Bjartmars jarls á Írlandi, sem varð húsfreyja á Eyri í Arnarfirði... Löngu eftir að írskar höfðingjadætur voru hættar að giftast íslenzkum bændum bregður Höskuldur Dalakollsson sér til útlanda og kaupir ambátt á torgi og tekur hana heim í Dali; síðar reyndist hún vera Melkorka Mýrkjartansdóttir Írlandskonungs ("Hið írska man"). Og enginn skyldi gleyma móðerni þeirra Helga magra... og Þorgríms Grímólfssonar..., þeir vóru dætrasynir Kjarvals Írakonungs." Fyrir norrænt landnám, á 7. eða 8. öld, lögðu írskir einsetumenn, kristnir, leið sína til Íslands. Elzta frásögn um mannvist hér á landi er frá árinu 795. Í ritinu De mesura orbis (um stærð jarðar) greinir írskur munkur, Dicuil að nafni, frá munkum sem dvöldu á eyjunni Thule, "en það nafn höfðu Írar um Ísland", segir Einar Laxness í Íslandssögu sinni. Ótal íslenzk örnefni minna á keltneskan uppruna. Hér verða talin nokkur, sem vísa beint til Írlands, og stuðst við fyrrnefnda bók, "Keltar á Íslandi", eftir Einar Pálsson.

Í Ásólfsþætti alskiks í Landnámu er getið Írár undir Eyjafjöllum. Hjá Efra-Hvoli í Hvolhreppi er Írahvammur og skammt frá Íraheiði. Í bændatali frá 1681 er fyrst getið um Íragerði í Stokkseyrarhreppi. Þar er einnig örnefnið Íragarður. Í Sogi er Írafoss. Svæðið sem íbúðarhús Landsvirkjunar standa á heitir Ýruholt. Í Kjós er Írafell og samnefndur bær. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson geta um Írafell á Reykjanesi. Írafell er einnig í Helgafellssveit norður af Ljósufjöllum. Í Svefneyjum eru Íralönd. Hjá Myrká í Hörgárdal er Íragerði. Hér eru aðeins talin örfá af fjölmörgum örnefnum, sem minna á Kelta á Íslandi. Fjölmörg bæjar- og mannanöfn benda til sömu áttar. Niðurstöður nýlegra rannsókna um uppruna íslenzkra kvenna, er benda til Bretlandseyja ekkert síður en Noregs, þurfa ekki að koma neinum í opna skjöldu. Við erum norræn þjóð en teljum jafnframt til frændsemi við íbúa Bretlandseyja, ekki sízt Kelta.

Keltneskt fólk, frjálst og hernumið, sem hér settist að á landnámsöld, var flest kristið, að ekki sé nú talað um Papana, er hér dvöldu á 7. og 8. öld. Vestmenn, norrænir menn, sem sezt höfðu að á Bretlandseyjum, og komu þaðan til Íslands, voru og sumir hverjir kristnir. Það er því ljóst að kristinn siður hefur haft ítök hér á landi allar götur frá fyrstu mannvist í landinu. Kristinn siður er lögtekinn á Alþingi árið 1000. Þá vóru aðeins 130 ár frá því norrænt landnám hófst og 70 ár frá því íslenzkt ríki varð til (með stofnun Alþingis árið 930). Það er því ljóst að heiðinn siður spannar tiltölulega stuttan kafla í þjóðarsögunni. Íslenzk kristni rekur hins vegar rætur til Papa, sem hér dvöldu löngu fyrir norrænt landnám. Hún verður og vegvísir okkar inn í 21. öldina.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2011 kl. 16:06

17 identicon

Svanur, á latínu er C borið fram sem K, þess vegna er afar hæpið að "corcur" sé tengt "pupure".  Þannig er orðið "keisari" í raun og veru sama orðið og "caesar", sem verður "kaiser" á þýsku.  Þess vegna er "korkur" sama og "corcur" en alls ekki hægt að tengja það "purpure".

Hvað varðar Íslendinga, þá segir skjaldarmerkið meir um sögu Íslendinga en allir "fölsku" fornleifafræðingarnir samankomnir.  Sem eru að grafa um allan heim, og finna þar styttur og leifar sem þeir sjálfir hafa sett niður, svona svipað og "víkinga arfleifðin" á Nýfundnalandi.

Íslendingar eiga nákvæmlega ekkert skilið með víkingum.  Þeir leggja ekkert að mörkum, annað en að sleikja sig upp við erlenda aðila.  Konunga og höfðingjasleikjur, eins og kemur fram í Íslendingasögum.

Egils Saga Skallagrímssonar, segir svo ekki verður um vilst, að Egill er keltneskur.  Lýsingin á manninum, fer ekkert á milli mála.  Saga hans og lýsing á ferðum um svíþjóð, Halland og Lund, fer heldur ekkert á milli mála hverjir kallast hvað á þessum tímum.

Að lokum getur maður sjálfur séð í svíþjóð, hverjir voru ásar. Arfleifð sama, er ekkert til að vera með í vafa.  Að maður vilji telja sig til hinna eða þessa, eftir á, er ekkert óvanalegt, en afskaplega vanþroskað að mínu mati.  Við erum þrælarnir, svo einfalt er það ... við getum síðan reynt að fylla í eyðurnar, en það er alger óþarfi að skrifa nýja mankynsögu til að eyða arfleifðum þeirra sem hurfu í söguna.  Við megum þakka fyrir að við lifðum á Íslandi, því annars værum við ekki til yfir höfuð.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 16:20

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bjarne. (Lat. purpura, purpureus ; late learned loan- word, the older deriv. being corcur, corcra ).  Allar orðabækur á gelísku og írsku segja að orðið corcur sé dregið af latneska orðinu purpur. Það er auk þess mjög algengt í írsku að P í latneskum orðum stökkbreytist í C (K).

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2011 kl. 16:42

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ómar Bjarki.Eina mannsnafnið í gamalli írsku sem líkist  Melkorku er karlmannsnafnið Melchor sem er sagt þýða konungur. Hvaðan það kemur veit ég ekki en það er enn í notkun á Írlandi. - Það er reyndar sama nafn og gefið var einum af vitringunum sem leituðu að Kristi hér í denn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2011 kl. 17:14

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Melchor, Melchior, komið úr hebresku Melech, sem þýðir konungur. Malcha/Malka er drottning á hebresku.

Nöfn og heiti fóru eins og sina Evrópu um allar miðaldir. Nöfn á Íslandi eru engin undanþága. Landnámsmaður nokkur bar t.d. biblíunafn og nafnið Vilhjálmurbarst til landsins á 12. öld, eins og Elvis gerði það á 21. öldinni, þegar það var viðurkennt af mannanafnanefnd.

Mér þykir þú lágkúrulegur þegar þú ert að sitja út á gagnrýni mína á Ara. Ég er ekki að gangrýna Ara, ég er að gangrýna þá sem nota hann gagnrýnislaust, og gef dæmi máli mínu til stuðnings.

En hún "Fjóla" smádrottning, (Melcorca), þín frá Íralandi er nú fyrst og fremst góð saga. Stundum er hægt að endurtaka þær nógu oft til að menn fara að trúa á þær. Tölum nú ekki um sögur trúarbragðanna, þá koma vantrúarmenn bara.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 20:03

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sumir segja að fyrstu merki byggðar í Færeyjum sé um og uppúr 600.

,,Stratigraphically precise AMS-radiocarbon-dated plant remains, pollen, charcoal, and microtephra analyses from the Faroe Islands were used to establish the timing and effects of the first human settlement. The first occurrence of cultivated crops from three locations dated from as early as the sixth century A.D. and was older than implied from previous archaeological and historical studies, but consistent with earlier palaeoecological investigations"

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0033589400921719

Og ef menn trúa þessu ekki þá er líka hægt að lesa um á wiki:

,,625 - pollen analysis indicates oats and barley were grown on Mykines, possibly by early settlers such as monks and hermits"

http://en.wikipedia.org/wiki/Mykines

En talandi um Mykines og ,,korka" almennt, að þar hjá er Korkadalur.  Sumir færeyingar verið með kenningar um að það nafn hafi hugsanlega verið notað um korn einhverskonar í eina tíð.  Einnig vilja þeir tengja það við rauðleitan lit, að eg tel.  Mjög flókið sko og langt mál.   

En það leiðir þá hugann að Melkorkustaðir sem voru farnir í eyði þegar Laxdæla var skrifu ef eg man rétt - og hvort einhvernveginn væri hægt að máta Náttúrunafnakenningu þórhalls Vilmundar við þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.6.2011 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband