Obama segir ástandið....

"The situation in Gaza is unsustainable" . Í flestum fréttamiðlum heims þóttu þessi orð Obama um ástandið á Gaza merkilegust og best til þess fallin að vera fyrirsögn fréttarinnar af viðræðum hans við  Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í Hvíta húsinu í gærdag. Obama segir ástandið á Gaza vera "unsustainable" sem nútíma orðabækur þýða "ósjálfbært".

Obama endurómar þannig orð margra þeirra þjóðþinga og þjóðarleiðtoga sem fordæmt hafa herkví  Ísraelsmanna um Gazaströnd þegar hann segir að ástandið geti ekki haldið áfram, sé óviðunandi og geti ekki leitt til neinna lausna. En það er einmitt merking orðsins "unsustainable" í þessu samhengi.

Á þau er ekki einu sinni minnst í þessari frétt á mbl.is.


mbl.is Obama heitir Palestínu aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Obama hvetur til þess að "friðarferlið" haldi áfram.

Ferli sem nú hefur STAÐIÐ YFIR Í 17 ÁR með áframhaldandi hernámi Ísraelsmanna og tilheyrandi landráni, nýlendubyggðum og nýjum vegum aðeins ætlað herraþjóð hernámsliðsins.

Er furða að það þurfi að halda fórnarlömbum hernámsins og áframhaldandi "friðarferlis" lifandi með neyðaraðstoð frá USA.

USA borga líka fyrir hernám Ísraels í Palestínu*

*Eitt lengsta hernám sögunnar, flest nýlenduveldi hafa ekki meikað svona langt hernám (gott dæmi eru Frakkar sem reyndu að halda í Alsír) því það einfaldlega kostar of mikið að halda heilli þjóð undir hernámi, nauðugri og því í stöðugri andspyrnu, svo áratugum skiptir.

Randver (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband