Dauðadæmd ríkisstjórn

Þjóðin hefur talað og vilji hennar er ljós. Ríkisstjórn næstu ára verður fást við afleiðingarnar af niðurstöðum kosninganna og hún ætti að hafa til þess fullt umboð og fulltingi þjóðarinnar. Þess vegna verður þessi stjórn að fara frá.

Forsetinn tók fram fyrir hendur þingsins fyrir hönd þjóðarinnar og þjóðin hafnaði í framhaldi af því ákvörðun þingsins. Þess vegna þarf ríkisstjórn landsins nýtt umboð. Þjóðin treystir ekki lengur þessu þingi og ekki þessari ríkisstjórn til að fara með forsjá landsins. 

Fari allt á versta veg og spár já-sinna rætast, um hvernig fari ef samningunum verði hafnað, mun þessari stjórn verða kennt um það allt saman, ekki að samningunum var hafnað.

Fari allt á besta veg eða á þann veg sem já-sinnar sögðu, mun stjórninni aldrei þakkað það heldur munn þess stöðugt minnst að taka þurfti fram fyrir hendur hennar. 

Þessi ríkistjórn er í þeirri stöðu að henni verður bölvað og kennt um hvernig sem fer.

 


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er Ólafur Rangar, sem þarf að taka skrefið og rétta þeim hengingarólina.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:08

2 identicon

Já og nei.

Forsetinn nýtur ekki trausts þjóðarinnar sbr, eingöngu 50% segjast kjósa hann aftur, ríkisstjórnin er nær óstarfhæf, aðrir valkostir eru ekki í stöðunni því sé ríkisstjórnin léleg er stjórnarandstaðan ónýt. Nú er þjóðin klofin og bara dauði og djöfull framundan. Íslenskt þjóðfélag stendur á barmi...

Jóhanna Björnsd. (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:11

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nú fyrst er vegur framtíðar að koma!

Sigurður Haraldsson, 10.4.2011 kl. 11:28

4 identicon

Jóhanna, það getur vel verið að aðeins 50% kjósa hann aftur.  En í dag, er hann forseti landsins.  Og það er hann sem á að gefa ríkisstjórninni hengingarólina, og láta hana fara.  Því, það er búið að "kjósa" sem þýðir að ríkisstjórnin er óstarfhæf, og að mat Ólafs í þessu máli var rétt.  Ný ríkisstjórn, og nýtt alþingi, getur síðan valið að setja forsetann af.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband