Stútaði Jón Gnarr fjórflokknum

Það var grátbroslegt að hlusta á formenn og oddvita þingflokkanna í beinni útsendingu á kosninganóttu. Afneitunin skein út úr öllu sem þeir sögðu. Afneitunin á að eitthvað hafði gerst íslenskum stjórnmálum sem gæti skipt verulegu máli fyrir framtíð landsins.

Jú, Jóhanna talaði reyndar um að hún sæi eitthvað skrifað á vegginn, eða "upphaf endalokana fyrir fjórflokkinn" sem gæti jú alveg verið satt.  Birgitta var greinilega með á nótunum þegar hún útskýrði fyrir hinum að ástæðan fyrir því að Jón Gnarr segði lítið og léti ekkert uppi um ætlanir sínar væri af því hann talaði eins og þeir sjálfir. Þeir urðu hálf kindarlegir við að heyra það.

Framsóknardrengurinn og  Sjálfstæðisstrákurinn og Vinstri grænn stukku beint ofaní skotgrafirnar um leið og þeir fengu tækifæri til og byrjuðu að haga sér nákvæmlega eins og fólk er að gagnrýna þá fyrir  með stuðningi sínum við Jón Gnarr. Niðurstöður kosninganna á Akureyri og í Reykjavík virkuðu á þá eins og pirrandi sísuðandi húsfluga sem ekki fer í burtu þótt þeir veifi af og til hendinni í áttina að henni. Þeir neita að taka hana alvarlega og kannski geta þeir það ekki.

Allir foringjarnir nema kannski Birgitta virðast ekki vera búnir að fatta hvað er að gerast í íslenskri pólitík. Fái sjónamið þeirra að ráða,  er borin von um að nokkuð komi til með að breytast í bráð meðal fjórflokkanna.

Bæði Framsókn, Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir tala jafnvel um um sigra hér og hvar á landinu. Þeir bera sig vel.

 Fólk á Akureyri og í Reykjavík hefur hafnað flokksræðinu. Næsta verkefni andófsfólksins er að breiða Gnarrisman út um landið svo hann finni sér leið inn í landspólitíkina. Stjórnmálaflokkarnir verða að fatta að þeir eru steingervingar, tímaskekkja sem á að leggja niður í núverandi mynd.

Einhverjir þeirra hugsa sem svo að stjórnlagaþing og breytt kosningalög sem leyfi einverja útgáfu af persónukjöri muni virka eins og snuð upp í almenning. Þeim má ekki verða kápan úr því klæðinu, sérstaklega af því að ætlunin er að handstýra stjórnlagaþinginu með dyggum flokkshestum og í breyttum kosningalögum er áfram gert ráð fyrir flokka og lista vali.

Eini möguleikinn fyrir Ísland til að rétta fljótt úr kútnum fljótt og vel, er að losa sig algjörlega við áhrif fjórflokksins. Hann er krabbameinið sem þarf að fjarlægja svo þjóðarlíkamanum geti batnað. - Gott fólk sem vill leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins ættu að koma til liðs við Jón Gnarr í öðrum sveitarfélögum og undirbúa framboð á landsvísu í næstu alþingiskosningum sem gætu orðið mun fyrr en fólk almennt grunar.


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Svanur kannski verdur reist stytta af Gnarrinum a austurvelli vid hlid Jons Sigurdssonar og næstu kynslodir eigi eftir ad leggja blomsveig ad badum frelsishetjunum.

Þorvaldur Guðmundsson, 30.5.2010 kl. 11:21

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já Þorvaldur, ég held að það væri ekki galin hugmynd svo fremi sem styttan af Jóni Gnarr verði úr vaxi og í henni kveikur sem tendra má á jólum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.5.2010 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband